Segir að Aron falli enn undir ákvörðun stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2022 13:40 Aron Einar Gunnarsson var landsliðsfyrirliði í áratug en hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní í fyrra. vísir/daníel Arnar Þór Viðarsson segir að vegna nýsamþykktrar viðbragðsáætlunar stjórnar KSÍ hafi ekki komið til greina að velja Aron Einar Gunnarsson í nýjasta landsliðshópinn í fótbolta. Tillagan sem stjórn KSÍ samþykkti á mánudaginn er svohljóðandi: „Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.“ Aron Einar hefur ekki leikið með landsliðinu síðastliðið ár eftir ásakanir og síðar kæru fyrir meint kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010. Héraðssaksóknari vísaði fyrr í þessum mánuði málinu frá en Arnar landsliðsþjálfari segir að mál Arons falli engu að síður enn undir nýjan ramma KSÍ. Fleiri leikmenn falli hins vegar ekki undir þennan nýja ramma og hafi því allir aðrir komið til greina í landsliðshópinn sem valinn var í dag, hvað þessi mál snerti. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við marga af þeim leikmönnum sem eru ekki í hópnum. KSÍ gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag með ákvörðun stjórnar. Fyrir mér er það þannig lagað léttir. Ég hef kallað eftir ramma frá því í byrjun september. Það hefur ekki verið auðvelt né skemmtilegt að þurfa að sigla framhjá ákveðnum hlutum lengi. Núna er þessi rammi nánast kominn. Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar og ég sem þjálfari vinn eftir þeim vinnureglum sem mér eru gefnar. Ég er mjög feginn að þetta sé að komast í fastar skorður,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti hópinn sem leikur gegn Albaníu, Ísrael og San Marínó í júní. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fleiri fréttir Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Sjá meira
Tillagan sem stjórn KSÍ samþykkti á mánudaginn er svohljóðandi: „Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.“ Aron Einar hefur ekki leikið með landsliðinu síðastliðið ár eftir ásakanir og síðar kæru fyrir meint kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010. Héraðssaksóknari vísaði fyrr í þessum mánuði málinu frá en Arnar landsliðsþjálfari segir að mál Arons falli engu að síður enn undir nýjan ramma KSÍ. Fleiri leikmenn falli hins vegar ekki undir þennan nýja ramma og hafi því allir aðrir komið til greina í landsliðshópinn sem valinn var í dag, hvað þessi mál snerti. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við marga af þeim leikmönnum sem eru ekki í hópnum. KSÍ gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag með ákvörðun stjórnar. Fyrir mér er það þannig lagað léttir. Ég hef kallað eftir ramma frá því í byrjun september. Það hefur ekki verið auðvelt né skemmtilegt að þurfa að sigla framhjá ákveðnum hlutum lengi. Núna er þessi rammi nánast kominn. Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar og ég sem þjálfari vinn eftir þeim vinnureglum sem mér eru gefnar. Ég er mjög feginn að þetta sé að komast í fastar skorður,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti hópinn sem leikur gegn Albaníu, Ísrael og San Marínó í júní.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fleiri fréttir Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Sjá meira