Segir að Aron falli enn undir ákvörðun stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2022 13:40 Aron Einar Gunnarsson var landsliðsfyrirliði í áratug en hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í júní í fyrra. vísir/daníel Arnar Þór Viðarsson segir að vegna nýsamþykktrar viðbragðsáætlunar stjórnar KSÍ hafi ekki komið til greina að velja Aron Einar Gunnarsson í nýjasta landsliðshópinn í fótbolta. Tillagan sem stjórn KSÍ samþykkti á mánudaginn er svohljóðandi: „Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.“ Aron Einar hefur ekki leikið með landsliðinu síðastliðið ár eftir ásakanir og síðar kæru fyrir meint kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010. Héraðssaksóknari vísaði fyrr í þessum mánuði málinu frá en Arnar landsliðsþjálfari segir að mál Arons falli engu að síður enn undir nýjan ramma KSÍ. Fleiri leikmenn falli hins vegar ekki undir þennan nýja ramma og hafi því allir aðrir komið til greina í landsliðshópinn sem valinn var í dag, hvað þessi mál snerti. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við marga af þeim leikmönnum sem eru ekki í hópnum. KSÍ gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag með ákvörðun stjórnar. Fyrir mér er það þannig lagað léttir. Ég hef kallað eftir ramma frá því í byrjun september. Það hefur ekki verið auðvelt né skemmtilegt að þurfa að sigla framhjá ákveðnum hlutum lengi. Núna er þessi rammi nánast kominn. Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar og ég sem þjálfari vinn eftir þeim vinnureglum sem mér eru gefnar. Ég er mjög feginn að þetta sé að komast í fastar skorður,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti hópinn sem leikur gegn Albaníu, Ísrael og San Marínó í júní. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Tillagan sem stjórn KSÍ samþykkti á mánudaginn er svohljóðandi: „Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.“ Aron Einar hefur ekki leikið með landsliðinu síðastliðið ár eftir ásakanir og síðar kæru fyrir meint kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010. Héraðssaksóknari vísaði fyrr í þessum mánuði málinu frá en Arnar landsliðsþjálfari segir að mál Arons falli engu að síður enn undir nýjan ramma KSÍ. Fleiri leikmenn falli hins vegar ekki undir þennan nýja ramma og hafi því allir aðrir komið til greina í landsliðshópinn sem valinn var í dag, hvað þessi mál snerti. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við marga af þeim leikmönnum sem eru ekki í hópnum. KSÍ gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag með ákvörðun stjórnar. Fyrir mér er það þannig lagað léttir. Ég hef kallað eftir ramma frá því í byrjun september. Það hefur ekki verið auðvelt né skemmtilegt að þurfa að sigla framhjá ákveðnum hlutum lengi. Núna er þessi rammi nánast kominn. Aron Einar fellur enn undir þessa ákvörðun stjórnar og ég sem þjálfari vinn eftir þeim vinnureglum sem mér eru gefnar. Ég er mjög feginn að þetta sé að komast í fastar skorður,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag þar sem hann tilkynnti hópinn sem leikur gegn Albaníu, Ísrael og San Marínó í júní.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira