Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2022 10:11 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í sjónvarpi í Suður-Kóreu. AP/Lee Jin-man Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. Þetta er í sautjánda sinn sem eldflaugum er skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fyrsta eldflaugin sem skotið var á loft í nótt flaug í um 540 kílómetra hæð og um 360 kílómetra frá skotstaðnum. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja ráðamenn í Suður-Kóreu að það hafi verið langdræg eldflaug af gerðinni Hwason-17. Það er stærsta og langdrægasta eldflaug Norður-Kóreu og getur hún borið kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Önnur eldflaugin er talin vera skammdræg eldflaug sem sögð er hafa náð tuttugu kílómetra hæð og horfið af ratsjám, sem þykir til marks um eldflaugaskotið hafi misheppnast og eldflaugin sprungið. Þriðja eldflaugin fór um 760 kílómetra og var mest í um sextíu kílómetra hæð. Í frétt Reuters segir að í Suður-Kóreu hafi heimamenn og Bandaríkjamenn haldið æfingar í notkun eigin eldflauga. Það hafi verið gert eftir eldlaugaskotin frá Norður-Kóreu. Undirbúa kjarnorkuvopnatilraun Þá segir Yonhap frá því að ráðamenn í Suður-Kóreu hafi komist að því að verkfræðingar Norður-Kóreu hafi verið að gera tilraunir með sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn. Til standi að gera sjöundu kjarnorkuvopnatilraunina í Norður-Kóreu. Haft er eftir Kim Tae-hyo, sem situr í þjóðaröryggisráði Suður-Kóreu að það standi kannski ekki til á næstu tveimur dögum en útlit sé fyrir að gerð verði ný kjarnorkuvopnatilraun á næstunni. Síðasta kjarnorkuvopnatilraunin í Norður-Kóreu fór fram árið 2017. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Þetta er í sautjánda sinn sem eldflaugum er skotið frá Norður-Kóreu á þessu ári, í trássi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fyrsta eldflaugin sem skotið var á loft í nótt flaug í um 540 kílómetra hæð og um 360 kílómetra frá skotstaðnum. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja ráðamenn í Suður-Kóreu að það hafi verið langdræg eldflaug af gerðinni Hwason-17. Það er stærsta og langdrægasta eldflaug Norður-Kóreu og getur hún borið kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Segja skot stærstu eldflaugarinnar hafa verið sviðsett Önnur eldflaugin er talin vera skammdræg eldflaug sem sögð er hafa náð tuttugu kílómetra hæð og horfið af ratsjám, sem þykir til marks um eldflaugaskotið hafi misheppnast og eldflaugin sprungið. Þriðja eldflaugin fór um 760 kílómetra og var mest í um sextíu kílómetra hæð. Í frétt Reuters segir að í Suður-Kóreu hafi heimamenn og Bandaríkjamenn haldið æfingar í notkun eigin eldflauga. Það hafi verið gert eftir eldlaugaskotin frá Norður-Kóreu. Undirbúa kjarnorkuvopnatilraun Þá segir Yonhap frá því að ráðamenn í Suður-Kóreu hafi komist að því að verkfræðingar Norður-Kóreu hafi verið að gera tilraunir með sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn. Til standi að gera sjöundu kjarnorkuvopnatilraunina í Norður-Kóreu. Haft er eftir Kim Tae-hyo, sem situr í þjóðaröryggisráði Suður-Kóreu að það standi kannski ekki til á næstu tveimur dögum en útlit sé fyrir að gerð verði ný kjarnorkuvopnatilraun á næstunni. Síðasta kjarnorkuvopnatilraunin í Norður-Kóreu fór fram árið 2017.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira