Erlent

Eigin­kona hins dauða­dæmda var fræg söng­kona

Bjarki Sigurðsson skrifar
Peter Nielsen var dæmdur til dauða í gær.
Peter Nielsen var dæmdur til dauða í gær. TV2

Eiginkona danska mannsins sem hlaut dauðadóm í Nígeríu í gær var þekkt söngkona þar í landi. Málið hefur vakið mikla athygli í Nígeríu.

TV 2 greinir frá því að maðurinn sem um ræðir heiti Peter Nielsen og að hann hafi kyrkt eiginkonu sína og þriggja ára dóttur þeirra í borginni Lagos árið 2018.

Kona Nielsen hét Ali Zainab Nielsen og notaðist við listamannsnafnið Alizeee. Samkvæmt staðarmiðlum í Nígeríu var hún rísandi stjarna í tónlistarheiminum þegar hún var myrt.

Nielsen hefur ávallt neitað sök í málinu og þegar hann bar vitni fyrir dómi sagðist hann hafa verið meðvitundarlaus þegar morðið átti sér stað.

Talið er ólíklegt að Nielsen verði tekinn af lífi en það eru sjö ár síðan dauðadómi var framfylgt í Nígeríu. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×