Tóku ekki undir gagnrýni Alexanders og sögðu sessunaut hans drepa alla von Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 17:01 Ekki voru allir sammála um hvort þetta mark Stjörnunnar ætti að fá að standa. Stöð 2 Sport Dómgæslan á leik Aftureldingar og Stjörnunnar var til umræðu í Bestu mörkunum en þjálfari Aftureldingar var afar ósáttur með dómarann eftir 3-1 tap sinna kvenna. Reiði Mosfellinga virtist fyrst og fremst tilkomin vegna marksins sem kom Stjörnunni í 2-1 á 85. mínútu en þeir töldu brotið á markverði sínum. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar en það tók góða stund að beina því að réttum manni. Í fyrstu beindi dómarinn Jakub Marcin Róg rauða spjaldinu að Alexander Aroni Davorssyni, einum af þjálfurum Aftureldingar. Það var hins vegar leiðrétt og Sigurbjartur Sigurjónsson, sem var á varamannabekk Aftureldingar skráður sem forráðamaður félagsins, var rekinn í burtu fyrir kjaftbrúk. „Þarna er staðan 2-1 og örlítið eftir. Ef það var möguleiki fyrir Aftureldingu að jafna metin þá dó hann þarna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Það hægist á öllu. Það var búið að vera mikið í gangi en svo hægist á öllu því það er einhver reikistefna við bekkinn þar sem enginn veit hvað gerðist. Svo fær Stjarnan horn og neglir þriðja markinu og þetta er búið,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin - Dómgæslan í Mosó Talið barst þá að gagnrýni Alexanders á það að annað mark Stjörnunnar í leiknum skyldi fá að standa. Lilja Dögg Valþórsdóttir virtist frekar sammála dómaranum. „Það er Aftureldingarvarnarmaður þarna við hliðina á Stjörnustelpunni. Þær eru þarna öxl í öxl og mér finnst líka eins og Auður [Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar] sé að koma þarna til að ná í boltann og hlaupi á hana. Þetta er svo mikið kraðak þarna,“ sagði Lilja. Stjarnan vildi líka fá vítaspyrnu á 15. mínútu þegar boltinn hrökk í hönd Sigrúnar Gunndísar Harðardóttur, fyrirliða Aftureldingar, innan teigs. „Í reglunum er þetta bara hendi og víti, eins leiðinlegt og það kann að hljóma,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir en brotið úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Stjarnan Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Reiði Mosfellinga virtist fyrst og fremst tilkomin vegna marksins sem kom Stjörnunni í 2-1 á 85. mínútu en þeir töldu brotið á markverði sínum. Rauða spjaldið fór á loft skömmu síðar en það tók góða stund að beina því að réttum manni. Í fyrstu beindi dómarinn Jakub Marcin Róg rauða spjaldinu að Alexander Aroni Davorssyni, einum af þjálfurum Aftureldingar. Það var hins vegar leiðrétt og Sigurbjartur Sigurjónsson, sem var á varamannabekk Aftureldingar skráður sem forráðamaður félagsins, var rekinn í burtu fyrir kjaftbrúk. „Þarna er staðan 2-1 og örlítið eftir. Ef það var möguleiki fyrir Aftureldingu að jafna metin þá dó hann þarna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Það hægist á öllu. Það var búið að vera mikið í gangi en svo hægist á öllu því það er einhver reikistefna við bekkinn þar sem enginn veit hvað gerðist. Svo fær Stjarnan horn og neglir þriðja markinu og þetta er búið,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin - Dómgæslan í Mosó Talið barst þá að gagnrýni Alexanders á það að annað mark Stjörnunnar í leiknum skyldi fá að standa. Lilja Dögg Valþórsdóttir virtist frekar sammála dómaranum. „Það er Aftureldingarvarnarmaður þarna við hliðina á Stjörnustelpunni. Þær eru þarna öxl í öxl og mér finnst líka eins og Auður [Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Aftureldingar] sé að koma þarna til að ná í boltann og hlaupi á hana. Þetta er svo mikið kraðak þarna,“ sagði Lilja. Stjarnan vildi líka fá vítaspyrnu á 15. mínútu þegar boltinn hrökk í hönd Sigrúnar Gunndísar Harðardóttur, fyrirliða Aftureldingar, innan teigs. „Í reglunum er þetta bara hendi og víti, eins leiðinlegt og það kann að hljóma,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir en brotið úr þættinum má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Afturelding Stjarnan Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira