Erlent

Skorar á heimildar­manninn að lýsa ó­þekktum örum eða húð­flúrum á líkama Musk

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Elon Musk er virkur á samfélagsmiðlum.
Elon Musk er virkur á samfélagsmiðlum. Getty/Raymond Hall

Auðjöfurinn Elon Musk þvertekur fyrir að hafa berað sig fyrir framan flugfreyju, líkt og haldið var fram í frétt Business Insider í gær Hann skorar á heimildarmann fjölmiðilsins að stíga fram og lýsa örum eða húðflúrum á líkama Musk sem almenningur veit ekki af.

Í frétt Business Insider í gær hafði blaðið eftir heimildarmanni að geimferðafyrirtækið SpaceX hafi greitt flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni.

Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd.

Fréttin var meðal annars byggð á yfirlýsingu vinar flugfreyjunnar og öðrum gögnum sem viðkomandi deildi með Business Insider.

Musk hefur gripið til varna á Twitter og segir hann þar að það sé af og frá að umrædd atvik hafi átt sér stað. Raunar skorar hann á heimildarmann Business Insider að lýsa einhverju á líkama Musk, svo sem örum eða húðflúrum, sem almenningur hafi ekki séð áður.

„Ég er með áskorun fyrir lygarann sem heldur því fram að ég hafi berað mig fyrir framan vin hans. Lýstu einhverju einu, hverju sem er (örum, húðflúrum,...) sem almenningur veit ekki um. Viðkomandi mun ekki geta það, vegna þess að þetta gerðist aldrei,“ tísti Musk.


Tengdar fréttir

Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju

Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016.

Ætla að láta Musk standa við gerðan samning

Stjórn samfélagsmiðilsins Twitter segist ætla að láta Elon Musk standa við gerðan samning um kaup hans á miðlinum fyrir 44 milljarða dollara. Musk reynir nú að nota hlutfall gervireikninga á Twitter til að gera breytingar á samningnum eða komast undan honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×