Musk sagður hafa berað sig við flugfreyju Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2022 23:11 Elon Musk stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/EPA Geimferðafyrirtækið SpaceX greiddi flugfreyju kvartmilljón dollara eftir að hún sakaði Elon Musk, eiganda fyrirtækisins, um að hafa berað sig fyrir framan hana og falast eftir kynlífi með henni. Atvikið er sagt hafa átt sér stað árið 2016. Business Insider segir að fyrirtækið hafi gert sátt við konuna og greitt henni 250.000 dollara árið 2018. Hún hafi unnið í áhöfn þotu sem SpaceX, meðal annars sem nuddari. Miðillinn byggir þetta á gögnum og viðtölum. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Varaforseti SpaceX vildi ekki tjá sig um ásakanirnar. Musk bað sjálfur Business Insider um lengri tíma til að svara spurningum um málið en sagði mun meira búa að baki. „Ef ég væri hneigður til að áreita kynferðislega þá væri ólíklegt að þetta væri í fyrsta skipti á öllum þrjátíu ára ferli mínum sem það kæmi í ljós,“ sagði Musk og kallaði fréttina „pólitíska árásargrein“. Vangaveltur voru uppi í gær um hvort að Musk undirbyggi jarðveginn fyrir óþægilegar fréttir af sér. Þá tísti hann um að „pólitískum árásum“ á hann ætti eftir að fjölga á næstunni, meðal annars í samhengi við að hann sagðist ætla að kjósa frekar Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum en Demókrataflokkinn. Spáði hann „lúabrögðum“ af hálfu demókrata gegn sér. In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold — Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Svo virðist sem að Musk hafi tíst um komandi árásir skömmu eftir að blaðamenn Business Insider leituðu eftir viðbrögðum hans í gær fyrir fréttina sem birtist í dag. This from a great editor at the Insider re timing of them seeking comment ...https://t.co/cMVIM55luA and note time stamp pic.twitter.com/KHxaDqsXxA— Clara Jeffery (@ClaraJeffery) May 19, 2022 SpaceX Bandaríkin Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Business Insider segir að fyrirtækið hafi gert sátt við konuna og greitt henni 250.000 dollara árið 2018. Hún hafi unnið í áhöfn þotu sem SpaceX, meðal annars sem nuddari. Miðillinn byggir þetta á gögnum og viðtölum. Konan hélt því fram að Musk hefði berað lim sinn í fullri reisn, nuddað fótlegg hennar án samþykkis hennar og boðist til að kaupa handa henni hest í skiptum fyrir erótískt nudd. Varaforseti SpaceX vildi ekki tjá sig um ásakanirnar. Musk bað sjálfur Business Insider um lengri tíma til að svara spurningum um málið en sagði mun meira búa að baki. „Ef ég væri hneigður til að áreita kynferðislega þá væri ólíklegt að þetta væri í fyrsta skipti á öllum þrjátíu ára ferli mínum sem það kæmi í ljós,“ sagði Musk og kallaði fréttina „pólitíska árásargrein“. Vangaveltur voru uppi í gær um hvort að Musk undirbyggi jarðveginn fyrir óþægilegar fréttir af sér. Þá tísti hann um að „pólitískum árásum“ á hann ætti eftir að fjölga á næstunni, meðal annars í samhengi við að hann sagðist ætla að kjósa frekar Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum en Demókrataflokkinn. Spáði hann „lúabrögðum“ af hálfu demókrata gegn sér. In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold — Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Svo virðist sem að Musk hafi tíst um komandi árásir skömmu eftir að blaðamenn Business Insider leituðu eftir viðbrögðum hans í gær fyrir fréttina sem birtist í dag. This from a great editor at the Insider re timing of them seeking comment ...https://t.co/cMVIM55luA and note time stamp pic.twitter.com/KHxaDqsXxA— Clara Jeffery (@ClaraJeffery) May 19, 2022
SpaceX Bandaríkin Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira