Torsóttur sigur Liverpool dugði skammt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Svekkelsi.
Svekkelsi. vísir/Getty

Liverpool gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en það dugði ekki til þess að klófesta meistaratitilinn þar sem Man City vann frækinn sigur á Aston Villa á sama tíma.

Það blés reyndar ekki byrlega fyrir Liverpool því Pedro Neto kom gestunum óvænt yfir strax á 3.mínútu leiksins.

Sadio Mane jafnaði metin á 24.mínútu og staðan í leikhléi 1-1 en Liverpool þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á titlinum.

Mohamed Salah kom inn af bekknum fyrir síðasta hálftímann og hjálpaði Liverpool að innbyrða að lokum 3-1 sigur þar sem Salah og Andy Robertson skoruðu á síðustu tíu mínútum leiksins.

Nokkrum mínútum áður hafði Man City hins vegar náð ótrúlegri endurkomu gegn Aston Villa og því þarf Liverpool að sætta sig við annað sætið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira