Enski boltinn

Ótrúlegur viðsnúningur bjargaði Everton frá falli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dominic Calwert-Lewin fullkomnaði endurkomu Everton.
Dominic Calwert-Lewin fullkomnaði endurkomu Everton. Michael Regan/Getty Images

Everton tryggði áframhaldandi veru sína í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Crystal Palace í kvöld. Lokatölur 3-2, en gestirnir í Crystal Palave höfðu 2-0 forystu þegar flautað var til hálfleiks.

Jean-Philippe Mateta kom gestunum yfir eftir rétt rúmlega tuttugu mínútna leik áður en Jordan Ayew sá til þess að Crystal Palace var með 2-0 forystu þegar gengið var til búningsherbergja með marki á 36. mínútu.

Michael Keane hélt heimamönnum á lífi þegar hann minnkaði muninn fyrir Everton með marki á 54. mínútu.

Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka jafnaði Richarlison metin fyrir Everton áður en Dominic Calvert-Lewin fullkomnaði endurkomu liðsins með marki á 85. mínútu.

Niðurstaðan varð því gríðarlega mikilvægur 3-2 sigur Everton og liðið er nú formlega búið að bjarga sér frá falli. Everton situr í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig fyrir lokaumferðina, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×