Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. maí 2022 06:43 Úkraínskir hermenn í haldi Rússa í Maríuól. AP Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkismiðlar Rússlands hafa fagnað ákvörðun Úkraínumanna að hætta bardögum í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól ákaft. Álitsgjafar í sjónvarpi, bloggarar og aðrir hafa lýst sigrinum sem þeim stærsta hernaðarsigri Rússa um árabil. Rússar segjast byrjaðir að nota nýja kynslóð leiservopna í Úkraínu. Þau vopn eiga að vera hönnuð til að brenna dróna á lofti og blinda gervihnetti. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að tekist hafi að brenna dróna í fimm kílómetra fjarlægð á fimm sekúndum. Á morgun halda Andersson og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, til Washington til fundar við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska hermanninum Valdim Shishimarin, 21 árs, sem er sakaður um að hafa skotið 62 ára mann til bana í norðausturhluta Úkraínu. Shishimarin er fyrsti hermaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum sem nú standa yfir en hann játaði sök við upphaf réttarhaldanna í dag. Örlög hundruða bardagamanna sem voru fluttir frá Azovstal-verksmiðjunni í gær eru óljós en rússneska þingið mun í dag fjalla um tillögu sem bannar fangaskipti á liðsmönnum Azov-sveitarinnar, sem voru meðal þeirra sem vörðust í Azovstal. Óljóst er hvort einhverjir meðlimir sveitarinnar eru meðal þeirra sem hafa gefist upp. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er sagður munu tilkynna í dag að hann eigi í viðræðum við Rússa, Úkraínumenn, Tyrki, Bandaríkjamenn og ESB um að koma útflutningi á kornvöru frá Úkraínu og áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aftur af stað. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkismiðlar Rússlands hafa fagnað ákvörðun Úkraínumanna að hætta bardögum í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól ákaft. Álitsgjafar í sjónvarpi, bloggarar og aðrir hafa lýst sigrinum sem þeim stærsta hernaðarsigri Rússa um árabil. Rússar segjast byrjaðir að nota nýja kynslóð leiservopna í Úkraínu. Þau vopn eiga að vera hönnuð til að brenna dróna á lofti og blinda gervihnetti. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að tekist hafi að brenna dróna í fimm kílómetra fjarlægð á fimm sekúndum. Á morgun halda Andersson og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, til Washington til fundar við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska hermanninum Valdim Shishimarin, 21 árs, sem er sakaður um að hafa skotið 62 ára mann til bana í norðausturhluta Úkraínu. Shishimarin er fyrsti hermaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum sem nú standa yfir en hann játaði sök við upphaf réttarhaldanna í dag. Örlög hundruða bardagamanna sem voru fluttir frá Azovstal-verksmiðjunni í gær eru óljós en rússneska þingið mun í dag fjalla um tillögu sem bannar fangaskipti á liðsmönnum Azov-sveitarinnar, sem voru meðal þeirra sem vörðust í Azovstal. Óljóst er hvort einhverjir meðlimir sveitarinnar eru meðal þeirra sem hafa gefist upp. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er sagður munu tilkynna í dag að hann eigi í viðræðum við Rússa, Úkraínumenn, Tyrki, Bandaríkjamenn og ESB um að koma útflutningi á kornvöru frá Úkraínu og áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aftur af stað. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira