Nottingham Forest í úrslit umspilsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 21:35 Leikmenn Nottingham Forest fögnuðu vel og innilega þegar sigurinn var í höfn. Michael Regan/Getty Images Nottingham Forest er á leið í hreinan úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 4-2 sigur gegn Sheffield United í vítaspyrnukeppni. Nottingham Forest vann fyrri leik liðanna 2-1 á Bramall Lane, heimavelli Sheffield United, og var því í bílstjórasætinu fyrir leik kvöldsins. Brennan Johnson kom heimamönnum í Nottingham Forest yfir á 19. mínútu leiksins og sá þannig til þess að staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs-White jafnaði svo metin fyrir Sheffield United snemma í síðari hálfleik áður en John Fleck kom liðinu yfir þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Það reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og samanlögð niðurstaða því 3-3 og framlenging framundan. Hvorugu liðinu tókst svo að stela sigrinu í framlenginunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Oliver Norwood var fyrstur á punktinn fyrir Sheffield United, en hann lét Brice Samba í marki Nottingham Forest verja frá sér. Brennan Johnson var fyrstur fyrir Nottingham Forest og hann kom liðinu í forystu með öruggu víti. Conor Hourihane skaut beint á markið fyrir gestina, en Brice Samba hreyfði sig ekki og varði sitt annað víti áður en Cafu kom heimamönnum í tveggja marka forystu. Sander Berge var þriðji á punktinn fyrir Sheffield United og hann skoraði fyrsta mark gestanna í vítaspyrnukeppninni, en Steve Cook kom Nottingham Forest í 3-1. Iliman Ndiaye þurfti því að skora til að halda þessu á lífi og það gerði hann af miklu öryggi. Joe Lolley fékk þá tækifæri til að klára dæmið fyrir heimamenn, en setti boltann hátt yfir. Gestirnir fengu því aðra líflínu, en Brice Samba varði sína þriðju spyrnu, í þetta skipti frá Morgan Gibbs-White. Niðurstaðan varð því 4-2 sigur Nottingham Forest í vítaspyrnukeppni og liðið er á leið í úrslit um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Sjá meira
Nottingham Forest vann fyrri leik liðanna 2-1 á Bramall Lane, heimavelli Sheffield United, og var því í bílstjórasætinu fyrir leik kvöldsins. Brennan Johnson kom heimamönnum í Nottingham Forest yfir á 19. mínútu leiksins og sá þannig til þess að staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs-White jafnaði svo metin fyrir Sheffield United snemma í síðari hálfleik áður en John Fleck kom liðinu yfir þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Það reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma og samanlögð niðurstaða því 3-3 og framlenging framundan. Hvorugu liðinu tókst svo að stela sigrinu í framlenginunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Oliver Norwood var fyrstur á punktinn fyrir Sheffield United, en hann lét Brice Samba í marki Nottingham Forest verja frá sér. Brennan Johnson var fyrstur fyrir Nottingham Forest og hann kom liðinu í forystu með öruggu víti. Conor Hourihane skaut beint á markið fyrir gestina, en Brice Samba hreyfði sig ekki og varði sitt annað víti áður en Cafu kom heimamönnum í tveggja marka forystu. Sander Berge var þriðji á punktinn fyrir Sheffield United og hann skoraði fyrsta mark gestanna í vítaspyrnukeppninni, en Steve Cook kom Nottingham Forest í 3-1. Iliman Ndiaye þurfti því að skora til að halda þessu á lífi og það gerði hann af miklu öryggi. Joe Lolley fékk þá tækifæri til að klára dæmið fyrir heimamenn, en setti boltann hátt yfir. Gestirnir fengu því aðra líflínu, en Brice Samba varði sína þriðju spyrnu, í þetta skipti frá Morgan Gibbs-White. Niðurstaðan varð því 4-2 sigur Nottingham Forest í vítaspyrnukeppni og liðið er á leið í úrslit um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Sjá meira