Lineker hefur ekki áhyggjur af Jake og segir að margir komi nú út úr skápnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 10:01 Jake Daniels, framherji Blackpool, sagði frá því í gær að hann sé samkynheigður. Skjámynd/SkySports Enski knattspyrnumaðurinn Jake Daniels varð í gær fyrsti fótboltamaðurinn í meira en þrjá áratugi sem segir frá því opinberlega að hann sé samkynhneigður. Tilkynning hans hefur fengið mikla umfjöllun í enskum miðlum og Jake varð á einu augabragði einn frægasti fótboltamaður þjóðarinnar. Blackpool s Jake Daniels talks about being the UK's first male professional footballer to come out publicly as gay since Justin Fashanu— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2022 Samkynhneigð í karlafótbolta hefur verið mikið tabú hingað til og samkynhneigðir fótboltamenn eru brenndir af því hvernig fór fyrir þeim sem steig þetta stóra skref fyrir þremur áratugum. Enginn spilandi fótboltamaður hefur nefnilega komið opinberlega út úr skápnum síðan Justin Fashanu gerði það 1990. Fashanu fékk mjög hörð og óvægin viðbrögð og endaði á því að taka sitt eigið líf árið 1998. Daniels er aðeins sautján ára gamall og er leikmaður Blackpool. Hann sagði það mikinn létti fyrir sig að hafa geta hætt þessum feluleik. Gary Lineker, fyrrum leikmaður og nú sjónvarpsstjarna, var einn af mörgum sem hefur veitt Jake stuðning í orði. Meðal þeirra sem hrósuðu honum líka voru Boris Johnson forsætisráðherra og enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane. #LCFC https://t.co/zvBlH3C6u3— LCFC Live (@LiveLCFC) May 16, 2022 „Ég held að honum verið tekið mjög vel,“ sagði Gary Lineker við BBC. „Ekki bara í hans eigin búningsklefa heldur einnig af mótherjum. Ég held að heilt yfir þá sé þetta ekkert sem búningsklefarnir séu að pæla í. Þeir munu hugsa um hvort þú sért góður fótboltamaður eða ekki. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Lineker. „Ég er ánægður með að hann er núna að feta slóð sem margir fleiri munu feta í kjölfarið. Fótboltinn verður betri fyrir vikið. Um leið og þeir sjá að meirihluti fólks mun taka þessu vel þá munu fleiri þora að koma út úr skápnum,“ sagði Lineker. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Gary Neville er líka ánægður með hugrekki Daniels. „Fótboltinn hefur hingað til ekki brugðist vel við þessu málefni,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. Hann hefur samt meiri áhyggjur af búningsklefanum heldur en áhorfendum. „Búningsklefinn getur verið illur og miskunnarlaus staður þegar við horfum á busavígslurnar sem sumir þurfa að fara í gegnum,“ sagði Neville. „Það var ótrúlegt hvernig Jake talaði og það sem hann gerði þarf mikið hugrekki. Þetta var mikilvægur dagur fyrir Jake og fjölskyldu hans en einnig fyrir enskan fótbolta. Þetta er sögulegt og er mjög stór tímamót fyrir fótboltann,“ sagði Neville. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Bretland England Hinsegin Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Tilkynning hans hefur fengið mikla umfjöllun í enskum miðlum og Jake varð á einu augabragði einn frægasti fótboltamaður þjóðarinnar. Blackpool s Jake Daniels talks about being the UK's first male professional footballer to come out publicly as gay since Justin Fashanu— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 16, 2022 Samkynhneigð í karlafótbolta hefur verið mikið tabú hingað til og samkynhneigðir fótboltamenn eru brenndir af því hvernig fór fyrir þeim sem steig þetta stóra skref fyrir þremur áratugum. Enginn spilandi fótboltamaður hefur nefnilega komið opinberlega út úr skápnum síðan Justin Fashanu gerði það 1990. Fashanu fékk mjög hörð og óvægin viðbrögð og endaði á því að taka sitt eigið líf árið 1998. Daniels er aðeins sautján ára gamall og er leikmaður Blackpool. Hann sagði það mikinn létti fyrir sig að hafa geta hætt þessum feluleik. Gary Lineker, fyrrum leikmaður og nú sjónvarpsstjarna, var einn af mörgum sem hefur veitt Jake stuðning í orði. Meðal þeirra sem hrósuðu honum líka voru Boris Johnson forsætisráðherra og enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane. #LCFC https://t.co/zvBlH3C6u3— LCFC Live (@LiveLCFC) May 16, 2022 „Ég held að honum verið tekið mjög vel,“ sagði Gary Lineker við BBC. „Ekki bara í hans eigin búningsklefa heldur einnig af mótherjum. Ég held að heilt yfir þá sé þetta ekkert sem búningsklefarnir séu að pæla í. Þeir munu hugsa um hvort þú sért góður fótboltamaður eða ekki. Það er það eina sem skiptir máli,“ sagði Lineker. „Ég er ánægður með að hann er núna að feta slóð sem margir fleiri munu feta í kjölfarið. Fótboltinn verður betri fyrir vikið. Um leið og þeir sjá að meirihluti fólks mun taka þessu vel þá munu fleiri þora að koma út úr skápnum,“ sagði Lineker. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Gary Neville er líka ánægður með hugrekki Daniels. „Fótboltinn hefur hingað til ekki brugðist vel við þessu málefni,“ sagði Gary Neville við Sky Sports. Hann hefur samt meiri áhyggjur af búningsklefanum heldur en áhorfendum. „Búningsklefinn getur verið illur og miskunnarlaus staður þegar við horfum á busavígslurnar sem sumir þurfa að fara í gegnum,“ sagði Neville. „Það var ótrúlegt hvernig Jake talaði og það sem hann gerði þarf mikið hugrekki. Þetta var mikilvægur dagur fyrir Jake og fjölskyldu hans en einnig fyrir enskan fótbolta. Þetta er sögulegt og er mjög stór tímamót fyrir fótboltann,“ sagði Neville. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Bretland England Hinsegin Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira