Vaktin: Bjóða upp verðlaunagripinn til styrktar Úkraínu Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 15. maí 2022 19:00 Meðlimir Kalush orchestra ásamt verðlaunagripnum sem þeir hyggjast bjóða upp til styrktar Úkraínu. Jens Büttner/Getty Úkraínumenn eru sigurreifir eftir að framlag landsins í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór með sigur af hólmi í gærkvöldi. Volodýmýr Zelenskí, forseti Úkraínu, heitir því að keppnin verði haldin í Maríupol, sem Rússar hafa nú á sínu valdi, einn daginn. Rússar hörfa nú frá Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, eftir að hafa látið sprengjum rigna yfir hana undanfarnar vikur. Harðir bardagar geisa enn í Donbas í austurhluta landsins. Breska varnarmálaráðuneytið telur að Rússar hafi misst allt að þriðjung landshersins sem þeir sendu inn í Úkraínu í febrúar. Ríkisstjóri í Lviv-héraði segir upplýsingar um fallna og særða ekki liggja fyrir eftir að Rússar skutu eldflaug á hernaðarmannvirki þar snemma í morgun. Árásir Rússa þar hafa meðal annars beinst að járnbrautarinnviðum en Lviv er nærri pólsku landamærunum. Þar í gegn hefur stór hluti vopnasendinga frá Atlantshafsbandalaginu farið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vestrænir ráðamenn segja innrás Rússa ganga illa og Úkraínumenn segjast hafa stöðvað allar sókniri Rússa í dag. Vinsælir rússneskir bloggarar eru hneykslaðir á vangetu rússneskra herforingja eftir að Úkraínumenn svo gott sem þurrkuðu út heila herdeild í austurhluta Úkraínu fyrr í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, og hópur þingmanna flokksins heimsóttu Kænugarð óvænt í gær. Þar funduðu þeir með Volodýmýr Zelenskí forseta. Nýr forseti Ungverjalands, Katalin Novak, fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu þegar hún var sett í embætti í gær. Ríkisstjórn Ungverjalands hefur fram að þessu neitað að senda vopn til nágrannalandsins Úkraínu og er mótfallin fyrirhuguðu innflutningsbanni Evrópusambandsins á rússneska olíu. Novak er bandamaður Viktors Orban, forsætisráðherra. Hann hefur einnig fordæmt stríðið en forðast að gagnrýna Vladímír Pútín Rússlandsforseta persónulega. Á bilinu 500 til 1.000 bílar fluttu óbreytta borgara frá Maríupol, sem er að mestu á valdi Rússa, til Zaporizhzhia í gær. Iryna Vereshtjúk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir viðræður standa yfir við Rússa um brottflutning um sextíu alvarlegra særðra hermanna sem hafa haldið til í stálverksmiðju í borginni.
Rússar hörfa nú frá Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, eftir að hafa látið sprengjum rigna yfir hana undanfarnar vikur. Harðir bardagar geisa enn í Donbas í austurhluta landsins. Breska varnarmálaráðuneytið telur að Rússar hafi misst allt að þriðjung landshersins sem þeir sendu inn í Úkraínu í febrúar. Ríkisstjóri í Lviv-héraði segir upplýsingar um fallna og særða ekki liggja fyrir eftir að Rússar skutu eldflaug á hernaðarmannvirki þar snemma í morgun. Árásir Rússa þar hafa meðal annars beinst að járnbrautarinnviðum en Lviv er nærri pólsku landamærunum. Þar í gegn hefur stór hluti vopnasendinga frá Atlantshafsbandalaginu farið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vestrænir ráðamenn segja innrás Rússa ganga illa og Úkraínumenn segjast hafa stöðvað allar sókniri Rússa í dag. Vinsælir rússneskir bloggarar eru hneykslaðir á vangetu rússneskra herforingja eftir að Úkraínumenn svo gott sem þurrkuðu út heila herdeild í austurhluta Úkraínu fyrr í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, og hópur þingmanna flokksins heimsóttu Kænugarð óvænt í gær. Þar funduðu þeir með Volodýmýr Zelenskí forseta. Nýr forseti Ungverjalands, Katalin Novak, fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu þegar hún var sett í embætti í gær. Ríkisstjórn Ungverjalands hefur fram að þessu neitað að senda vopn til nágrannalandsins Úkraínu og er mótfallin fyrirhuguðu innflutningsbanni Evrópusambandsins á rússneska olíu. Novak er bandamaður Viktors Orban, forsætisráðherra. Hann hefur einnig fordæmt stríðið en forðast að gagnrýna Vladímír Pútín Rússlandsforseta persónulega. Á bilinu 500 til 1.000 bílar fluttu óbreytta borgara frá Maríupol, sem er að mestu á valdi Rússa, til Zaporizhzhia í gær. Iryna Vereshtjúk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir viðræður standa yfir við Rússa um brottflutning um sextíu alvarlegra særðra hermanna sem hafa haldið til í stálverksmiðju í borginni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira