Vaktin: Bjóða upp verðlaunagripinn til styrktar Úkraínu Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 15. maí 2022 19:00 Meðlimir Kalush orchestra ásamt verðlaunagripnum sem þeir hyggjast bjóða upp til styrktar Úkraínu. Jens Büttner/Getty Úkraínumenn eru sigurreifir eftir að framlag landsins í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór með sigur af hólmi í gærkvöldi. Volodýmýr Zelenskí, forseti Úkraínu, heitir því að keppnin verði haldin í Maríupol, sem Rússar hafa nú á sínu valdi, einn daginn. Rússar hörfa nú frá Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, eftir að hafa látið sprengjum rigna yfir hana undanfarnar vikur. Harðir bardagar geisa enn í Donbas í austurhluta landsins. Breska varnarmálaráðuneytið telur að Rússar hafi misst allt að þriðjung landshersins sem þeir sendu inn í Úkraínu í febrúar. Ríkisstjóri í Lviv-héraði segir upplýsingar um fallna og særða ekki liggja fyrir eftir að Rússar skutu eldflaug á hernaðarmannvirki þar snemma í morgun. Árásir Rússa þar hafa meðal annars beinst að járnbrautarinnviðum en Lviv er nærri pólsku landamærunum. Þar í gegn hefur stór hluti vopnasendinga frá Atlantshafsbandalaginu farið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vestrænir ráðamenn segja innrás Rússa ganga illa og Úkraínumenn segjast hafa stöðvað allar sókniri Rússa í dag. Vinsælir rússneskir bloggarar eru hneykslaðir á vangetu rússneskra herforingja eftir að Úkraínumenn svo gott sem þurrkuðu út heila herdeild í austurhluta Úkraínu fyrr í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, og hópur þingmanna flokksins heimsóttu Kænugarð óvænt í gær. Þar funduðu þeir með Volodýmýr Zelenskí forseta. Nýr forseti Ungverjalands, Katalin Novak, fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu þegar hún var sett í embætti í gær. Ríkisstjórn Ungverjalands hefur fram að þessu neitað að senda vopn til nágrannalandsins Úkraínu og er mótfallin fyrirhuguðu innflutningsbanni Evrópusambandsins á rússneska olíu. Novak er bandamaður Viktors Orban, forsætisráðherra. Hann hefur einnig fordæmt stríðið en forðast að gagnrýna Vladímír Pútín Rússlandsforseta persónulega. Á bilinu 500 til 1.000 bílar fluttu óbreytta borgara frá Maríupol, sem er að mestu á valdi Rússa, til Zaporizhzhia í gær. Iryna Vereshtjúk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir viðræður standa yfir við Rússa um brottflutning um sextíu alvarlegra særðra hermanna sem hafa haldið til í stálverksmiðju í borginni.
Rússar hörfa nú frá Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, eftir að hafa látið sprengjum rigna yfir hana undanfarnar vikur. Harðir bardagar geisa enn í Donbas í austurhluta landsins. Breska varnarmálaráðuneytið telur að Rússar hafi misst allt að þriðjung landshersins sem þeir sendu inn í Úkraínu í febrúar. Ríkisstjóri í Lviv-héraði segir upplýsingar um fallna og særða ekki liggja fyrir eftir að Rússar skutu eldflaug á hernaðarmannvirki þar snemma í morgun. Árásir Rússa þar hafa meðal annars beinst að járnbrautarinnviðum en Lviv er nærri pólsku landamærunum. Þar í gegn hefur stór hluti vopnasendinga frá Atlantshafsbandalaginu farið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vestrænir ráðamenn segja innrás Rússa ganga illa og Úkraínumenn segjast hafa stöðvað allar sókniri Rússa í dag. Vinsælir rússneskir bloggarar eru hneykslaðir á vangetu rússneskra herforingja eftir að Úkraínumenn svo gott sem þurrkuðu út heila herdeild í austurhluta Úkraínu fyrr í vikunni. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, og hópur þingmanna flokksins heimsóttu Kænugarð óvænt í gær. Þar funduðu þeir með Volodýmýr Zelenskí forseta. Nýr forseti Ungverjalands, Katalin Novak, fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu þegar hún var sett í embætti í gær. Ríkisstjórn Ungverjalands hefur fram að þessu neitað að senda vopn til nágrannalandsins Úkraínu og er mótfallin fyrirhuguðu innflutningsbanni Evrópusambandsins á rússneska olíu. Novak er bandamaður Viktors Orban, forsætisráðherra. Hann hefur einnig fordæmt stríðið en forðast að gagnrýna Vladímír Pútín Rússlandsforseta persónulega. Á bilinu 500 til 1.000 bílar fluttu óbreytta borgara frá Maríupol, sem er að mestu á valdi Rússa, til Zaporizhzhia í gær. Iryna Vereshtjúk, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir viðræður standa yfir við Rússa um brottflutning um sextíu alvarlegra særðra hermanna sem hafa haldið til í stálverksmiðju í borginni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira