Raðmorðingi á kreiki í Bilbao Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2022 17:01 Hinn grunaði færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Bilbao. GettyImages Lögreglan í Baskalandi á Spáni hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt fjóra karlmenn í lok síðasta árs. Hinn grunaði raðmorðingi er 25 ára og rólegur og vinnusamur indælismaður að sögn tengdamóður hans. Fjórir karlmenn fundust látnir í hafnarborginni Bilbao í Baskalandi í september og október í fyrra. Alsæla fannst í líkum þessara fjögurra karla, en þó var ekkert sem benti til þess að mennirnir hefðu verið myrtir. Lögreglu fór þó að gruna að raðmorðingi væri á ferli í borginni þegar bróðir eins hinna látnu upplýsti lögreglu um að búið væri að tæma bankareikning hins látna. Við ítarlegri krufningu kom í ljós að allir fjórir höfðu látist af of stórum skammti af alsælu auk þess sem þeir höfðu allir notað sama stefnumótaappið fyrir karla sem leita karla. Einn slapp lifandi Í desember gerðist svo það að karlmaður í miðborg Bilbao komst við illan leik undan manni sem hann hafði kynnst á þessu sama stefnumótaappi, þegar hinn síðarnefndi reyndi að kyrkja hann. Tilræðismaðurinn lagði á flótta, en gleymdi í látunum bakpoka sínum. Í honum var flaska með fljótandi alsælu og skilríki sem tilheyrðu eða tengdust manni að nafni Nelson David. Lögregla setti þá aukinn kraft í rannsókn málsins, en hélt þó spilunum þétt að sér. Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku, rúmum fjórum mánuðum síðar, að dagblaðið El Correo birti mynd og nafn af umræddum Nelson David. Strax sama dag gaf Nelson David sig fram við lögreglu. Hann er 25 ára, frá Kólumbíu og hefur búið í 3 ár á Spáni. Hann sagðist ekkert vita um hvað málið snerist, hann hefði engan myrt eða reynt að myrða og lofaði lögreglu fullri samvinnu. Segir að hinn grunaði sé dagfarsprúður ljúflingur Nelson David hefur átt kærustu síðan í fyrrasumar. Hann starfar á kjúklingastað sem tengdamóðir hans á og rekur. Hún segir í samtali við fjölmiðla að það sé algerlega óhugsandi að Nelson David sé raðmorðingi og það skrímsli sem fjölmiðlar dragi upp af honum. Hann sé rólegur og indæll, vinnusamur og láti fara lítið fyrir sér. Nelson David er í haldi lögreglu. Hann þverneitar sök, en eftir að hann var handtekinn hefur annar karl gefið sig fram við lögreglu og greint frá því að hann hafi naumlega sloppið úr höndum manns sem reyndi að kyrkja hann. Nú er þess bara beðið hvort báðir hinir heppnu sem komust lífs af bendi á Nelson David sem tilræðismanninn. Fari svo fer heldur að syrta í álinn fyrir hinum annars dagfarsprúða Nelson David. Samfélag samkynhneigðra í Baskalandi hefur hins vegar skotið föstum skotum að lögreglunni fyrir að draga lappirnar í rannsókn þessa máls. Hún hafi haft upplýsingar um Nelson David í fjóra mánuði án þess að handtaka hann eða kalla hann til yfirheyrslu. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Fjórir karlmenn fundust látnir í hafnarborginni Bilbao í Baskalandi í september og október í fyrra. Alsæla fannst í líkum þessara fjögurra karla, en þó var ekkert sem benti til þess að mennirnir hefðu verið myrtir. Lögreglu fór þó að gruna að raðmorðingi væri á ferli í borginni þegar bróðir eins hinna látnu upplýsti lögreglu um að búið væri að tæma bankareikning hins látna. Við ítarlegri krufningu kom í ljós að allir fjórir höfðu látist af of stórum skammti af alsælu auk þess sem þeir höfðu allir notað sama stefnumótaappið fyrir karla sem leita karla. Einn slapp lifandi Í desember gerðist svo það að karlmaður í miðborg Bilbao komst við illan leik undan manni sem hann hafði kynnst á þessu sama stefnumótaappi, þegar hinn síðarnefndi reyndi að kyrkja hann. Tilræðismaðurinn lagði á flótta, en gleymdi í látunum bakpoka sínum. Í honum var flaska með fljótandi alsælu og skilríki sem tilheyrðu eða tengdust manni að nafni Nelson David. Lögregla setti þá aukinn kraft í rannsókn málsins, en hélt þó spilunum þétt að sér. Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku, rúmum fjórum mánuðum síðar, að dagblaðið El Correo birti mynd og nafn af umræddum Nelson David. Strax sama dag gaf Nelson David sig fram við lögreglu. Hann er 25 ára, frá Kólumbíu og hefur búið í 3 ár á Spáni. Hann sagðist ekkert vita um hvað málið snerist, hann hefði engan myrt eða reynt að myrða og lofaði lögreglu fullri samvinnu. Segir að hinn grunaði sé dagfarsprúður ljúflingur Nelson David hefur átt kærustu síðan í fyrrasumar. Hann starfar á kjúklingastað sem tengdamóðir hans á og rekur. Hún segir í samtali við fjölmiðla að það sé algerlega óhugsandi að Nelson David sé raðmorðingi og það skrímsli sem fjölmiðlar dragi upp af honum. Hann sé rólegur og indæll, vinnusamur og láti fara lítið fyrir sér. Nelson David er í haldi lögreglu. Hann þverneitar sök, en eftir að hann var handtekinn hefur annar karl gefið sig fram við lögreglu og greint frá því að hann hafi naumlega sloppið úr höndum manns sem reyndi að kyrkja hann. Nú er þess bara beðið hvort báðir hinir heppnu sem komust lífs af bendi á Nelson David sem tilræðismanninn. Fari svo fer heldur að syrta í álinn fyrir hinum annars dagfarsprúða Nelson David. Samfélag samkynhneigðra í Baskalandi hefur hins vegar skotið föstum skotum að lögreglunni fyrir að draga lappirnar í rannsókn þessa máls. Hún hafi haft upplýsingar um Nelson David í fjóra mánuði án þess að handtaka hann eða kalla hann til yfirheyrslu.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira