Raðmorðingi á kreiki í Bilbao Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2022 17:01 Hinn grunaði færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Bilbao. GettyImages Lögreglan í Baskalandi á Spáni hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt fjóra karlmenn í lok síðasta árs. Hinn grunaði raðmorðingi er 25 ára og rólegur og vinnusamur indælismaður að sögn tengdamóður hans. Fjórir karlmenn fundust látnir í hafnarborginni Bilbao í Baskalandi í september og október í fyrra. Alsæla fannst í líkum þessara fjögurra karla, en þó var ekkert sem benti til þess að mennirnir hefðu verið myrtir. Lögreglu fór þó að gruna að raðmorðingi væri á ferli í borginni þegar bróðir eins hinna látnu upplýsti lögreglu um að búið væri að tæma bankareikning hins látna. Við ítarlegri krufningu kom í ljós að allir fjórir höfðu látist af of stórum skammti af alsælu auk þess sem þeir höfðu allir notað sama stefnumótaappið fyrir karla sem leita karla. Einn slapp lifandi Í desember gerðist svo það að karlmaður í miðborg Bilbao komst við illan leik undan manni sem hann hafði kynnst á þessu sama stefnumótaappi, þegar hinn síðarnefndi reyndi að kyrkja hann. Tilræðismaðurinn lagði á flótta, en gleymdi í látunum bakpoka sínum. Í honum var flaska með fljótandi alsælu og skilríki sem tilheyrðu eða tengdust manni að nafni Nelson David. Lögregla setti þá aukinn kraft í rannsókn málsins, en hélt þó spilunum þétt að sér. Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku, rúmum fjórum mánuðum síðar, að dagblaðið El Correo birti mynd og nafn af umræddum Nelson David. Strax sama dag gaf Nelson David sig fram við lögreglu. Hann er 25 ára, frá Kólumbíu og hefur búið í 3 ár á Spáni. Hann sagðist ekkert vita um hvað málið snerist, hann hefði engan myrt eða reynt að myrða og lofaði lögreglu fullri samvinnu. Segir að hinn grunaði sé dagfarsprúður ljúflingur Nelson David hefur átt kærustu síðan í fyrrasumar. Hann starfar á kjúklingastað sem tengdamóðir hans á og rekur. Hún segir í samtali við fjölmiðla að það sé algerlega óhugsandi að Nelson David sé raðmorðingi og það skrímsli sem fjölmiðlar dragi upp af honum. Hann sé rólegur og indæll, vinnusamur og láti fara lítið fyrir sér. Nelson David er í haldi lögreglu. Hann þverneitar sök, en eftir að hann var handtekinn hefur annar karl gefið sig fram við lögreglu og greint frá því að hann hafi naumlega sloppið úr höndum manns sem reyndi að kyrkja hann. Nú er þess bara beðið hvort báðir hinir heppnu sem komust lífs af bendi á Nelson David sem tilræðismanninn. Fari svo fer heldur að syrta í álinn fyrir hinum annars dagfarsprúða Nelson David. Samfélag samkynhneigðra í Baskalandi hefur hins vegar skotið föstum skotum að lögreglunni fyrir að draga lappirnar í rannsókn þessa máls. Hún hafi haft upplýsingar um Nelson David í fjóra mánuði án þess að handtaka hann eða kalla hann til yfirheyrslu. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Fjórir karlmenn fundust látnir í hafnarborginni Bilbao í Baskalandi í september og október í fyrra. Alsæla fannst í líkum þessara fjögurra karla, en þó var ekkert sem benti til þess að mennirnir hefðu verið myrtir. Lögreglu fór þó að gruna að raðmorðingi væri á ferli í borginni þegar bróðir eins hinna látnu upplýsti lögreglu um að búið væri að tæma bankareikning hins látna. Við ítarlegri krufningu kom í ljós að allir fjórir höfðu látist af of stórum skammti af alsælu auk þess sem þeir höfðu allir notað sama stefnumótaappið fyrir karla sem leita karla. Einn slapp lifandi Í desember gerðist svo það að karlmaður í miðborg Bilbao komst við illan leik undan manni sem hann hafði kynnst á þessu sama stefnumótaappi, þegar hinn síðarnefndi reyndi að kyrkja hann. Tilræðismaðurinn lagði á flótta, en gleymdi í látunum bakpoka sínum. Í honum var flaska með fljótandi alsælu og skilríki sem tilheyrðu eða tengdust manni að nafni Nelson David. Lögregla setti þá aukinn kraft í rannsókn málsins, en hélt þó spilunum þétt að sér. Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku, rúmum fjórum mánuðum síðar, að dagblaðið El Correo birti mynd og nafn af umræddum Nelson David. Strax sama dag gaf Nelson David sig fram við lögreglu. Hann er 25 ára, frá Kólumbíu og hefur búið í 3 ár á Spáni. Hann sagðist ekkert vita um hvað málið snerist, hann hefði engan myrt eða reynt að myrða og lofaði lögreglu fullri samvinnu. Segir að hinn grunaði sé dagfarsprúður ljúflingur Nelson David hefur átt kærustu síðan í fyrrasumar. Hann starfar á kjúklingastað sem tengdamóðir hans á og rekur. Hún segir í samtali við fjölmiðla að það sé algerlega óhugsandi að Nelson David sé raðmorðingi og það skrímsli sem fjölmiðlar dragi upp af honum. Hann sé rólegur og indæll, vinnusamur og láti fara lítið fyrir sér. Nelson David er í haldi lögreglu. Hann þverneitar sök, en eftir að hann var handtekinn hefur annar karl gefið sig fram við lögreglu og greint frá því að hann hafi naumlega sloppið úr höndum manns sem reyndi að kyrkja hann. Nú er þess bara beðið hvort báðir hinir heppnu sem komust lífs af bendi á Nelson David sem tilræðismanninn. Fari svo fer heldur að syrta í álinn fyrir hinum annars dagfarsprúða Nelson David. Samfélag samkynhneigðra í Baskalandi hefur hins vegar skotið föstum skotum að lögreglunni fyrir að draga lappirnar í rannsókn þessa máls. Hún hafi haft upplýsingar um Nelson David í fjóra mánuði án þess að handtaka hann eða kalla hann til yfirheyrslu.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira