Erlent

Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu

Kjartan Kjartansson skrifar
Kistuberar hörfuðu undan ísraelskum lögreglumönnum sem létu kylfurnar tala.
Kistuberar hörfuðu undan ísraelskum lögreglumönnum sem létu kylfurnar tala. AP/Maya Levin

Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins.

Útför Shireen Abu Akleh fór fram í Austur-Jerúsalem í gær. Hún var skotin í höfuðið þegar hún fylgdist með aðgerð Ísraelshers í borginni Jenín á Vesturbakkanum í vikunni. Vitni halda því fram að ísraelskir hermenn hafi skotið hana en það hefur ekki verið staðfest.

Þúsundir syrgjenda fylgdu kistu hennar um götur borgarinnar. Sumir þeirra héldu á lofti palestínska fánanum og kyrjuðu „Palestína, Palestína“, að sögn AP-fréttastofunnar. Ísraelskar öryggissveitir bæla reglulega niður mótmæli til stuðnings sjálfstæðu ríki fyrir Palestínumenn í Austur-Jerúsalem.

Lögreglan segir að mannfjöldinn hafi sungið þjóðernissinnaðan undirróður, hunsað fyrirmæli um að láta af athæfinu og kastað steinum í lögreglumenn. Þeir hafi því „neyðst“ til þess að grípa til aðgerða.

Ísraelsher segist ekki hafa komist að neinni niðurstöðu um hvernig dauða Abu Akleh bar að og hvort að hún hafi verið skotin af ísraelskum eða palestínskum hermanni.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.