Conte skaut fyrst á Klopp og núna á Arteta: Hættu að væla svona mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 10:31 Antonio Conte gefur Mikel Arteta faðmlag fyrir leikinn í gærkvöldi. Getty/Tottenham Hotspur Antonio Conte og lærisveinar hans í Tottenham eru skrefi nær sæti í Meistaradeildinni eftir 3-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal í gær. Knattspyrnustjóri Arsenal var mjög ósáttur eftir leikinn en Conte sendi honum tóninn. Conte hafði áður skotið á Jürgen Klopp, sem gagnrýndi leikstíl Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Liverpool en að þessu sinni var komið að Mikel Arteta að fá orð í eyra. Eftir leikinn þá sagði Arteta ekki geta sagt satt um hvað hann væri að hugsa því þá endaði hann bara í sex mánaða banni. Arteta var mjög ósáttur með Paul Tierney sem dæmdi víti á Arsenal og rak Rob Holding út af fyrir tvö brot á Son Heung-Min. 'He complains a lot': Spurs boss Conte urges Arteta to focus on his own team https://t.co/zmcm1c3jhu pic.twitter.com/fiXfTUNrIG— Reuters (@Reuters) May 13, 2022 Arsenal er eftir einu stigi á undan Tottenham þegar tveir leikir eru eftir en þau eru að keppa um síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Mikel Arteta er virkilega góður þjálfari. Hann er nýbyrjaður í þessu starfi og mér finnst ég alltaf vera að hlusta á hann kvarta og kveina,“ sagði Antonio Conte. „Mér finnst að hann eigi að einbeita sér meira að sínu liði og hætta þessu væli því hann er bara að byrja í þessu starfi. Hann þarf að róa sig niður og halda áfram sinni vinnu því hann er mjög góður. Það er ekki gott að hlusta aftur og aftur á þjálfara kvarta og kveina. Þetta rauða spjald var augljóst,“ sagði Conte. Conte fór síðan að tala um tæklingu Fabinho á Son í leiknum á móti Liverpool. "He has just started this work and he needs to be calm."Antonio Conte says Mikel Arteta should focus more on his team and not complain as much after the Arsenal manager expressed his discontent with the red card decision in the #NLD pic.twitter.com/QXiJDO8zAA— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 12, 2022 „Ekki gleyma leiknum á móti Liverpool. Ég sagði þá ekkert um hvað Fabinho gerði við Son. Ef við viljum vera að kvarta þá værum við að tala um dómarann eftir alla leiki. Við getum alltaf kvartað undan ákvörðun, frestuðum leik eða einhverju öðru. Mitt ráð, ef hann vill taka við því, er að hætta þessu. Annars er mér sama,“ sagði Conte. „Ég tel að hann geti orðið mikilvægur þjálfari í framtíðinni en síðustu sex mánuði hef ég hlustað á endalaust væl í honum. Ég endurtek þetta bara ráð frá mér því annars er hann mjög góður,“ sagði Conte. Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira
Conte hafði áður skotið á Jürgen Klopp, sem gagnrýndi leikstíl Tottenham í 1-1 jafntefli á móti Liverpool en að þessu sinni var komið að Mikel Arteta að fá orð í eyra. Eftir leikinn þá sagði Arteta ekki geta sagt satt um hvað hann væri að hugsa því þá endaði hann bara í sex mánaða banni. Arteta var mjög ósáttur með Paul Tierney sem dæmdi víti á Arsenal og rak Rob Holding út af fyrir tvö brot á Son Heung-Min. 'He complains a lot': Spurs boss Conte urges Arteta to focus on his own team https://t.co/zmcm1c3jhu pic.twitter.com/fiXfTUNrIG— Reuters (@Reuters) May 13, 2022 Arsenal er eftir einu stigi á undan Tottenham þegar tveir leikir eru eftir en þau eru að keppa um síðasta sætið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Mikel Arteta er virkilega góður þjálfari. Hann er nýbyrjaður í þessu starfi og mér finnst ég alltaf vera að hlusta á hann kvarta og kveina,“ sagði Antonio Conte. „Mér finnst að hann eigi að einbeita sér meira að sínu liði og hætta þessu væli því hann er bara að byrja í þessu starfi. Hann þarf að róa sig niður og halda áfram sinni vinnu því hann er mjög góður. Það er ekki gott að hlusta aftur og aftur á þjálfara kvarta og kveina. Þetta rauða spjald var augljóst,“ sagði Conte. Conte fór síðan að tala um tæklingu Fabinho á Son í leiknum á móti Liverpool. "He has just started this work and he needs to be calm."Antonio Conte says Mikel Arteta should focus more on his team and not complain as much after the Arsenal manager expressed his discontent with the red card decision in the #NLD pic.twitter.com/QXiJDO8zAA— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 12, 2022 „Ekki gleyma leiknum á móti Liverpool. Ég sagði þá ekkert um hvað Fabinho gerði við Son. Ef við viljum vera að kvarta þá værum við að tala um dómarann eftir alla leiki. Við getum alltaf kvartað undan ákvörðun, frestuðum leik eða einhverju öðru. Mitt ráð, ef hann vill taka við því, er að hætta þessu. Annars er mér sama,“ sagði Conte. „Ég tel að hann geti orðið mikilvægur þjálfari í framtíðinni en síðustu sex mánuði hef ég hlustað á endalaust væl í honum. Ég endurtek þetta bara ráð frá mér því annars er hann mjög góður,“ sagði Conte.
Enski boltinn Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Sjá meira