„Ég fer í bann ef ég segi hvað mér finnst“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. maí 2022 23:30 Mikel Arteta var augljóslega ekki sáttur við dómgæsluna í kvöld. James Williamson - AMA/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var allt annað en sáttur eftir tapið gegn erkifjendum liðsins í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. „Ég get ekki gefið ykkur hreinskilið svar af því að þá fer ég í langt bann. Ég vill helst vera heiðarlegur, en ég get ekki verið það núna,“ sagði foxillur Arteta í leikslok. Eins og líklega flestir stuðningsmenn Arsenal þá vildi Arteta helst gleyma þessum leik og horfa frekar til framtíðar. „Ég er svo stoltur af mínum leikmönnum. Þessi leikur er búinn, við töpuðum og við sættum okkur við það. Nú einbeitum við okkur að Newcastle.“ Í leik kvöldsins voru tvö atvik sem höfðu mikil áhrif á útkomu hans. Annars vegar fengu heimamenn í Tottenham vítaspyrnu sem Harry Kane skoraði úr eftir um tuttugu mínútna leik og hins vegar var Rob Holding sendur af velli með sitt annað gula spjald á 33. eftir brot á Heung-Min Son. „Ég veit það ekki. Þessi ákvörðun var tekin og leikurinn er farinn,“ sagði Spánverjinn um vítaspyrnudóminn, en hann var ekki jafn rólegur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Ég fer í bann ef ég segi hvað mér finnst. En ég held að þið getið alveg lesið það á líkamstjáningu minni.“ Þrátt fyrir slæmt tap gegn erkifjendunum sagði Arteta þó að það væri lítið mál að koma mönnum aftur í gírinn fyrir næsta leik. „Ég er búinn að því nú þegar. Þessi leikur er búinn og nú einbeitum við okkur bara að Newcastle. Ég sagði þeim hversu stoltur ég væri af þeim og að ef við gerum það sama á móti Newcastle og við gerðum fyrsta hálftíman hér í kvöld þá verður þetta í góðu lagi,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
„Ég get ekki gefið ykkur hreinskilið svar af því að þá fer ég í langt bann. Ég vill helst vera heiðarlegur, en ég get ekki verið það núna,“ sagði foxillur Arteta í leikslok. Eins og líklega flestir stuðningsmenn Arsenal þá vildi Arteta helst gleyma þessum leik og horfa frekar til framtíðar. „Ég er svo stoltur af mínum leikmönnum. Þessi leikur er búinn, við töpuðum og við sættum okkur við það. Nú einbeitum við okkur að Newcastle.“ Í leik kvöldsins voru tvö atvik sem höfðu mikil áhrif á útkomu hans. Annars vegar fengu heimamenn í Tottenham vítaspyrnu sem Harry Kane skoraði úr eftir um tuttugu mínútna leik og hins vegar var Rob Holding sendur af velli með sitt annað gula spjald á 33. eftir brot á Heung-Min Son. „Ég veit það ekki. Þessi ákvörðun var tekin og leikurinn er farinn,“ sagði Spánverjinn um vítaspyrnudóminn, en hann var ekki jafn rólegur þegar hann var spurður út í rauða spjaldið. „Ég fer í bann ef ég segi hvað mér finnst. En ég held að þið getið alveg lesið það á líkamstjáningu minni.“ Þrátt fyrir slæmt tap gegn erkifjendunum sagði Arteta þó að það væri lítið mál að koma mönnum aftur í gírinn fyrir næsta leik. „Ég er búinn að því nú þegar. Þessi leikur er búinn og nú einbeitum við okkur bara að Newcastle. Ég sagði þeim hversu stoltur ég væri af þeim og að ef við gerum það sama á móti Newcastle og við gerðum fyrsta hálftíman hér í kvöld þá verður þetta í góðu lagi,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira