„Bensl-Geir“ gaf sig fram eftir mynd af skemmdarverkum Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 09:08 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, hitti mann sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla til að mótmæla hversu illa þeim er gjarnan lagt. Vísir/Vilhelm Hjólreiðamaður sem hefur stundað að bensla bremsur rafhlaupahjóla gaf sig fram við framkvæmdastjóra Hopp eftir að myndir birtust af honum við iðju sína. Framkvæmdastjórinn segir þau hafa náð sáttum en maðurinn vildi mótmæla illa lögðum rafhlaupahjólum með gjörningi sínum. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, birti myndir af manni að bennsla bremsur rafhlaupahjóla fyrirtækisins í Facebook-hópum á mánudag. Óskaði hún eftir því að ná tali af manninum án þess að blanda lögreglu í málið. Myndbirtingin varð til þess að maðurinn sendi Sæunni Ósk tölvupóst á mánudagskvöld og þau mæltu sér mót í gærmorgun. „Við áttum frábært spjall í morgun og við bara göngum sátt frá borði. Bæði kannski svolítið skelkuð, ég yfir að hafa sett þetta á netið og hann yfir að hafa gert þetta. Hann bað okkur afsökunar og ég gerði það líka fyrir að hafa birt myndir af honum opinberlega sem var kannski ekki alveg rétt af mér,“ sagði Sæunn Ósk í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Maðurinn, sem hún kallaði Bensl-Geir, hafi með gjörningnum viljað mótmæla hversu illa rafskútum sé oft lagt, þvert og kruss yfir göngu- og hjólastíga, þar sem þau geta skapað hættu fyrir aðra vegfarendur, sérstaklega hjólreiðafólk eins og Bensl-Geir. Hann hefði sjálfur lent í að keyra næstum á rafskútu og neyðst til að beygja út á götu. „Það var aldrei ásetningur hans að skaða einn né neinn. Hann skemmdi enga skútu. Þetta var bara hans leið til að mótmæla. Hann hafði reynt að ná í okkur en tókst það ekki þannig að hann mótmælti svona,“ sagði framkvæmdastjórinn. Vill skútustæði fyrir utan opinberar byggingar Niðurstaða sáttafundarins var að Hopp þarf að biðla frekar til fólks og notenda sinna að leggja skútunum betur. Sæunn Ósk sagðist alveg sammála gagnrýni Bensl-Geirs og slík umgengni gagnaðist notendum Hopp heldur ekki neitt. Hopp hefur óskað eftir því við borgaryfirvöld að rafhlaupahjólum verði gert hærra undir höfði í borgarlandinu. „Það eiga náttúrulega bara að vera skútustæði fyrir utan allar opinberar byggingar: sundlaugar, íþróttahús og skrifstofur, alveg eins og fyrir hjól. Fólk ferðast á skútunni til og frá vinnu. Af hverju á ekki að vera pláss fyrir hana?“ Sæunn Ósk telur að um leið og sýnilegra verður hvar eigi að leggja rafhlaupahjólum hljóti fólk að byrja að haga sér öðruvísi. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri rafhlaupahjólaleigunnar Hopp, birti myndir af manni að bennsla bremsur rafhlaupahjóla fyrirtækisins í Facebook-hópum á mánudag. Óskaði hún eftir því að ná tali af manninum án þess að blanda lögreglu í málið. Myndbirtingin varð til þess að maðurinn sendi Sæunni Ósk tölvupóst á mánudagskvöld og þau mæltu sér mót í gærmorgun. „Við áttum frábært spjall í morgun og við bara göngum sátt frá borði. Bæði kannski svolítið skelkuð, ég yfir að hafa sett þetta á netið og hann yfir að hafa gert þetta. Hann bað okkur afsökunar og ég gerði það líka fyrir að hafa birt myndir af honum opinberlega sem var kannski ekki alveg rétt af mér,“ sagði Sæunn Ósk í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Maðurinn, sem hún kallaði Bensl-Geir, hafi með gjörningnum viljað mótmæla hversu illa rafskútum sé oft lagt, þvert og kruss yfir göngu- og hjólastíga, þar sem þau geta skapað hættu fyrir aðra vegfarendur, sérstaklega hjólreiðafólk eins og Bensl-Geir. Hann hefði sjálfur lent í að keyra næstum á rafskútu og neyðst til að beygja út á götu. „Það var aldrei ásetningur hans að skaða einn né neinn. Hann skemmdi enga skútu. Þetta var bara hans leið til að mótmæla. Hann hafði reynt að ná í okkur en tókst það ekki þannig að hann mótmælti svona,“ sagði framkvæmdastjórinn. Vill skútustæði fyrir utan opinberar byggingar Niðurstaða sáttafundarins var að Hopp þarf að biðla frekar til fólks og notenda sinna að leggja skútunum betur. Sæunn Ósk sagðist alveg sammála gagnrýni Bensl-Geirs og slík umgengni gagnaðist notendum Hopp heldur ekki neitt. Hopp hefur óskað eftir því við borgaryfirvöld að rafhlaupahjólum verði gert hærra undir höfði í borgarlandinu. „Það eiga náttúrulega bara að vera skútustæði fyrir utan allar opinberar byggingar: sundlaugar, íþróttahús og skrifstofur, alveg eins og fyrir hjól. Fólk ferðast á skútunni til og frá vinnu. Af hverju á ekki að vera pláss fyrir hana?“ Sæunn Ósk telur að um leið og sýnilegra verður hvar eigi að leggja rafhlaupahjólum hljóti fólk að byrja að haga sér öðruvísi.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira