Leita manns sem sakaður er um að hafa benslað bremsur ótal hjóla Eiður Þór Árnason skrifar 9. maí 2022 20:03 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, deildi myndinni í tveimur stórum Facebook-hópum í kvöld. Samsett Framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík biðlar til manns sem grunaður er um að stunda stórfelld skemmdarverk á rafhlaupahjólum fyrirtækisins um að gefa sig fram. Maðurinn er sagður hafa stundað það lengi að bensla bremsur fastar á hjólunum með dragböndum og þannig gert þau ónothæf. Óttast stjórnendur að aðgerðir hans geti stefnt öryggi notenda í hættu. „Við erum bara að auglýsa eftir honum því okkur langar að hitta hann. Hann er greinilega mjög reiður út í okkur og mig langar að vita af hverju hann er að gera þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, í samtali við Vísi. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Skemmdarverkin hafi staðið yfir í rúmt ár og dæmi um að tíu slík rafhlaupahjól finnist á sólarhring. „Ég er bara hrædd um að þetta eigi eftir að valda einhverjum skaða. Að einhver skanni hjólið, taki ekki eftir þessu í myrkri og byrji svo að reyna að hjóla af stað. Ég veit ekki hvort viðkomandi gæti hreinlega bara slasað sig af því að bremsan er í rauninni bensluföst,“ bætir hún við. Noti sífellt þykkari bensli Sæunn segir skemmdarverkin valda ýmsum ama fyrir starfsfólk Hopps sem þurfi að elta uppi hlaupahjólin sem búið sé að eiga við og klippa á dragböndin. „Hann er alltaf að setja þykkari og þykkari bensli þannig að við þurfum alltaf að kaupa nýjar og nýjar klippur.“ Sæunn segir að fyrst núna hafi hún fengið myndir af einstaklingi stunda þennan verknað og því ákveðið að auglýsa eftir honum. Umræddur einstaklingur var á reiðhjóli og er framkvæmdastjórinn því viss um að fleira sameini þau en sundri. Rafhlaupahjól hafa notið aukinna vinsælda á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Ég vil bara hitta kauða. Hann er hjólreiðamaður þannig að við erum að bera út sama boðskapinn. Við viljum ferðast um á umhverfisvænan hátt og hvort við getum ekki eitthvað unnið saman að breyttri og bættri borg frekar en að hann sé að valda svona skemmdarverkum á skútunum okkar.“ Sæunn bætir við að Hopp Reykjavík hafi ekki áhuga á því að leita til lögreglu vegna málsins og vilji frekar leysa málið í sátt. Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
„Við erum bara að auglýsa eftir honum því okkur langar að hitta hann. Hann er greinilega mjög reiður út í okkur og mig langar að vita af hverju hann er að gera þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, í samtali við Vísi. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Skemmdarverkin hafi staðið yfir í rúmt ár og dæmi um að tíu slík rafhlaupahjól finnist á sólarhring. „Ég er bara hrædd um að þetta eigi eftir að valda einhverjum skaða. Að einhver skanni hjólið, taki ekki eftir þessu í myrkri og byrji svo að reyna að hjóla af stað. Ég veit ekki hvort viðkomandi gæti hreinlega bara slasað sig af því að bremsan er í rauninni bensluföst,“ bætir hún við. Noti sífellt þykkari bensli Sæunn segir skemmdarverkin valda ýmsum ama fyrir starfsfólk Hopps sem þurfi að elta uppi hlaupahjólin sem búið sé að eiga við og klippa á dragböndin. „Hann er alltaf að setja þykkari og þykkari bensli þannig að við þurfum alltaf að kaupa nýjar og nýjar klippur.“ Sæunn segir að fyrst núna hafi hún fengið myndir af einstaklingi stunda þennan verknað og því ákveðið að auglýsa eftir honum. Umræddur einstaklingur var á reiðhjóli og er framkvæmdastjórinn því viss um að fleira sameini þau en sundri. Rafhlaupahjól hafa notið aukinna vinsælda á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Ég vil bara hitta kauða. Hann er hjólreiðamaður þannig að við erum að bera út sama boðskapinn. Við viljum ferðast um á umhverfisvænan hátt og hvort við getum ekki eitthvað unnið saman að breyttri og bættri borg frekar en að hann sé að valda svona skemmdarverkum á skútunum okkar.“ Sæunn bætir við að Hopp Reykjavík hafi ekki áhuga á því að leita til lögreglu vegna málsins og vilji frekar leysa málið í sátt.
Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira