Enski boltinn

Gríðar­lega mikil­vægur sigur hjá E­ver­ton og West Ham skoraði fjögur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Everton fagna sigurmarki dagsins.
Leikmenn Everton fagna sigurmarki dagsins. Nick Potts/Getty Images

Everton vann lífsnauðsynlegan 2-1 útisigur á Leicester City í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Þá vann West Ham United 4-0 sigur á föllnu liði Norwich City.

Úkraínski varnarmaðurinn Vitali Mykolenko kom Everton yfir með frábæru marki strax á sjöttu mínútu en Patson Daka svaraði fyrir heimamenn skömmu síðar. Mason Holgate kom Everton aftur yfir í fyrri hálfleik og staðan 1-2 er gengið var til búningsherbergja.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik og Everton vann því 2-1 sigur sem lyftir liðinu upp úr fallsæti.

West Ham heimsótti Norwich í leit að hefnd eftir að tapa í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í vikunni. Saïd Benrahma kom gestunum yfir strax á 12. mínútu og áður en fyrri hálfleik var lokið hafði Michail Antonio tvöfaldaði forystuna og Benrahma bætt við öðru marki sínu og þriðja marki West Ham.

Í síðari hálfleik skoraði Manuel Lanzini úr vítaspyrnu eftir að mark var dæmt af Sam Byram hjá Norwich City þar sem boltinn fór í höndina á honum í aðdraganda marksins. Lokatölur á Carrow Road 0-4 og gestirnir geta farið upp fyrir Manchester United í 6. sæti deildarinnar vinni þeir leikinn sem þeir eiga til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×