Íslenski boltinn

Valur er með þau gæði að liðið á að klára þessa leiki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pétur Pétursson var langt frá því sáttur með frammistöðu liðs síns á Akureyri.
Pétur Pétursson var langt frá því sáttur með frammistöðu liðs síns á Akureyri. Vísir/Vilhelm

„Maður skilur pirringinn eftir svona leik. Valur er með þau gæði að liðið á að klára þessa leiki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna um leik Þórs/KA og Vals en Pétur Pétursson – þjálfari Íslandsmeistaranna – var vægast sagt ósáttur í leikslok.

„Þór/KA var mjög aftarlega á vellinum lungann af þessum leik og Valsliðið mikið með boltann, það getur verið dálítið „tricky“ að hafa þolinmæðina, fá hreyfanleikann í leikmenn, fá þessi djúpu hlaup. Þá reynir á liðið og Valsliðið féll svolítið á prófinu hvað það varðar fyrir mitt leyti í þessum leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um sitt fyrrum félag.

Í spilaranum hér að neðan má sjá mörkin en Sandra María Jessen skoraði fyrra mark heimakvenna. Hún sneri aftur í lið Þórs/KA í vetur eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku.

„Þar með jafnar Sandra María Jessen markamet sem Rakel Hönnudóttir á fyrir Þór/KA í efstu deild,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við.

„Maður hefur verið að bíða eftir þessu hjá Tiffany,“ sagði Helena um Tiffany McCarthy en hún lagði upp bæði mörk Þórs/KA í leiknum.

Greiningu Bestu markanna má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Bestu Mörkin: Valur er með þau gæði að liðið á að klára þessa leiki

Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.


Tengdar fréttir

Helena sýndi sokkinn frá Keflavík í Bestu mörkunum í gær

Kvennalið Keflavíkur hefur komið mörgum á óvart með frábærri frammistöðu sinni í fyrstu tveimur umferðum Bestu deildar kvenna en liðið er á toppnum með sex stig og markatöluna 5-0 eftir leiki við KR og Breiðablik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×