Man Utd eytt 5.7 milljónum punda í hvert stig frá því Sir Alex Ferguson hætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2022 08:00 Harry Maguire kostaði Manchester United 87 milljónir punda haustið 2019. EPA-EFE/ANDREW YATES Síðan hinn goðsagnakenndi Sir Alex Ferguson hætti sem þjálfari Manchester United hefur félagið eytt 5.7 milljónum punda í leikmannakaup og laun fyrir hvert stig sem það hefur fengið í ensku úrvalsdeildinni. Það samsvarar 927 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram í samantekt sem birtist á The Telegraph. Þar er vitnað í rannsókn Stefan Szymanski – sem skrifaði til að mynda bókina Soccernomics – og Kieran Maguire, fyrirlesara um fjármál í fótbolta við háskólann í Liverpool. Tilgangur rannsóknarinnar var að sjá svart á hvítu hvaða félög hafa eytt peningum sínum á skynsaman – og árangursríkan máta – og hvaða félög eru í raun að brenna peninga. Man United fellur undir síðari skilgreininguna. Revealed: Manchester United spent £5.7m per point after Sir Alex Ferguson quit | @timwig #mufc https://t.co/fXephRwLjI— Telegraph Football (@TeleFootball) May 6, 2022 Rannsóknin náði frá 2010 til 2020. Þar kemur fram að frá því að Sir Alex hætti vorið 2013 hafi Manchester United eytt 2.7 milljörðum punda í leikmannakaup og laun þeirra, meira en nokkuð annað félag í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að vinna einn einasta meistaratitil og í raun aldrei verið nálægt því. Samkvæmt útreikningum þeirra kostaði hvert stig sem Man Utd vann sér inn á þeim tíma 5.67 milljónir punda. Yfir tímann sem rannsóknin stóð yfir eyddi Manchester City 4.56 milljónum punda fyrir hvert stig sem safnað var í pokann. Á þeim tíma varð félagið þrívegis enskur meistari. Tottenham Hotspur kemur hvað best út úr rannsókninni en félagið eyddi 1.41 milljarði punda og náði í 699 stig. Það er milljarði punda minna en Arsenal eyddi til þess eins að ná einu stigi meira. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt sem birtist á The Telegraph. Þar er vitnað í rannsókn Stefan Szymanski – sem skrifaði til að mynda bókina Soccernomics – og Kieran Maguire, fyrirlesara um fjármál í fótbolta við háskólann í Liverpool. Tilgangur rannsóknarinnar var að sjá svart á hvítu hvaða félög hafa eytt peningum sínum á skynsaman – og árangursríkan máta – og hvaða félög eru í raun að brenna peninga. Man United fellur undir síðari skilgreininguna. Revealed: Manchester United spent £5.7m per point after Sir Alex Ferguson quit | @timwig #mufc https://t.co/fXephRwLjI— Telegraph Football (@TeleFootball) May 6, 2022 Rannsóknin náði frá 2010 til 2020. Þar kemur fram að frá því að Sir Alex hætti vorið 2013 hafi Manchester United eytt 2.7 milljörðum punda í leikmannakaup og laun þeirra, meira en nokkuð annað félag í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að vinna einn einasta meistaratitil og í raun aldrei verið nálægt því. Samkvæmt útreikningum þeirra kostaði hvert stig sem Man Utd vann sér inn á þeim tíma 5.67 milljónir punda. Yfir tímann sem rannsóknin stóð yfir eyddi Manchester City 4.56 milljónum punda fyrir hvert stig sem safnað var í pokann. Á þeim tíma varð félagið þrívegis enskur meistari. Tottenham Hotspur kemur hvað best út úr rannsókninni en félagið eyddi 1.41 milljarði punda og náði í 699 stig. Það er milljarði punda minna en Arsenal eyddi til þess eins að ná einu stigi meira.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Sjá meira