Þetta kemur fram í samantekt sem birtist á The Telegraph. Þar er vitnað í rannsókn Stefan Szymanski – sem skrifaði til að mynda bókina Soccernomics – og Kieran Maguire, fyrirlesara um fjármál í fótbolta við háskólann í Liverpool.
Tilgangur rannsóknarinnar var að sjá svart á hvítu hvaða félög hafa eytt peningum sínum á skynsaman – og árangursríkan máta – og hvaða félög eru í raun að brenna peninga. Man United fellur undir síðari skilgreininguna.
Revealed: Manchester United spent £5.7m per point after Sir Alex Ferguson quit | @timwig #mufc https://t.co/fXephRwLjI
— Telegraph Football (@TeleFootball) May 6, 2022
Rannsóknin náði frá 2010 til 2020. Þar kemur fram að frá því að Sir Alex hætti vorið 2013 hafi Manchester United eytt 2.7 milljörðum punda í leikmannakaup og laun þeirra, meira en nokkuð annað félag í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að vinna einn einasta meistaratitil og í raun aldrei verið nálægt því.
Samkvæmt útreikningum þeirra kostaði hvert stig sem Man Utd vann sér inn á þeim tíma 5.67 milljónir punda. Yfir tímann sem rannsóknin stóð yfir eyddi Manchester City 4.56 milljónum punda fyrir hvert stig sem safnað var í pokann. Á þeim tíma varð félagið þrívegis enskur meistari.
Tottenham Hotspur kemur hvað best út úr rannsókninni en félagið eyddi 1.41 milljarði punda og náði í 699 stig. Það er milljarði punda minna en Arsenal eyddi til þess eins að ná einu stigi meira.