Repúblikanar ætla að glæpavæða þungunarrof í Lúisíana Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2022 09:19 Þungunarrof er hitamál í Bandaríkjunum. Hér takast á stuðningsmenn og andstæðingar fyrir utan hæstaréttarbygginguna í Washington-borg árið 2020. Vísir/EPA Þungunarrof verður skilgreint sem morð og saksóknarar fá leyfi til að sækja konur til saka verði frumvarp sem fulltrúadeild ríkisþings Lúisíana í Bandaríkjunum hefur til meðferðar að lögum. Repúblikanar víða um landið hyggjast nú ganga á lagið þegar stefnir í að Hæstiréttur Bandaríkjanna ætli að afnema rétt kvenna til þungunarrofs. Frumvarpið var afgreitt út úr þingnefnd á miðvikudag. Washington Post segir að sérfræðingar telji að frumvarpið gæti einnig sett skorður við tæknifrjóvgunum og neyðargetnaðarvörn þar sem það myndi veita frjóvguðu eggi konu réttindi manneskju. Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum telja sig nú hafa himin höndum tekið eftir að drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli sem varðar strangar takmarkanir við þungunarrofi í Mississippi var lekið í vikunni. Með álitinu yrði dómafordæmi hæstaréttarins um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs snúið við. Einstökum ríkjum væri þá frjálst að takmarka eða þungunarrof enn frekar en þegar er orðið. „Við höfum beðið í fimmtíu ár eftir að komast á þennan stað,“ sagði Danny McCormick, ríkisþingmaður repúblikana og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Lúisíana er eitt þrettán ríkja sem eru þegar með lög sem gerðu þungunarrof sjálfkrafa ólögleg falli hæstaréttardómur á þennan veg. Líkt og flest ströng þungunarrofslög í Bandaríkjunum kveða þau á um sektir og refsingar fyrir þá sem framkvæma þungunarrof. Það er nýbreytni að ætla að refsa konum sem gangast undir slíka meðferð. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum beggja deilda færi það til ríkisstjórans Johns Bel Edwards til samþykkis. Hann er demókrati en hefur engu að síður stutt lög sem takmarka aðgengi að þungunarrofi í gegnum tíðina. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Frumvarpið var afgreitt út úr þingnefnd á miðvikudag. Washington Post segir að sérfræðingar telji að frumvarpið gæti einnig sett skorður við tæknifrjóvgunum og neyðargetnaðarvörn þar sem það myndi veita frjóvguðu eggi konu réttindi manneskju. Andstæðingar þungunarrofs í Bandaríkjunum telja sig nú hafa himin höndum tekið eftir að drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli sem varðar strangar takmarkanir við þungunarrofi í Mississippi var lekið í vikunni. Með álitinu yrði dómafordæmi hæstaréttarins um að konur njóti stjórnarskrárvarins réttar til þungunarrofs snúið við. Einstökum ríkjum væri þá frjálst að takmarka eða þungunarrof enn frekar en þegar er orðið. „Við höfum beðið í fimmtíu ár eftir að komast á þennan stað,“ sagði Danny McCormick, ríkisþingmaður repúblikana og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Lúisíana er eitt þrettán ríkja sem eru þegar með lög sem gerðu þungunarrof sjálfkrafa ólögleg falli hæstaréttardómur á þennan veg. Líkt og flest ströng þungunarrofslög í Bandaríkjunum kveða þau á um sektir og refsingar fyrir þá sem framkvæma þungunarrof. Það er nýbreytni að ætla að refsa konum sem gangast undir slíka meðferð. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins. Hljóti frumvarpið náð fyrir augum beggja deilda færi það til ríkisstjórans Johns Bel Edwards til samþykkis. Hann er demókrati en hefur engu að síður stutt lög sem takmarka aðgengi að þungunarrofi í gegnum tíðina.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01 Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Útspil hæstaréttar um þungunarrof gæti hrist upp í þingkosningum í haust Svipti Hæstiréttur Bandaríkjanna konur rétti til þungunarrofs gæti það haft óútreiknanleg áhrif á þing- og ríkiskosningar sem fara fram í haust. Stríðandi fylkingar í langvarandi menningarstríði telja báðar að slíkur dómur gæfi þeim byr undir báða vængi. 4. maí 2022 14:01
Hæstiréttur staðfestir að skjalið sé ófalsað og fyrirskipar rannsókn Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti í gær að drögum að meirihlutaáliti í máli er varðar rétt kvenna til þungunarrofs hefði lekið. Skjalið væri ófalsað en ekki lokaniðurstaða í málinu. 4. maí 2022 06:37