Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2022 22:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Kenneth Ferriera Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. Þetta segir Esper í nýrri bók og segir hann að Trump hafi sagt að mögulegt væri að halda þessum eldflaugaárásum leyndum. Samkvæmt Esper var þetta árið 2020 og sagði hann að allir í herberginu hefðu verið gáttaðir vegna þessarar uppástungu, sem vert er að taka fram að ekkert varð af. Trump mun hafa spurt Esper minnst tvisvar sinnum hvort þetta væri ekki hægt og sagði forsetinn ástæðuna vera að Mexíkóar hefðu ekki stjórn á landi þeirra. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Segir Trump samviskulausan og sjálfselskan Bók Espers verður gefin út í næstu viku en New York Times hefur eftir honum að honum hafi fundist hann vera að skrifa samtímasögu Bandaríkjanna. Einnig er haft eftir honum að Trump ætti ekki að vera í valdastöðu vegna þess að hann væri samviskulaus og sjálfselskur. Sjá einnig: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Hann segir að eftir að Trump var sýknaður af ákæru fyrir embættisbrot í fyrra skiptið hafi hann hagað sér eins og engin bönd væru á honum. Allar hans ákvarðanir í embætti hafi snúist um endurkjör hans. Spurði hvort hægt væri að skjóta mótmælendur Eftir umfangsmikil mótmæli víða um Bandaríkin í kjölfar morðs lögregluþjóna á George Floyd, segir Esper að Trump hafi lagt til að senda tíu þúsund hermenn á götur Washington DC til að stöðva mótmæli. „Getið þið ekki bara skotið þau?“ er Trump sagður hafa spurt um mótmælendur. Esper fer einnig hörðum orðum um Stephen Miller, sem var áhrifamikill ráðgjafi Trumps. hann segir Miller hafa einu sinni lagt til að senda 250 þúsund hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vegna flótta- og farandfólks sem átti að vera á leiðinni til Bandaríkjanna. Esper sagði Bandaríkin ekki geta sent 250 þúsund hermenn í „svoleiðis vitleysu“. Vildi dýfa höfði Baghdadis í svínsblóð Ráðherrann fyrrverandi segir að þegar verið var að fylgjast með árásinni þar sem Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp, hafi Miller lagt til að hermenn tækju höfuð leiðtoga Íslamska ríkisins svo hægt væri að dýfa því í svínsblóð og sína opinberlega til að draga móðinn úr öðrum hryðjuverkamönnum. Esper segist hafa bent Miller á að slíkt væri stríðsglæpur. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Þetta segir Esper í nýrri bók og segir hann að Trump hafi sagt að mögulegt væri að halda þessum eldflaugaárásum leyndum. Samkvæmt Esper var þetta árið 2020 og sagði hann að allir í herberginu hefðu verið gáttaðir vegna þessarar uppástungu, sem vert er að taka fram að ekkert varð af. Trump mun hafa spurt Esper minnst tvisvar sinnum hvort þetta væri ekki hægt og sagði forsetinn ástæðuna vera að Mexíkóar hefðu ekki stjórn á landi þeirra. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Segir Trump samviskulausan og sjálfselskan Bók Espers verður gefin út í næstu viku en New York Times hefur eftir honum að honum hafi fundist hann vera að skrifa samtímasögu Bandaríkjanna. Einnig er haft eftir honum að Trump ætti ekki að vera í valdastöðu vegna þess að hann væri samviskulaus og sjálfselskur. Sjá einnig: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Hann segir að eftir að Trump var sýknaður af ákæru fyrir embættisbrot í fyrra skiptið hafi hann hagað sér eins og engin bönd væru á honum. Allar hans ákvarðanir í embætti hafi snúist um endurkjör hans. Spurði hvort hægt væri að skjóta mótmælendur Eftir umfangsmikil mótmæli víða um Bandaríkin í kjölfar morðs lögregluþjóna á George Floyd, segir Esper að Trump hafi lagt til að senda tíu þúsund hermenn á götur Washington DC til að stöðva mótmæli. „Getið þið ekki bara skotið þau?“ er Trump sagður hafa spurt um mótmælendur. Esper fer einnig hörðum orðum um Stephen Miller, sem var áhrifamikill ráðgjafi Trumps. hann segir Miller hafa einu sinni lagt til að senda 250 þúsund hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vegna flótta- og farandfólks sem átti að vera á leiðinni til Bandaríkjanna. Esper sagði Bandaríkin ekki geta sent 250 þúsund hermenn í „svoleiðis vitleysu“. Vildi dýfa höfði Baghdadis í svínsblóð Ráðherrann fyrrverandi segir að þegar verið var að fylgjast með árásinni þar sem Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp, hafi Miller lagt til að hermenn tækju höfuð leiðtoga Íslamska ríkisins svo hægt væri að dýfa því í svínsblóð og sína opinberlega til að draga móðinn úr öðrum hryðjuverkamönnum. Esper segist hafa bent Miller á að slíkt væri stríðsglæpur.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila