Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2022 22:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Kenneth Ferriera Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því við Mark Esper, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að her Bandaríkjanna gæti skotið eldflaugum á Mexíkó. Þannig væri hægt að þurrka út fíkniefnaframleiðendur Mexíkó og verksmiðjur þeirra. Þetta segir Esper í nýrri bók og segir hann að Trump hafi sagt að mögulegt væri að halda þessum eldflaugaárásum leyndum. Samkvæmt Esper var þetta árið 2020 og sagði hann að allir í herberginu hefðu verið gáttaðir vegna þessarar uppástungu, sem vert er að taka fram að ekkert varð af. Trump mun hafa spurt Esper minnst tvisvar sinnum hvort þetta væri ekki hægt og sagði forsetinn ástæðuna vera að Mexíkóar hefðu ekki stjórn á landi þeirra. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Segir Trump samviskulausan og sjálfselskan Bók Espers verður gefin út í næstu viku en New York Times hefur eftir honum að honum hafi fundist hann vera að skrifa samtímasögu Bandaríkjanna. Einnig er haft eftir honum að Trump ætti ekki að vera í valdastöðu vegna þess að hann væri samviskulaus og sjálfselskur. Sjá einnig: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Hann segir að eftir að Trump var sýknaður af ákæru fyrir embættisbrot í fyrra skiptið hafi hann hagað sér eins og engin bönd væru á honum. Allar hans ákvarðanir í embætti hafi snúist um endurkjör hans. Spurði hvort hægt væri að skjóta mótmælendur Eftir umfangsmikil mótmæli víða um Bandaríkin í kjölfar morðs lögregluþjóna á George Floyd, segir Esper að Trump hafi lagt til að senda tíu þúsund hermenn á götur Washington DC til að stöðva mótmæli. „Getið þið ekki bara skotið þau?“ er Trump sagður hafa spurt um mótmælendur. Esper fer einnig hörðum orðum um Stephen Miller, sem var áhrifamikill ráðgjafi Trumps. hann segir Miller hafa einu sinni lagt til að senda 250 þúsund hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vegna flótta- og farandfólks sem átti að vera á leiðinni til Bandaríkjanna. Esper sagði Bandaríkin ekki geta sent 250 þúsund hermenn í „svoleiðis vitleysu“. Vildi dýfa höfði Baghdadis í svínsblóð Ráðherrann fyrrverandi segir að þegar verið var að fylgjast með árásinni þar sem Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp, hafi Miller lagt til að hermenn tækju höfuð leiðtoga Íslamska ríkisins svo hægt væri að dýfa því í svínsblóð og sína opinberlega til að draga móðinn úr öðrum hryðjuverkamönnum. Esper segist hafa bent Miller á að slíkt væri stríðsglæpur. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Hernaður Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Þetta segir Esper í nýrri bók og segir hann að Trump hafi sagt að mögulegt væri að halda þessum eldflaugaárásum leyndum. Samkvæmt Esper var þetta árið 2020 og sagði hann að allir í herberginu hefðu verið gáttaðir vegna þessarar uppástungu, sem vert er að taka fram að ekkert varð af. Trump mun hafa spurt Esper minnst tvisvar sinnum hvort þetta væri ekki hægt og sagði forsetinn ástæðuna vera að Mexíkóar hefðu ekki stjórn á landi þeirra. Esper segist hafa mótmælt þessu og að þá hafi Trump sagt að þetta væri ekkert mál og enginn myndi vita að eldflaugunum hefði verið skotið frá Bandaríkjunum. Ráðherrann fyrrverandi skrifar í bók sína að hefði hann ekki verið að horfa framan í Trump hefði hann verið sannfærður um að þetta væri brandari. Segir Trump samviskulausan og sjálfselskan Bók Espers verður gefin út í næstu viku en New York Times hefur eftir honum að honum hafi fundist hann vera að skrifa samtímasögu Bandaríkjanna. Einnig er haft eftir honum að Trump ætti ekki að vera í valdastöðu vegna þess að hann væri samviskulaus og sjálfselskur. Sjá einnig: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Hann segir að eftir að Trump var sýknaður af ákæru fyrir embættisbrot í fyrra skiptið hafi hann hagað sér eins og engin bönd væru á honum. Allar hans ákvarðanir í embætti hafi snúist um endurkjör hans. Spurði hvort hægt væri að skjóta mótmælendur Eftir umfangsmikil mótmæli víða um Bandaríkin í kjölfar morðs lögregluþjóna á George Floyd, segir Esper að Trump hafi lagt til að senda tíu þúsund hermenn á götur Washington DC til að stöðva mótmæli. „Getið þið ekki bara skotið þau?“ er Trump sagður hafa spurt um mótmælendur. Esper fer einnig hörðum orðum um Stephen Miller, sem var áhrifamikill ráðgjafi Trumps. hann segir Miller hafa einu sinni lagt til að senda 250 þúsund hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó vegna flótta- og farandfólks sem átti að vera á leiðinni til Bandaríkjanna. Esper sagði Bandaríkin ekki geta sent 250 þúsund hermenn í „svoleiðis vitleysu“. Vildi dýfa höfði Baghdadis í svínsblóð Ráðherrann fyrrverandi segir að þegar verið var að fylgjast með árásinni þar sem Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp, hafi Miller lagt til að hermenn tækju höfuð leiðtoga Íslamska ríkisins svo hægt væri að dýfa því í svínsblóð og sína opinberlega til að draga móðinn úr öðrum hryðjuverkamönnum. Esper segist hafa bent Miller á að slíkt væri stríðsglæpur.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Hernaður Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira