Tryggðu toppsætið og brutu 100 marka múrinn með stórsigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2022 18:15 Fulham raðaði inn mörkum. Clive Rose/Getty Images Fulham tryggði sér endanlega sigur í ensku B-deildinni með öruggum 7-0 sigri á Luton Town í kvöld. Nokkuð er síðan liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik en nú er toppsætið loks öruggt. Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og virtust gestirnir of uppteknir við að safna gulum spjöldum til að átta sig á að það væri verið að raða inn mörkum gegn þeim. Skoski miðjumaðurinn Tom Cairney kom Fulham á bragðið eftir hálftíma leik og Kenny Tete sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik. Ef gestirnir héldu að þeir ættu einhverja möguleika var slökkt á þeim snemma í síðari hálfleik og þar hélt mörkunum áfram að rigna inn. Fabio Carvalho skoraði þriðja mark Fulham á 54. mínútu, serbneski markakóngurinn Aleksandar Mitrović skoraði fjórða markið á 62. mínútu og Bobby Reid það fimmta aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Jean Michael Seri svo sjötta mark heimamanna og Mitrović bætti sjöunda markinu við áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 7-0 í hreint út sagt ótrúlegum leik, er þetta þriðji 7-0 sigur Fulham á leiktíðinni. Gestirnir í Luton Town unnu þó spjaldaleikinn, lokatölur í gulum spjöldum 2-6. Fulham hefur nú tryggt toppsæti Championship-deildarinnar en liðið er með 90 stig þegar ein umferð er eftir. Þá braut liðið 100 marka múrinn með markaveislu kvöldsins en Fulham hefur skorað alls 106 deildarmörk á leiktíðinni - þar af hefur Mitrović skorað 43 stykki. Markamet deildarinnar er 108 mörk og ekki ólíklegt að Fulham slái það í lokaumferðinni. . Doing it the Fulham way. #FULLUT pic.twitter.com/Swffrgbqog— Fulham Football Club: Promoted (@FulhamFC) May 2, 2022 Luton Town er hins vegar enn í harðri barátt um umspilssæti en liðið er í 6. sæti með 72 stig líkt og Sheffield United sem er sæti ofar. Middlesbrough er svo þar fyrir neðan með 70. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Sigur heimamanna var í raun aldrei í hættu og virtust gestirnir of uppteknir við að safna gulum spjöldum til að átta sig á að það væri verið að raða inn mörkum gegn þeim. Skoski miðjumaðurinn Tom Cairney kom Fulham á bragðið eftir hálftíma leik og Kenny Tete sá til þess að staðan var 2-0 í hálfleik. Ef gestirnir héldu að þeir ættu einhverja möguleika var slökkt á þeim snemma í síðari hálfleik og þar hélt mörkunum áfram að rigna inn. Fabio Carvalho skoraði þriðja mark Fulham á 54. mínútu, serbneski markakóngurinn Aleksandar Mitrović skoraði fjórða markið á 62. mínútu og Bobby Reid það fimmta aðeins tveimur mínútum síðar. Þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Jean Michael Seri svo sjötta mark heimamanna og Mitrović bætti sjöunda markinu við áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 7-0 í hreint út sagt ótrúlegum leik, er þetta þriðji 7-0 sigur Fulham á leiktíðinni. Gestirnir í Luton Town unnu þó spjaldaleikinn, lokatölur í gulum spjöldum 2-6. Fulham hefur nú tryggt toppsæti Championship-deildarinnar en liðið er með 90 stig þegar ein umferð er eftir. Þá braut liðið 100 marka múrinn með markaveislu kvöldsins en Fulham hefur skorað alls 106 deildarmörk á leiktíðinni - þar af hefur Mitrović skorað 43 stykki. Markamet deildarinnar er 108 mörk og ekki ólíklegt að Fulham slái það í lokaumferðinni. . Doing it the Fulham way. #FULLUT pic.twitter.com/Swffrgbqog— Fulham Football Club: Promoted (@FulhamFC) May 2, 2022 Luton Town er hins vegar enn í harðri barátt um umspilssæti en liðið er í 6. sæti með 72 stig líkt og Sheffield United sem er sæti ofar. Middlesbrough er svo þar fyrir neðan með 70. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira