Enski boltinn

Håland hefði farið til Man Utd hefði Dort­mund ekki sam­þykkt klá­súluna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Var hársbreidd frá því að semja við Manchester United.
Var hársbreidd frá því að semja við Manchester United. Mario Hommes/Getty Images

Norski framherjinn Erling Braut Håland hefði samið við Manchester United sumarið 2020 hefði Borussia Dortmund ekki samþykkt að setja klásúlu í samning leikmannsins sem hægt verður að virkja í sumar.

Ákvörðun Håland að fara til Dortmund hefur reynst báðum aðilum vel þar sem hann hefur skorað 58 mörk í 64 leikjum fyrir félagið. Þegar hann yfirgaf Red Bull Salzburg í janúar 2020 var talið líklegt að hann færi til Manchester United þar sem samlandi hans Ole Gunnar Solskjær var þjálfari.

Vistaskiptin hefðu orðið að veruleika hefði Dortmund ekki samþykkt klásúlu sem gerir Håland kleift að yfirgefa félagið nokkuð ódýrt í sumar. Frá þessu greindi Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri, Dortmund nýverið.

„Við samþykktum klásúluna, annars hefði hann farið til Manchester United,“ sagði Watzke í útvarpsviðtali á dögunum.

Nú virðist sem hinn 21 árs gamli Håland sé loks á leið til Manchester-borgar, en þó ekki rauða hlutans. Talið er að norski framherjinn hafi þegar samið við Manchester City og mun því leika í ljósbláu á næstu leiktíð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.