Vaktin: Öryggisráð Moldóvu kallað saman vegna árása í Transnistríu Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. apríl 2022 06:48 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Michael Probst Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Mark Milley, sem fer fyrir bandaríska herforingjaráðinu, segir næstu vikur muni skipta sköpum í átökunum í Úkraínu. Fundurinn í Þýskalandi í dag snúist um að skipuleggja sem bestan stuðning við Úkraínumenn á þeim tíma. Bretar áætla að um það bil 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu frá því að innrásin hófst. James Heappey, ráðherra hernaðarmála, segir þó engan eiga að gleðjast yfir því að þessir menn snúi ekki aftur til fjölskyldna sinna. Heappey segir ekki óumflýjanlegt að Rússar nái Donbas á sitt vald. Úkraínumenn séu í varnarstöðum sem þeir hafi undirbúið í átta ár og að með góðum stuðningi eigi þeir möguleika á því að standa sókn Rússa af sér. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir yfirlýsingar rússneska utanríkisráðherrans um möguleikann á þriðju heimstyrjöldinni aðeins til marks um að Rússar skynji að ósigur sé mögulegur í Úkraínu. Síðasta von þeirra sé að hræða önnur ríki frá því að aðstoða Úkraínumenn. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að árásir á stjórnarbyggingu í Transnistríu í Móldóvu, þar sem aðskilnaðarsinnar ráða ríkjum, hafi verið skipulögð af rússneskum öryggisyfirvöldum til að skapa andúð í garð Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Mark Milley, sem fer fyrir bandaríska herforingjaráðinu, segir næstu vikur muni skipta sköpum í átökunum í Úkraínu. Fundurinn í Þýskalandi í dag snúist um að skipuleggja sem bestan stuðning við Úkraínumenn á þeim tíma. Bretar áætla að um það bil 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu frá því að innrásin hófst. James Heappey, ráðherra hernaðarmála, segir þó engan eiga að gleðjast yfir því að þessir menn snúi ekki aftur til fjölskyldna sinna. Heappey segir ekki óumflýjanlegt að Rússar nái Donbas á sitt vald. Úkraínumenn séu í varnarstöðum sem þeir hafi undirbúið í átta ár og að með góðum stuðningi eigi þeir möguleika á því að standa sókn Rússa af sér. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir yfirlýsingar rússneska utanríkisráðherrans um möguleikann á þriðju heimstyrjöldinni aðeins til marks um að Rússar skynji að ósigur sé mögulegur í Úkraínu. Síðasta von þeirra sé að hræða önnur ríki frá því að aðstoða Úkraínumenn. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að árásir á stjórnarbyggingu í Transnistríu í Móldóvu, þar sem aðskilnaðarsinnar ráða ríkjum, hafi verið skipulögð af rússneskum öryggisyfirvöldum til að skapa andúð í garð Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Moldóva Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira