Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 25. apríl 2022 06:52 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. Í bandarísku sendinefndinni voru meðal annarra Antony Blinken utanríkisráðherra og Lloyd Austin varnarmálaráðherra. Austin ræddi við blaðamenn við landamæri Úkraínu og Póllands í morgun en á morgun heldur hann til Þýskalands, þar sem fleiri fundir eru á dagskrá. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að hættan á kjarnorkustyrjöld brjótist út vegna átakana í Úkraínu sé bæði raunveruleg og alvarleg. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun útnefna sendiherra sinn í Úkraínu á næstunni en Bandaríkjamenn greindu frá því gær að sendifulltrúar þeirra í landinu myndu snúa aftur þangað í þessari viku. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði verður áfram lokað en Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá því að sendiráð Bretlands í borginni yrði opnað á ný í þessari viku. Breska varnarmálaráðuneytið segir að sú staðreynd að rússnesk hermálayfirvöld munu sjá um bótagreiðslur til handa fjölskyldum sem hafa misst ástvini í stríðinu frekar en borgaraleg stofnun, benda til þess að hylma eigi yfir raunverulegan fjölda þeirra sem hafa fallið. Eldur logar í olíubirgðastöð í Bryansk í Rússlandi, sem er um hundrað kílómetra norður af landamærunum að Úkraínu. Engar upplýsingar liggja fyrir um orsök eldsins. Borgaryfirvöld í Zaporizhzhia undirbúa sig nú undir mögulegar árásir en borgin er eina stórborgin í suðausturhluta Úkraínu sem er enn undir stjórn Úkraínumanna. Um 70 prósent hérðsins er á valdi Rússa. Igor Zhovkva, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, hefur gagnrýnt boðaðan fund Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og utanríkisráðherranum Sergei Lavrov og segir Guterres ekki hafa umboð til að tala fyrir úkraínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Bretar áætlar að fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum og hátt í 600 brynvörð farartæki eyðilagst. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Í bandarísku sendinefndinni voru meðal annarra Antony Blinken utanríkisráðherra og Lloyd Austin varnarmálaráðherra. Austin ræddi við blaðamenn við landamæri Úkraínu og Póllands í morgun en á morgun heldur hann til Þýskalands, þar sem fleiri fundir eru á dagskrá. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að hættan á kjarnorkustyrjöld brjótist út vegna átakana í Úkraínu sé bæði raunveruleg og alvarleg. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun útnefna sendiherra sinn í Úkraínu á næstunni en Bandaríkjamenn greindu frá því gær að sendifulltrúar þeirra í landinu myndu snúa aftur þangað í þessari viku. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði verður áfram lokað en Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá því að sendiráð Bretlands í borginni yrði opnað á ný í þessari viku. Breska varnarmálaráðuneytið segir að sú staðreynd að rússnesk hermálayfirvöld munu sjá um bótagreiðslur til handa fjölskyldum sem hafa misst ástvini í stríðinu frekar en borgaraleg stofnun, benda til þess að hylma eigi yfir raunverulegan fjölda þeirra sem hafa fallið. Eldur logar í olíubirgðastöð í Bryansk í Rússlandi, sem er um hundrað kílómetra norður af landamærunum að Úkraínu. Engar upplýsingar liggja fyrir um orsök eldsins. Borgaryfirvöld í Zaporizhzhia undirbúa sig nú undir mögulegar árásir en borgin er eina stórborgin í suðausturhluta Úkraínu sem er enn undir stjórn Úkraínumanna. Um 70 prósent hérðsins er á valdi Rússa. Igor Zhovkva, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, hefur gagnrýnt boðaðan fund Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og utanríkisráðherranum Sergei Lavrov og segir Guterres ekki hafa umboð til að tala fyrir úkraínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Bretar áætlar að fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum og hátt í 600 brynvörð farartæki eyðilagst. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira