Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. apríl 2022 13:01 Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem stundar m.a. skógrækt á Snæfellsnesi með manni sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er enn og ný þáttaskil í sögu skólans því Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi er að taka við skólanum í lok sumars. Í dag eru 116 nemendur í skólanum í staðarnámi og fjarnámi. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands líst mjög vel á að taka Garðyrkjuskólann yfir til sín. „Þetta er spennandi verkefni og mikil áskorun, við ætlum að gera þetta vel,“ segir Olga Lísa. Verða sömu brautir og sama nám eins og er í dag? „Það stefnir í það já, en við eigum auðvitað eftir að sníða þetta betur að framhaldsskólakerfinu, það mun taka einhvern tíma. Verklega kennslan verður áfram á Reykjum, við erum ekki með neina aðstöðu á Selfossi, auðvitað á hún heima á Reykjum. En það þarf að bæta úr gróðurhúsunum verulega til þess að það sé hægt að halda þeim klassa á þessu námi eins og við viljum að sé,“ segir Olga Lísa. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands tók þátt í hátíðarhöldum í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Olga Lísa segist eiga von á góðri aðsókn í skólann í haust enda mikill áhugi á garðyrkju í landinu, auk umhverfismála, skógræktar og landgræðslu, blómaskreytinga, ylrækt og skrúðgarðyrkju. En er skólameistarinn með græna fingur? „Já pínulítið, ég stunda skógrækt með manninum mínum, sem er mikill skógarbóndi. Ég er alltaf að fá betri og betri lit á hendurnar, þar að segja grænan. Við erum í skógrækt á Skógarströnd á Snæfellsnesinu", segir Olga Lísa, skólameistari. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er skólinn að fara undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Árborg Landbúnaður Garðyrkja Skóla - og menntamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er enn og ný þáttaskil í sögu skólans því Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi er að taka við skólanum í lok sumars. Í dag eru 116 nemendur í skólanum í staðarnámi og fjarnámi. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands líst mjög vel á að taka Garðyrkjuskólann yfir til sín. „Þetta er spennandi verkefni og mikil áskorun, við ætlum að gera þetta vel,“ segir Olga Lísa. Verða sömu brautir og sama nám eins og er í dag? „Það stefnir í það já, en við eigum auðvitað eftir að sníða þetta betur að framhaldsskólakerfinu, það mun taka einhvern tíma. Verklega kennslan verður áfram á Reykjum, við erum ekki með neina aðstöðu á Selfossi, auðvitað á hún heima á Reykjum. En það þarf að bæta úr gróðurhúsunum verulega til þess að það sé hægt að halda þeim klassa á þessu námi eins og við viljum að sé,“ segir Olga Lísa. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands tók þátt í hátíðarhöldum í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Olga Lísa segist eiga von á góðri aðsókn í skólann í haust enda mikill áhugi á garðyrkju í landinu, auk umhverfismála, skógræktar og landgræðslu, blómaskreytinga, ylrækt og skrúðgarðyrkju. En er skólameistarinn með græna fingur? „Já pínulítið, ég stunda skógrækt með manninum mínum, sem er mikill skógarbóndi. Ég er alltaf að fá betri og betri lit á hendurnar, þar að segja grænan. Við erum í skógrækt á Skógarströnd á Snæfellsnesinu", segir Olga Lísa, skólameistari. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er skólinn að fara undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Árborg Landbúnaður Garðyrkja Skóla - og menntamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira