Garðyrkja

Fréttamynd

Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit

Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri.

Innlent
Fréttamynd

83 ára með stórglæsilegan garð á Selfossi

Einn fallegasti garðurinn á Selfossi, sem er meira og minna með fjölærum plöntum fær mikla natni og umhirðu frá eiganda sínum en það er 83 ára gömul kona, sem eyðir meira og minna öllum sínum stundum í garðinum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég fann ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessu“

Eldri borgari í Hveragerði segir að sér hafi ekki orðið meint af eftir að hún smakkaði ber á dularfullri plöntu í gróðurhúsi sonar síns í Biskupstungum. Hún kveðst þakklát fyrir að hafa einungis smakkað eitt ber, en hefði hún smakkað fleiri hefði hún getað upplifað ofskynjanir, ógleði, iðraverki og í miklu magni geta berin valdið andnauð og jafnvel hjartastoppi. Hún hyggst fjarlæga plöntuna barnabarnanna vegna.

Innlent
Fréttamynd

Magnaður ævintýragarður á Akureyri þar sem er ókeypis inn

Það er mikið ævintýri að skoða Ævintýragarðinn við Oddeyrargötu á Akureyri því þar hefur eigandinn smíðað ýmsar skemmtilegar persónur úr þekktum ævintýrum og dreift um garðinn. Gamlir tannburstar eigandans eru í aðalhlutverki á einu verkanna. Sjón er sögu ríkari.

Innlent
Fréttamynd

Garð­sláttur: Að vera eða ekki vera grasa­sni

Ein af plágum sumars og nábýlis eru garðsláttumenn sem ekki mega grænt strá sjá án þess að ráðast til atlögu við það með stórvirkum gereyðingartólum. Sláttufíkn eða ofvirkni er talsvert útbreidd og klögumál, sem af því spretta nokkuð tíð. Menn verða að gæta hófs og sýna tillitssemi í garðslætti eins og öðrum athöfnum, sem geta plagað nágranna. En sumir vaxa aldrei úr grasi í því efni.

Skoðun
Fréttamynd

Gróður svartur og brenndur eftir vor­lægðirnar

Plöntur sem alla jafna eru orðnar blómstrandi grænar á þessum árstíma eru margar hverjar svartar og brunnar eftir vorlægðirnar. Þá hefur sumarblómasala verði dræm í rokinu en starfsmaður hjá Garðheimum segir fólk seinna á ferðinni en undanfarin ár.

Innlent
Fréttamynd

Mikil uppbygging á döfinni í eina Garðyrkjuskóla landsins

Ráðherra menntamála boðar mikla uppbyggingu í eina Garðyrkjuskóla landsins, sem er til húsa á Reykjum í Ölfusi. Mikill áhugi er á námi í skólanum en hann fór frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén

Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 

Lífið
Fréttamynd

Frosthörkur gera garðyrkjubændum erfitt fyrir

Frosthörkur síðustu vikur hafa gert garðyrkjubændum í Uppsveitum Árnessýslu erfitt fyrir við að halda hita á gróðurhúsunum sínum. Á sama tíma hafa þeir þurft að auka lýsinguna í gróðurhúsum til að auka vöxt plantna með tilheyrandi kostnaði í kuldatíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að grisja trjálundinn eftir að nágrannaerjur fóru fyrir dóm

Íbúi í einbýlishúsi í Hjallahverfi Kópavogs hefur þrjá mánuði til þess að klippa trjágróður í trjálundi við húsið og á lóðamörkum við nærliggjandi parhús niður í ákveðna hæð, ella sæta dagsektum, eftir að nágrannaerjur um hæð gróðursins fóru fyrir dóm. Íbúinn þarf jafn framt að greiða nágrönnum sínum 1,6 milljónir króna í málskostnað vegna málsins. Tilraunir til sátta báru ekki árangur.

Innlent
Fréttamynd

Sakaði ná­grannana um að hafa klippt runnana of mikið og eyði­lagt þá

Kærunefnd húsamála metur það sem svo að hafna beri kröfum eiganda íbúðar í fjölbýlishúsi að aðrir eigendur í húsinu skuli greiða kostnað við að fjarlægja runna og gljámispil í sameiginlegum garði. Sá sakar nágrannana um að hafa klippt þá of mikið á garðvinnudegi í maímánuði þannig að þeir skemmdust.

Innlent
Fréttamynd

Pottaplöntufólk ekki leiðinlegt

„Pottaplöntur laða það besta fram í fólki. Það er leitun að pottaplöntufólki sem er leiðinlegt. Því fylgir ánægja að horfa á eitthvað vaxa og lykillinn að lífinu er að finna sér eitthvað til þess að sinna. Það er sniðugt að gefa pottaplöntur í gjöf, þær endast lengur en blómvöndur og veita viðtakandanum líka ánægjuna af því að fá að dúllast við eitthvað sem vinir hafa lagt honum til,“ segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur en bók hans Allt í blóma kom út í vor.

Lífið samstarf