Tískuglæpur: Fangaverðir óhressir með saumaskap fanganna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. apríl 2022 07:00 Valdemoro-fangelsið í Madrid. RICARDO RUBIO/GETTY IMAGES Spænskir fangaverðir eru afar ósáttir við nýja endurhæfingaráætlun sem ætlað er að veita föngum atvinnureynslu áður en þeir halda út í samfélagið. Áætlunin felur í sér að fangarnir sauma einkennisbúninga fangavarðanna og útkoman þykir ekki auka á glæsileika fangavarðanna. Stundum er haft á orði að misheppnuð klæði þyki vera „tískuslys“. En þegar talað er um nýja einkennisbúninga spænskra fangavarða er frekar um að ræða nokkurs konar „tískuglæp“. Föngum í átta fangelsum á Spáni hefur verið falið að sauma nýju einkennisbúningana og stéttarfélag fangelsisstarfsmanna á Spáni hefur nú kvartað formlega yfir því að nýju þeir séu hreint ekki nógu góðir. Gallarnir eiga til að rakna í sundur, þeir þykja almennt passa vörðunum illa og eru óþægilegir, oft eru stórir blettir á glænýjum búningunum og síðast en ekki síst þá eru vasarnir á búningunum hér og þar og buxnaskálmarnar mislangar. Segir einbeittan brotavilja að baki saumaskapnum Joaquín Leyva, talsmaður fangavarðafélagsins er ómyrkur í máli. Gallarnir standist einfaldlega ekki lágmarkskröfur, hvorki efnin sem notuð eru né afurðin þegar hún kemur út úr saumavélum fanganna. Þótt fáum kunni að koma á óvart að föngunum sé ekkert sérstaklega umhugað um þægindi varðanna, þá segir Leyva að vandamálið sé gallað kerfi miklu fremur en illgirni fanganna. Enginn vafi leiki á því að fangarnir geri sér það að leik að skila af sér illa saumuðum búningum, með mislöngum ermum og skálmum. Stóra vandamálið sé hins vegar að ekkert gæðaeftirlit sé með búningunum. Fangarnir fái litla sem enga þjálfun, þeir fái borgað eftir afköstum og því hugsi þeir, eðlilega, meira um magn en gæði. Þeir sjái sjálfir um gæðaeftirlitið, auk þess sem engin pressa sé á þeim, þeir geti hvort sem er ekki misst vinnuna. Lögreglan vel til fara en verðirnir rytjulegir Það er ríkisrekið fyrirtæki sem sér um saumaskapinn á búningum fangavarðanna, og búið er að fjárfesta í dýrum saumavélum og saumastofum í átta fangelsum víða um landið. Markmiðið er að veita föngum starfsreynslu sem auki líkurnar á að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar þegar refsivistinni lýkur. Samningurinn nær til saumaskapar á búningum 25.000 fangavarða um allan Spán, sem þessa dagana spyrja þessarar einföldu spurningar: Af hverju þurfum við að ganga í illa saumuðum búningum sem fangarnir hafa rimpað saman, á sama tíma og lögreglumenn landsins ganga í fallegum vel saumuðum búningum, sem framleiddir eru af fagfólki? Spánn Fangelsismál Tíska og hönnun Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Stundum er haft á orði að misheppnuð klæði þyki vera „tískuslys“. En þegar talað er um nýja einkennisbúninga spænskra fangavarða er frekar um að ræða nokkurs konar „tískuglæp“. Föngum í átta fangelsum á Spáni hefur verið falið að sauma nýju einkennisbúningana og stéttarfélag fangelsisstarfsmanna á Spáni hefur nú kvartað formlega yfir því að nýju þeir séu hreint ekki nógu góðir. Gallarnir eiga til að rakna í sundur, þeir þykja almennt passa vörðunum illa og eru óþægilegir, oft eru stórir blettir á glænýjum búningunum og síðast en ekki síst þá eru vasarnir á búningunum hér og þar og buxnaskálmarnar mislangar. Segir einbeittan brotavilja að baki saumaskapnum Joaquín Leyva, talsmaður fangavarðafélagsins er ómyrkur í máli. Gallarnir standist einfaldlega ekki lágmarkskröfur, hvorki efnin sem notuð eru né afurðin þegar hún kemur út úr saumavélum fanganna. Þótt fáum kunni að koma á óvart að föngunum sé ekkert sérstaklega umhugað um þægindi varðanna, þá segir Leyva að vandamálið sé gallað kerfi miklu fremur en illgirni fanganna. Enginn vafi leiki á því að fangarnir geri sér það að leik að skila af sér illa saumuðum búningum, með mislöngum ermum og skálmum. Stóra vandamálið sé hins vegar að ekkert gæðaeftirlit sé með búningunum. Fangarnir fái litla sem enga þjálfun, þeir fái borgað eftir afköstum og því hugsi þeir, eðlilega, meira um magn en gæði. Þeir sjái sjálfir um gæðaeftirlitið, auk þess sem engin pressa sé á þeim, þeir geti hvort sem er ekki misst vinnuna. Lögreglan vel til fara en verðirnir rytjulegir Það er ríkisrekið fyrirtæki sem sér um saumaskapinn á búningum fangavarðanna, og búið er að fjárfesta í dýrum saumavélum og saumastofum í átta fangelsum víða um landið. Markmiðið er að veita föngum starfsreynslu sem auki líkurnar á að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar þegar refsivistinni lýkur. Samningurinn nær til saumaskapar á búningum 25.000 fangavarða um allan Spán, sem þessa dagana spyrja þessarar einföldu spurningar: Af hverju þurfum við að ganga í illa saumuðum búningum sem fangarnir hafa rimpað saman, á sama tíma og lögreglumenn landsins ganga í fallegum vel saumuðum búningum, sem framleiddir eru af fagfólki?
Spánn Fangelsismál Tíska og hönnun Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira