Erlent

Fyrr­verandi for­seti Keníu látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Mwai Kibaki heldur ræðu árið 2010.
Mwai Kibaki heldur ræðu árið 2010. EPA

Mwai Kibaki, fyrrverandi forseti Afríkuríkisins Keníu, er látinn, níræður að aldri. Kibaki gegndi embætti forseta landsins á árunum 2002 til 2013.

Uhuru Kenyatta, núverandi forseti Keníu, greindi frá andláti forvera síns fyrr í dag.

Í frétt Reuters segir að Kibaki hafi að stórum hluta verið þakkað að hafa í valdatíð sinni reist við efnahag landsins. Valdatíðar Kibaki verður þó einnig minnst fyrir blóðugar óeirðir sem brutust út í desember 2007 í kjölfar endurkjörs hans.

Kenyatta hefur fyrirskipað þjóðarsorg í landinu vegna andláts Kibaki og að fánum verði flaggað í hálfa stöng.

Á stjórnmálaferli sínum gegndi hann einnig embætti varaforseta landsins (1978-88), fjármálaráðherra (1969-82) og þingmanns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×