Keane lætur leikmenn United heyra það enn eina ferðina: „Spilaði eins og barn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. apríl 2022 07:01 Roy Keane er ekki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum. Marc Atkins/Getty Images Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United og núverandi sparkspekingur, hefur verið duglegur við að gagnrýna liðið fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Á því varð engin breyting eftir 4-0 tap liðsins gegn Liverpool í gær. „Úrslitin koma ekki á óvart. Liverpool vann þessa tvo leiki á milli liðanna á tímabilinu 9-0,“ sagði Keane á Sky Sports í gær. „United er svo langt frá þessu, þetta er algjör andstæða þess sem þú vilt sjá frá toppliði. Það er enginn leiðtogi, enginn karakter, engin barátta, enginn vilji. Liðið á langt í land. Það sem við höfðum þegar ég spilaði - þetta stolt - er farið.“ Keane hélt áfram og snéri sér næst að leikmönnum liðsins. „Marcus Rashford spilaði eins og barn þarna frammi. Harry Maguire í seinasta markinu, sendingarnar hans og varnarleikurinn er algjörlega óásættanlegt. Þeir eru ekki nógu góðir fyrir Manchester United.“ „Þannig að við þurfum að nota þetta orð afur. Endurbygging. United er í sjötta sæti deildarinnar. Það er ótrúlegt.“ Þá finnst miðjumanninum fyrrverandi leikmenn liðsins ekki sýna það nægilega mikið að þeir vilji í alvörunni spila fyrir klúbbinn. „Það sem félagði hefur alltaf haft eru frábærir karakterar. Menn sem voru tilbúnir að gefa allt fyrir klúbbinn. En það er engin sál í þessu liði. Meira að segja það sem þeir segja eftir leik hljómar vélrænt og það eru engar tilfinningar,“ sagði Keane að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool á toppinn eftir stórsigur í stórleiknum Liverpool vann öruggan 4-0 sigur gegn Manchester United í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigrinum lyfti Liverpool sér í það minnsta tímabundið á toppinn. 19. apríl 2022 20:55 Rangnick: Þeir eru sex árum á undan okkur Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, var niðurlútur eftir 4-0 tap sinna manna gegn Liverpool í stórleik ensku urvalsdeildarinnar í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi einfaldelga ekki verið nógu góðir. 19. apríl 2022 23:01 Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
„Úrslitin koma ekki á óvart. Liverpool vann þessa tvo leiki á milli liðanna á tímabilinu 9-0,“ sagði Keane á Sky Sports í gær. „United er svo langt frá þessu, þetta er algjör andstæða þess sem þú vilt sjá frá toppliði. Það er enginn leiðtogi, enginn karakter, engin barátta, enginn vilji. Liðið á langt í land. Það sem við höfðum þegar ég spilaði - þetta stolt - er farið.“ Keane hélt áfram og snéri sér næst að leikmönnum liðsins. „Marcus Rashford spilaði eins og barn þarna frammi. Harry Maguire í seinasta markinu, sendingarnar hans og varnarleikurinn er algjörlega óásættanlegt. Þeir eru ekki nógu góðir fyrir Manchester United.“ „Þannig að við þurfum að nota þetta orð afur. Endurbygging. United er í sjötta sæti deildarinnar. Það er ótrúlegt.“ Þá finnst miðjumanninum fyrrverandi leikmenn liðsins ekki sýna það nægilega mikið að þeir vilji í alvörunni spila fyrir klúbbinn. „Það sem félagði hefur alltaf haft eru frábærir karakterar. Menn sem voru tilbúnir að gefa allt fyrir klúbbinn. En það er engin sál í þessu liði. Meira að segja það sem þeir segja eftir leik hljómar vélrænt og það eru engar tilfinningar,“ sagði Keane að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool á toppinn eftir stórsigur í stórleiknum Liverpool vann öruggan 4-0 sigur gegn Manchester United í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigrinum lyfti Liverpool sér í það minnsta tímabundið á toppinn. 19. apríl 2022 20:55 Rangnick: Þeir eru sex árum á undan okkur Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, var niðurlútur eftir 4-0 tap sinna manna gegn Liverpool í stórleik ensku urvalsdeildarinnar í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi einfaldelga ekki verið nógu góðir. 19. apríl 2022 23:01 Mest lesið Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Liverpool á toppinn eftir stórsigur í stórleiknum Liverpool vann öruggan 4-0 sigur gegn Manchester United í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigrinum lyfti Liverpool sér í það minnsta tímabundið á toppinn. 19. apríl 2022 20:55
Rangnick: Þeir eru sex árum á undan okkur Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, var niðurlútur eftir 4-0 tap sinna manna gegn Liverpool í stórleik ensku urvalsdeildarinnar í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi einfaldelga ekki verið nógu góðir. 19. apríl 2022 23:01
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti