Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2022 21:14 Lögregla og sjúkraflutningamenn hlúa að slösuðum manni í kjölfar óeirðanna í Norrköping. Vísir/EPA Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Á heimasíðu Stram Kurs kalla þeir sig þjóðernissinnaðasta flokkinn í Danmörku og skrifa ennfremur að sem danskur stjórnmálaflokkur muni þeir ávallt setja hamingju Dana framar hamingju annarra. Ástæðu óeirðanna má rekja til komu Rasmus Paludan til Svíþjóðar en hann er leiðtogi Stram Kurs. Paludan boðaði komu sína til Jönköping á skírdag og brenndi þar eintak af Kóraninum. Það vakti mikla óánægju og hóf prestur í nærliggjandi kirkju meðal annars að hringja kirkjuklukkunum í sí og æ til að láta óánægju sína í ljós. Kveikt hefur verið í fjölda bíla í óeirðunum síðustu daga.Vísir/EPA Seinna þann sama dag hafði Stram Kurs skipulagt útifund í Linköping. Sá fundur hófst hins vegar aldrei því hópur fólks hafði safnast saman á svæðinu og óeirðir brutust út. Fjölmargir lögreglubílar voru skemmdir og kveikt var í öðrum bíl á svæðinu. Þrír lögregluþjónar slösuðust en sjö voru handteknir í kjölfar óeirðanna. Í kjölfarið brutust út óeirðir í nágrannaborginni Norrköping þar sem Stram Kurs hafði einnig skipulagt útifund. Kveikt var í fimmtán bílum og steinum var kastað að lögreglunni sem og sjúkraflutningamönnum. Á föstudaginn langa, í gær og í dag hafa síðan óeirðir haldið áfram í Stokkhólmi, Örebro, Malmö, Linköping og Norrköping. Stram Kurs brenndi eintak af Kóraninum í Rinkeby, úthverfi Stokkhólms og í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem átta voru handteknir. Í Malmö var meðal annars kveikt í strætisvagni og ráðist hefur verið að lögreglu. Gagnrýna lögregluna harðlega Margar gagnrýnisraddir hafa heyrst hvað varðar framgöngu lögreglunnar, bæði áður en óeirðirnar hófust og á meðan þeim hefur staðið. Rasmus Paludan hafði fengið leyfi lögreglu til að halda útifundi í fjölmörgum sænskum borgum þar sem hann áætlaði að brenna eintök af Kóraninum. Jerzy Sarnecki, prófessor í afbrotafræði, segir að Rasmus Paludan hefði aldrei átt að fá leyfi til þess að halda þessa fundi. „Það má aldrei gerast að glæpalýður ráðist að lögreglu og slasi lögregluþjóna auk þess að brenna lögreglubíla. Þar að auki er hætta á frekari óeirðum,“ segir Sarnecki í viðtali við SVT og bætir við að þegar úrskurðað er hvort veita eigi leyfi fyrir útifundum sem þessum verði að taka inn í myndina hver geta lögreglunnar er til að bregðast við öllum aðstæðum. „Lögreglan ætti að hafa næga þekkingu um hvað gæti gerst. Það verður að taka það með í reikninginn þegar leyfi er veitt.“ Óeirðalögregla í Norrköping flýtir sér í átt að verslunarmiðstöð í Norrköping.Vísir/EPA Hann bætir við að ef lögreglan komist að þeirri niðurstöðu að upp gætu komið aðstæður sem eru hættulegar fyrir samfélagið þá geti hún neitað um leyfi fyrir samkomum. „Í þessu tilviki var margt sem bendi til þess að svo yrði. Annars vegar vegna ástandsins í landinu og í heiminum og hins vegar þar sem þetta eru tveir hópar þar sem annar þeirra vill ögra og hinn vill láta ögra sér.“ Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að þeir sem ráðist á lögregluna ráðist sömuleiðis á lýðræðið. Hann segist bera traust til lögreglunnar en vill jafnframt að rannsakað verði hvað lögreglan hefði getað gert betur. „Það er rík ástæða til að rannsaka í ró og næði þegar þessu er lokið.“ Svíþjóð Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Á heimasíðu Stram Kurs kalla þeir sig þjóðernissinnaðasta flokkinn í Danmörku og skrifa ennfremur að sem danskur stjórnmálaflokkur muni þeir ávallt setja hamingju Dana framar hamingju annarra. Ástæðu óeirðanna má rekja til komu Rasmus Paludan til Svíþjóðar en hann er leiðtogi Stram Kurs. Paludan boðaði komu sína til Jönköping á skírdag og brenndi þar eintak af Kóraninum. Það vakti mikla óánægju og hóf prestur í nærliggjandi kirkju meðal annars að hringja kirkjuklukkunum í sí og æ til að láta óánægju sína í ljós. Kveikt hefur verið í fjölda bíla í óeirðunum síðustu daga.Vísir/EPA Seinna þann sama dag hafði Stram Kurs skipulagt útifund í Linköping. Sá fundur hófst hins vegar aldrei því hópur fólks hafði safnast saman á svæðinu og óeirðir brutust út. Fjölmargir lögreglubílar voru skemmdir og kveikt var í öðrum bíl á svæðinu. Þrír lögregluþjónar slösuðust en sjö voru handteknir í kjölfar óeirðanna. Í kjölfarið brutust út óeirðir í nágrannaborginni Norrköping þar sem Stram Kurs hafði einnig skipulagt útifund. Kveikt var í fimmtán bílum og steinum var kastað að lögreglunni sem og sjúkraflutningamönnum. Á föstudaginn langa, í gær og í dag hafa síðan óeirðir haldið áfram í Stokkhólmi, Örebro, Malmö, Linköping og Norrköping. Stram Kurs brenndi eintak af Kóraninum í Rinkeby, úthverfi Stokkhólms og í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem átta voru handteknir. Í Malmö var meðal annars kveikt í strætisvagni og ráðist hefur verið að lögreglu. Gagnrýna lögregluna harðlega Margar gagnrýnisraddir hafa heyrst hvað varðar framgöngu lögreglunnar, bæði áður en óeirðirnar hófust og á meðan þeim hefur staðið. Rasmus Paludan hafði fengið leyfi lögreglu til að halda útifundi í fjölmörgum sænskum borgum þar sem hann áætlaði að brenna eintök af Kóraninum. Jerzy Sarnecki, prófessor í afbrotafræði, segir að Rasmus Paludan hefði aldrei átt að fá leyfi til þess að halda þessa fundi. „Það má aldrei gerast að glæpalýður ráðist að lögreglu og slasi lögregluþjóna auk þess að brenna lögreglubíla. Þar að auki er hætta á frekari óeirðum,“ segir Sarnecki í viðtali við SVT og bætir við að þegar úrskurðað er hvort veita eigi leyfi fyrir útifundum sem þessum verði að taka inn í myndina hver geta lögreglunnar er til að bregðast við öllum aðstæðum. „Lögreglan ætti að hafa næga þekkingu um hvað gæti gerst. Það verður að taka það með í reikninginn þegar leyfi er veitt.“ Óeirðalögregla í Norrköping flýtir sér í átt að verslunarmiðstöð í Norrköping.Vísir/EPA Hann bætir við að ef lögreglan komist að þeirri niðurstöðu að upp gætu komið aðstæður sem eru hættulegar fyrir samfélagið þá geti hún neitað um leyfi fyrir samkomum. „Í þessu tilviki var margt sem bendi til þess að svo yrði. Annars vegar vegna ástandsins í landinu og í heiminum og hins vegar þar sem þetta eru tveir hópar þar sem annar þeirra vill ögra og hinn vill láta ögra sér.“ Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að þeir sem ráðist á lögregluna ráðist sömuleiðis á lýðræðið. Hann segist bera traust til lögreglunnar en vill jafnframt að rannsakað verði hvað lögreglan hefði getað gert betur. „Það er rík ástæða til að rannsaka í ró og næði þegar þessu er lokið.“
Svíþjóð Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira