Erlent

Vaktin: Heimurinn þurfi að búa sig undir þann mögu­leika að Pútín beiti kjarn­orku­vopnum

Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Embætti forseta Úkraínu

Anton Gerashchenko ráðgjafi innanríkisráðherra Úkraínu segir Anton Kuprin, skipstjóra Moskvu flaggskips Rússa í Svartahafi sem sökkt var í gær, hafa látist. Úkraínumenn halda því fram að Neptunus-flugskeyti á þeirra vegum hafi hæft skipið en Rússar hafa vísað því á bug.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Helstu vendingar:

  • Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, flutti ávarp í gær þar sem hann hrósaði úkraínskum hermönnum og sjálfboðaliðum fyrir að hafa staðið af sér innrás Rússa í 50 daga.
  • Forsetinn hefur kallað eftir því að Evrópuríki hætti að kaupa rússneska olíu og gas. Í viðtali skammaði hann sérstaklega Þýskaland og Ungverjaland fyrir að koma í veg fyrir að viðskiptabann á rússneska orkugjafa yrði að veruleika.
  • Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ekki heimsækja Kænugarð. Greint var frá því að heimsókn hans þangað væri til skoðunar. Hann íhugar nú að senda háttsettan embættismann í opinbera heimsókn til Úkraínu.
  • Rússneska herskipið Moskva, flaggskip Rússa í Svartahafi, er sokkið. Úkraínumenn segjast hafa grandað skipinu en Rússar segja eldsvoða um borð hafa valdið því að skipið sökk.

Hér má finna vakt gærdagsins.

Hér má sjá kort sem sýnir stöðuna í Úkraínu í grófum dráttum.vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×