Vaktin: Heimurinn þurfi að búa sig undir þann möguleika að Pútín beiti kjarnorkuvopnum Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 15. apríl 2022 07:55 Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Embætti forseta Úkraínu Anton Gerashchenko ráðgjafi innanríkisráðherra Úkraínu segir Anton Kuprin, skipstjóra Moskvu flaggskips Rússa í Svartahafi sem sökkt var í gær, hafa látist. Úkraínumenn halda því fram að Neptunus-flugskeyti á þeirra vegum hafi hæft skipið en Rússar hafa vísað því á bug. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, flutti ávarp í gær þar sem hann hrósaði úkraínskum hermönnum og sjálfboðaliðum fyrir að hafa staðið af sér innrás Rússa í 50 daga. Forsetinn hefur kallað eftir því að Evrópuríki hætti að kaupa rússneska olíu og gas. Í viðtali skammaði hann sérstaklega Þýskaland og Ungverjaland fyrir að koma í veg fyrir að viðskiptabann á rússneska orkugjafa yrði að veruleika. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ekki heimsækja Kænugarð. Greint var frá því að heimsókn hans þangað væri til skoðunar. Hann íhugar nú að senda háttsettan embættismann í opinbera heimsókn til Úkraínu. Rússneska herskipið Moskva, flaggskip Rússa í Svartahafi, er sokkið. Úkraínumenn segjast hafa grandað skipinu en Rússar segja eldsvoða um borð hafa valdið því að skipið sökk. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér má sjá kort sem sýnir stöðuna í Úkraínu í grófum dráttum.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volodímír Selenskí, forseti Úkraínu, flutti ávarp í gær þar sem hann hrósaði úkraínskum hermönnum og sjálfboðaliðum fyrir að hafa staðið af sér innrás Rússa í 50 daga. Forsetinn hefur kallað eftir því að Evrópuríki hætti að kaupa rússneska olíu og gas. Í viðtali skammaði hann sérstaklega Þýskaland og Ungverjaland fyrir að koma í veg fyrir að viðskiptabann á rússneska orkugjafa yrði að veruleika. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ekki heimsækja Kænugarð. Greint var frá því að heimsókn hans þangað væri til skoðunar. Hann íhugar nú að senda háttsettan embættismann í opinbera heimsókn til Úkraínu. Rússneska herskipið Moskva, flaggskip Rússa í Svartahafi, er sokkið. Úkraínumenn segjast hafa grandað skipinu en Rússar segja eldsvoða um borð hafa valdið því að skipið sökk. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér má sjá kort sem sýnir stöðuna í Úkraínu í grófum dráttum.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira