Telja að bensínsprengja hafi verið notuð til að kveikja í húsnæði velferðarsviðs Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2022 18:02 Starfsmenn velferðarsviðs þurfa aftur að venjast heimavinnu eftir endalok samkomubanns. Vísir/Vilhelm Eldur kviknaði í húsakynnum velferðarsviðs Kópavogsbæjar í nótt og er sterkur grunur um íkveikju. Skrifstofa sviðsins var lokuð í dag vegna þessa og telur lögregla að bensínsprengja, eða svokallaður molotov-kokteill, hafi verið notaður til að kveikja eldinn. RÚV greindi fyrst frá málinu en slökkviliði barst tilkynning um eldsvoðann fljótlega eftir miðnætti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikil vinna fór í að reykræsta skrifstofurnar, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þónokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu og má búast við því að rúmlega fimmtíu starfsmenn sviðsins geti ekki snúið aftur þangað til starfa fyrr en í lok þessa mánaðar eða byrjun maí. Mun starfsfólkið því stunda fjarvinnu á næstunni en viðgerðir eru þegar hafnar, að sögn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar. Koðnað fljótt niður Ekki náðist í fulltrúa lögreglunnar í Kópavogi við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt nýjustu upplýsingum Sigríðar hefur lögregla ekki enn haft hendur í hári gerandans. Hún staðfestir jafnframt að lögregla gruni að sá hafi notað svokallaðan molotov-kokteil. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á staðinn þegar tilkynning barst um eldsvoðann í nótt. Þar hafi verið mikill eldur í upphafi en hann fljótlega koðnað niður. Nokkuð hafi verið um reyk- og brunaskemmdir og mest vinna farið í að slökkva glæður og reykræsta. Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá málinu en slökkviliði barst tilkynning um eldsvoðann fljótlega eftir miðnætti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikil vinna fór í að reykræsta skrifstofurnar, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þónokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu og má búast við því að rúmlega fimmtíu starfsmenn sviðsins geti ekki snúið aftur þangað til starfa fyrr en í lok þessa mánaðar eða byrjun maí. Mun starfsfólkið því stunda fjarvinnu á næstunni en viðgerðir eru þegar hafnar, að sögn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar. Koðnað fljótt niður Ekki náðist í fulltrúa lögreglunnar í Kópavogi við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt nýjustu upplýsingum Sigríðar hefur lögregla ekki enn haft hendur í hári gerandans. Hún staðfestir jafnframt að lögregla gruni að sá hafi notað svokallaðan molotov-kokteil. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á staðinn þegar tilkynning barst um eldsvoðann í nótt. Þar hafi verið mikill eldur í upphafi en hann fljótlega koðnað niður. Nokkuð hafi verið um reyk- og brunaskemmdir og mest vinna farið í að slökkva glæður og reykræsta.
Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira