Innviðaráðherra kærður fyrir brot á siðareglum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. apríl 2022 14:20 Forsætisnefnd Alþingis hefur borist kæra vegna framferðis innviðaráðherra. Vísir/Viilhelm Kæra fyrir brot á siðareglum hefur verið lögð fram til forsætisnefndar vegna ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi. Birgir Ármannsson, formaður forsætisnefndar, staðfestir í samtali við fréttastofu RÚV að forsætisnefnd hafi borist kæra vegna framgöngu Sigurðar. Umrædd kæra tengist ummælum sem Sigurður lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Fréttastofa hefur ekki náð í Birgi vegna málsins en Oddný G. Harðardóttir 1. varaforseti segir í samtali við fréttastofu að kæran hafi verið send til baka vegna formgalla. Ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort búið sé að leiðrétta hann en að því búnu verði forsætisnefnd kölluð saman þar sem farið verður yfir hæfi nefndarmanna og erindið tekið til afgreiðslu. Hún segir að vafi gæti verið uppi um hæfi einhverra nefndarmanna sem hafi þegar tjáð sig opinberlega um málið. Sigurður hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru. Hann hefur sjálfur kallað ummælin „óviðurkvæmileg“ en Vigdís hefur sagt að þau afar særandi og að duldir fordómar séu gríðarlegt samfélagsmein sem grasseri á öllum stigum samfélagsins. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fréttastofa ræddi við Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata og nefndarmann í forsætisnefnd, fyrir tæpri viku en hann fór vel yfir mögulegt framhald málsins ef til kæru myndi koma. Sjá nánar: Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið Hver sem er getur kært þingmann til siðanefndar Alþingis og þarf viðkomandi ekki að vera aðili máls. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver það er sem hefur kært innviðaráðherra fyrir brot á siðareglum. Fyrir helgi áttu Vigdís og Sigurður fund ásamt stjórn Bændasamtakanna en Vigdís greindi frá því í stöðuuppfærslu á Facebook að hún hefði meðtekið afsökunarbeiðni frá innviðaráðherra. Uppfært: Kærandi hefur leiðrétt formgalla á kærunni og forsætisnefnd tekið á móti henni að nýju. Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Birgir Ármannsson, formaður forsætisnefndar, staðfestir í samtali við fréttastofu RÚV að forsætisnefnd hafi borist kæra vegna framgöngu Sigurðar. Umrædd kæra tengist ummælum sem Sigurður lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Fréttastofa hefur ekki náð í Birgi vegna málsins en Oddný G. Harðardóttir 1. varaforseti segir í samtali við fréttastofu að kæran hafi verið send til baka vegna formgalla. Ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort búið sé að leiðrétta hann en að því búnu verði forsætisnefnd kölluð saman þar sem farið verður yfir hæfi nefndarmanna og erindið tekið til afgreiðslu. Hún segir að vafi gæti verið uppi um hæfi einhverra nefndarmanna sem hafi þegar tjáð sig opinberlega um málið. Sigurður hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru. Hann hefur sjálfur kallað ummælin „óviðurkvæmileg“ en Vigdís hefur sagt að þau afar særandi og að duldir fordómar séu gríðarlegt samfélagsmein sem grasseri á öllum stigum samfélagsins. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fréttastofa ræddi við Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata og nefndarmann í forsætisnefnd, fyrir tæpri viku en hann fór vel yfir mögulegt framhald málsins ef til kæru myndi koma. Sjá nánar: Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið Hver sem er getur kært þingmann til siðanefndar Alþingis og þarf viðkomandi ekki að vera aðili máls. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver það er sem hefur kært innviðaráðherra fyrir brot á siðareglum. Fyrir helgi áttu Vigdís og Sigurður fund ásamt stjórn Bændasamtakanna en Vigdís greindi frá því í stöðuuppfærslu á Facebook að hún hefði meðtekið afsökunarbeiðni frá innviðaráðherra. Uppfært: Kærandi hefur leiðrétt formgalla á kærunni og forsætisnefnd tekið á móti henni að nýju.
Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Alþingi Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
„Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00
Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5. apríl 2022 21:34
„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36