Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2022 12:15 Páll Magnússon sagði í gær frá því að kunningi hans hefði grætt milljónir á útboðinu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, á nokkrum klukkustundum. Gerður segir það ekki gott ef menn misnota útboð á ríkiseignum. Samsett Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. Fjármálaráðherra ákvað að fara að tillögu Bankasýslu ríkisins um svokallað tilboðsfyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta útboði. Í kynningu Bankasýslunnar til ráðherrans kemur fram að helstu kostir sölu með tilboðsfyrirkomulagi séu þeir að það fyrirkomulag eigi að tryggja hæsta verð. Helstu gallar séu þeir að ekki er gert ráð fyrir beinni þátttöku almennra fjárfesta í slíkum útboðum. Þátttaka lífeyrissjóða og verðbréfasjóða í slíku útboði muni þó alltaf tryggja aðkomu almennings með óbeinum hætti. Buðu fyrir sjö milljarða en fengu minna Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðunum fengu þeir hins vegar aðeins að kaupa fyrir um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að fjárfesta í. Gerður Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs. „Við buðum sex milljarða fyrir Brú lífeyrissjóð og einn milljarð fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar,“ segir Gerður. Þau fengu svo að kaupa 40 prósent af því sem þau buðu segir Gerður. Miðað við þær upplýsingar sem nú eru komnar fram, eruð þið sátt við þessar úthlutanir? „Við buðum sjö milljarða þannig að auðvitað vildum við fá fyrir hærri fjárhæð en við fengum Hvernig lítið þið á þessa fjárfestingu, er þetta til langs eða skamms tíma? „Við erum náttúrulega lífeyrissjóður þannig að við erum alltaf að fjárfesta til langs tíma,“ segir Gerður. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því í pistli á Facebook að kunningi sinn hafi fengið símtal þar sem honum bauðst að kaupa í útboðinu á Íslandsbanka með afslætti. Hann gæti grætt milljónir á kaupunum. Kunningi hans hafi svo selt daginn eftir útboðið. Gerður gagnrýnir að þetta skuli mögulega hafa verið gert eftir síðasta útboð. „Þetta er náttúrulega mjög óæskilegt, þegar verið er að selja eigur ríkisins, að þar sé hugsanlega einhvern misnotkun og verið að gera það fyrir gróða,“ segir Gerður. Salan á Íslandsbanka Lífeyrissjóðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Fjármálaráðherra ákvað að fara að tillögu Bankasýslu ríkisins um svokallað tilboðsfyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta útboði. Í kynningu Bankasýslunnar til ráðherrans kemur fram að helstu kostir sölu með tilboðsfyrirkomulagi séu þeir að það fyrirkomulag eigi að tryggja hæsta verð. Helstu gallar séu þeir að ekki er gert ráð fyrir beinni þátttöku almennra fjárfesta í slíkum útboðum. Þátttaka lífeyrissjóða og verðbréfasjóða í slíku útboði muni þó alltaf tryggja aðkomu almennings með óbeinum hætti. Buðu fyrir sjö milljarða en fengu minna Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðunum fengu þeir hins vegar aðeins að kaupa fyrir um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að fjárfesta í. Gerður Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs. „Við buðum sex milljarða fyrir Brú lífeyrissjóð og einn milljarð fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar,“ segir Gerður. Þau fengu svo að kaupa 40 prósent af því sem þau buðu segir Gerður. Miðað við þær upplýsingar sem nú eru komnar fram, eruð þið sátt við þessar úthlutanir? „Við buðum sjö milljarða þannig að auðvitað vildum við fá fyrir hærri fjárhæð en við fengum Hvernig lítið þið á þessa fjárfestingu, er þetta til langs eða skamms tíma? „Við erum náttúrulega lífeyrissjóður þannig að við erum alltaf að fjárfesta til langs tíma,“ segir Gerður. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því í pistli á Facebook að kunningi sinn hafi fengið símtal þar sem honum bauðst að kaupa í útboðinu á Íslandsbanka með afslætti. Hann gæti grætt milljónir á kaupunum. Kunningi hans hafi svo selt daginn eftir útboðið. Gerður gagnrýnir að þetta skuli mögulega hafa verið gert eftir síðasta útboð. „Þetta er náttúrulega mjög óæskilegt, þegar verið er að selja eigur ríkisins, að þar sé hugsanlega einhvern misnotkun og verið að gera það fyrir gróða,“ segir Gerður.
Salan á Íslandsbanka Lífeyrissjóðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00