Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 9. apríl 2022 17:03 Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn en skipuleggjendur skjóta á að um 600 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Ræður voru fluttar til að mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“ Framsögumenn voru Þorvaldur Gylfason prófessor, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Ásta Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins og Gunnar Smári Egilsson úr Sósíalistaflokki Íslands. Spilling var algengt þema á skiltum mótmælenda.Þórdís Elín „Við erum að mótmæla sölunni á Íslandsbanka og hvernig að henni var staðið. Hverjir fengu að kaupa hlut,“ sagði Gunnar Smári í samtali við fréttastofu sem fór og fylgdist með mótmælunum. „Við erum að mótmæla spilltri ríkisstjórninni sem er vanhæf og leiðinleg,“ sagði Atli Gíslason, formaður ungra Sósíalista. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, ungum Sósíalistum, bætti þá við: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna. Við viljum réttlátt samfélag.“ Blys voru tendruð á Austurvelli.Þórdís Elín Margir þeirra mótmælenda sem fréttastofa ræddi við settu söluna á Íslandsbanka nú í samhengi við efnahagshrunið 2008. „Þetta er alveg ferlegt að þetta sé í annað sinn á innan við tuttugu árum sem að bankarnir eru gefnir,“ sagði Páll Kristjánsson, einn mótmælendanna. Hans krafa var einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér í heild, skilyrðislaust. Sjónarmið sem fleiri mótmælendur tóku undir. Gunnar Smári segist upplifa það að almenningi sé misboðið vegna málsins. „Honum er mjög misboðið enda er þetta eins og löðrungur. Fólk er enn að tala um löðrunginn á Óskarsverðlaunahátíðinni en þetta er miklu kröftugri löðrungur á miklu fleira fólk.“ Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins oft kenndur við Hamborgarabúlluna, var mættur á mótmælin.Þórdís Elín Það voru ekki bara tvífætlingar sem létu sjá sig á Austurvelli í dag.Þórdís Elín Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks var saman kominn en skipuleggjendur skjóta á að um 600 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Ræður voru fluttar til að mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“ Framsögumenn voru Þorvaldur Gylfason prófessor, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Ásta Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins og Gunnar Smári Egilsson úr Sósíalistaflokki Íslands. Spilling var algengt þema á skiltum mótmælenda.Þórdís Elín „Við erum að mótmæla sölunni á Íslandsbanka og hvernig að henni var staðið. Hverjir fengu að kaupa hlut,“ sagði Gunnar Smári í samtali við fréttastofu sem fór og fylgdist með mótmælunum. „Við erum að mótmæla spilltri ríkisstjórninni sem er vanhæf og leiðinleg,“ sagði Atli Gíslason, formaður ungra Sósíalista. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, ungum Sósíalistum, bætti þá við: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna. Við viljum réttlátt samfélag.“ Blys voru tendruð á Austurvelli.Þórdís Elín Margir þeirra mótmælenda sem fréttastofa ræddi við settu söluna á Íslandsbanka nú í samhengi við efnahagshrunið 2008. „Þetta er alveg ferlegt að þetta sé í annað sinn á innan við tuttugu árum sem að bankarnir eru gefnir,“ sagði Páll Kristjánsson, einn mótmælendanna. Hans krafa var einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér í heild, skilyrðislaust. Sjónarmið sem fleiri mótmælendur tóku undir. Gunnar Smári segist upplifa það að almenningi sé misboðið vegna málsins. „Honum er mjög misboðið enda er þetta eins og löðrungur. Fólk er enn að tala um löðrunginn á Óskarsverðlaunahátíðinni en þetta er miklu kröftugri löðrungur á miklu fleira fólk.“ Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins oft kenndur við Hamborgarabúlluna, var mættur á mótmælin.Þórdís Elín Það voru ekki bara tvífætlingar sem létu sjá sig á Austurvelli í dag.Þórdís Elín
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira