Matvælaframleiðendur plata neytendur þegar verðbólga eykst Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. apríl 2022 14:28 Spænski seðlabankinn segir að ástandið eigi ekki eftir að batna fyrr en árið 2024. Adrian Samson/Getty Images Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð. Aukin verðbólga þýðir allajafna að verðlag hækkar og allt venjulegt launafólk finnur hratt fyrir því þegar verðbólgan eykst. Og fer þá meðvitað að leita að ódýrari valkosti. Þetta vita framleiðendur, og því færist í vöxt að fyrirtæki í stað þess að hækka verð, minnka einfaldlega pakkningarnar. Þetta kallast upp á ensku shrinkflation, sem er samsláttur orðanna að skreppa saman og verðbólga. Kartöfluflögurnar frá Doritos eru orðnar frægt dæmi um þessa aðferð framleiðenda. Fyrir skömmu fækkuðu framleiðendur Doritos flögunum í pokunum um fimm stykki, þannig að nú vegur hver poki 262 grömm en vóg áður 276 grömm. Og neytandinn borgar það sama og áður. Þetta gerðu framleiðendur einfaldlega til þess að bregðast við tæplega 8 prósenta verðbólgu í Bandaríkjunum í febrúar, mestu verðbólgu þar í landi síðan í ársbyrjun 1982. Verðbólgan í hæstu hæðum í ESB Sömu sögu er að segja af Evrópu, verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins mældist 7,5% í síðasta mánuði, það var 2,5 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur aldrei aukist eins mikið. Hér á Spáni slagar verðbólgan í 2ja stafa tölu, 9,8%, og hefur ekki verið hærri síðan í maí 1985. Spænski seðlabankinn er svartsýnn og segir að ástandið eigi ekki eftir að batna á þessu ári, og reyndar að batamerki fari ekki að sjást fyrr en árið 2024. Það er aðallega þrennt sem veldur þessari miklu verðbólgu: Mikil verðhækkun hráefna, aðallega gass og olíu, alger stöðnun í alþjóðaviðskiptum og svartsýni og neikvæðar væntingar jafnt neytenda sem fyrirtækja. Fyrirtæki minnka pakkningar í stað þess að hækka verð Spænsku neytendasamtökin greina frá því að 7% af þeim vörum sem hafa verið skoðaðar að undanförnu hafa minnkað að umfangi og vigt. Dæmi um þetta er fiskur í niðursuðudósum, jógúrt, chorizo-pylsur, kókómalt, pasta og smjör. Þetta eru smávægilegar breytingar, pylsurnar eru til dæmis 10 grömmum léttari en áður, það eru færri blöð á salernispappírsrúllunni og það er 5 grömmum minna í jógúrtdósunum. Kúnninn tekur hins vegar síður eftir þessu, en ef verðið myndi hækka og því heldur hann frekar tryggð við framleiðandann. Og margt smátt gerir jú eitt stórt. Það sýnir eitt þekktasta dæmið úr hagfræðinni í þessum efnum. Árið 1987 ákvað bandaríska flugfélagið American Airlines að fækka ólívum í salati sem farþegum þess var boðið upp á. Um eina einustu ólívu. Þessi eina ólíva sparaði fyrirtækinu 40.000 dali árlega, andvirði rúmlega 5 milljóna íslenskra króna. Og kúnninn varð einskis var. Verðlag Evrópusambandið Spánn Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Aukin verðbólga þýðir allajafna að verðlag hækkar og allt venjulegt launafólk finnur hratt fyrir því þegar verðbólgan eykst. Og fer þá meðvitað að leita að ódýrari valkosti. Þetta vita framleiðendur, og því færist í vöxt að fyrirtæki í stað þess að hækka verð, minnka einfaldlega pakkningarnar. Þetta kallast upp á ensku shrinkflation, sem er samsláttur orðanna að skreppa saman og verðbólga. Kartöfluflögurnar frá Doritos eru orðnar frægt dæmi um þessa aðferð framleiðenda. Fyrir skömmu fækkuðu framleiðendur Doritos flögunum í pokunum um fimm stykki, þannig að nú vegur hver poki 262 grömm en vóg áður 276 grömm. Og neytandinn borgar það sama og áður. Þetta gerðu framleiðendur einfaldlega til þess að bregðast við tæplega 8 prósenta verðbólgu í Bandaríkjunum í febrúar, mestu verðbólgu þar í landi síðan í ársbyrjun 1982. Verðbólgan í hæstu hæðum í ESB Sömu sögu er að segja af Evrópu, verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins mældist 7,5% í síðasta mánuði, það var 2,5 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur aldrei aukist eins mikið. Hér á Spáni slagar verðbólgan í 2ja stafa tölu, 9,8%, og hefur ekki verið hærri síðan í maí 1985. Spænski seðlabankinn er svartsýnn og segir að ástandið eigi ekki eftir að batna á þessu ári, og reyndar að batamerki fari ekki að sjást fyrr en árið 2024. Það er aðallega þrennt sem veldur þessari miklu verðbólgu: Mikil verðhækkun hráefna, aðallega gass og olíu, alger stöðnun í alþjóðaviðskiptum og svartsýni og neikvæðar væntingar jafnt neytenda sem fyrirtækja. Fyrirtæki minnka pakkningar í stað þess að hækka verð Spænsku neytendasamtökin greina frá því að 7% af þeim vörum sem hafa verið skoðaðar að undanförnu hafa minnkað að umfangi og vigt. Dæmi um þetta er fiskur í niðursuðudósum, jógúrt, chorizo-pylsur, kókómalt, pasta og smjör. Þetta eru smávægilegar breytingar, pylsurnar eru til dæmis 10 grömmum léttari en áður, það eru færri blöð á salernispappírsrúllunni og það er 5 grömmum minna í jógúrtdósunum. Kúnninn tekur hins vegar síður eftir þessu, en ef verðið myndi hækka og því heldur hann frekar tryggð við framleiðandann. Og margt smátt gerir jú eitt stórt. Það sýnir eitt þekktasta dæmið úr hagfræðinni í þessum efnum. Árið 1987 ákvað bandaríska flugfélagið American Airlines að fækka ólívum í salati sem farþegum þess var boðið upp á. Um eina einustu ólívu. Þessi eina ólíva sparaði fyrirtækinu 40.000 dali árlega, andvirði rúmlega 5 milljóna íslenskra króna. Og kúnninn varð einskis var.
Verðlag Evrópusambandið Spánn Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49
Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03