Styttist í að Ten Hag verði tilkynntur sem nýr þjálfari Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 08:00 Ten Hag verður vonandi hressari á hliðarlínunni á Old Trafford. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Allt bendir til þess að Erik ten Hag, þjálfari Ajax, verði næsti þjálfari Manchester United. Hann hefur verið í umræðunni allt frá því Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn og stefnir í að hann taki við fyrr heldur en síðar. Eftir að Solskjær fékk sparkið fyrr á leiktíðinni var hinn 52 ára gamli Ten Hag með fyrstu nöfnunum sem nefnd voru til sögunnar. Hann hefur náð aðdáunarverðum árangri með Ajax á undanförnum árum og heillar það forráðamenn Man United. Mauricio Pochettino, þjálfari París Saint-Germain, var hitt nafnið sem var hvað mest í umræðunni. Virðist sem allir fyrrverandi – og núverandi – leikmenn Man United vilji fá hann til starfa. Mögulega hefur það haft áhrif á forráðamenn félagsins. Manchester United set to finalise Erik ten Hag appointment. Ajax coach now the chosen candidate after topping four-man shortlist https://t.co/5gjZLGlhQM— Mark Ogden (@MarkOgden_) April 6, 2022 Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins telja þeir sem stjórna á Old Trafford að Ten Hag passi betur inn í teymið sem hefur verið búið til eftir að Ed Woodward, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, ákvað að róa á önnur mið. Ralf Rangnick, núverandi þjálfari liðsins, yrði í ráðgjafahlutverkinu sem hefur verið svo oft rætt um. Darren Fletcher yrði svo hálfgerður yfirmaður knattspyrnumála ásamt John Murtough. Það virðist sem Ten Hag verði ekki kynntur fyrr en ljóst er hvort Ajax vinni hollenska meistaratitilinn eður ei en félagið er sem stendur með fjögurra stiga forskot á PSV þegar sex umferðir eru eftir. Fari svo að Ajax vinni deildina þá yrði það í þriðja sinn undir stjórn Ten Hag. Manchester United are close to finalising the appointment of their new manager - with Erik ten Hag expected to be announced as their chosen candidate.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2022 Liðið hefur einnig unnið bikarkeppnina tvívegis og svo var það hársbreidd frá því að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þegar það féll úr leik gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum. Talið er að reynslumikill aðstoðarþjálfari verði einnig ráðinn til að aðstoða Ten Hag. Helst einhver sem þekkir Manchester United. René Meulensteen og Steve McClaren hafa verið nefndir til sögunnar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00 Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30 Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30 Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Eftir að Solskjær fékk sparkið fyrr á leiktíðinni var hinn 52 ára gamli Ten Hag með fyrstu nöfnunum sem nefnd voru til sögunnar. Hann hefur náð aðdáunarverðum árangri með Ajax á undanförnum árum og heillar það forráðamenn Man United. Mauricio Pochettino, þjálfari París Saint-Germain, var hitt nafnið sem var hvað mest í umræðunni. Virðist sem allir fyrrverandi – og núverandi – leikmenn Man United vilji fá hann til starfa. Mögulega hefur það haft áhrif á forráðamenn félagsins. Manchester United set to finalise Erik ten Hag appointment. Ajax coach now the chosen candidate after topping four-man shortlist https://t.co/5gjZLGlhQM— Mark Ogden (@MarkOgden_) April 6, 2022 Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins telja þeir sem stjórna á Old Trafford að Ten Hag passi betur inn í teymið sem hefur verið búið til eftir að Ed Woodward, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, ákvað að róa á önnur mið. Ralf Rangnick, núverandi þjálfari liðsins, yrði í ráðgjafahlutverkinu sem hefur verið svo oft rætt um. Darren Fletcher yrði svo hálfgerður yfirmaður knattspyrnumála ásamt John Murtough. Það virðist sem Ten Hag verði ekki kynntur fyrr en ljóst er hvort Ajax vinni hollenska meistaratitilinn eður ei en félagið er sem stendur með fjögurra stiga forskot á PSV þegar sex umferðir eru eftir. Fari svo að Ajax vinni deildina þá yrði það í þriðja sinn undir stjórn Ten Hag. Manchester United are close to finalising the appointment of their new manager - with Erik ten Hag expected to be announced as their chosen candidate.— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2022 Liðið hefur einnig unnið bikarkeppnina tvívegis og svo var það hársbreidd frá því að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2019 þegar það féll úr leik gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum. Talið er að reynslumikill aðstoðarþjálfari verði einnig ráðinn til að aðstoða Ten Hag. Helst einhver sem þekkir Manchester United. René Meulensteen og Steve McClaren hafa verið nefndir til sögunnar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00 Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30 Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30 Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Van Gaal segir Ten Hag að fara ekki til United Louis van Gaal, þjálfari hollenska fótboltalandsliðsins, ræður landa sínum, Erik ten Hag, frá því að taka við Manchester United. 28. mars 2022 15:00
Ten Hag steinhissa á Manchester United Erik ten Hag hefur látið Manchester United vita að peningar eru alls ekkert vandamál í tengslum við hugsanlegt samningstilboð félagsins til hans sem næsti knattspyrnustjóri liðsins. 27. mars 2022 09:30
Ten Hag búinn að fara í atvinnuviðtal hjá United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, fór í atvinnuviðtal hjá Manchester United í fyrradag. 23. mars 2022 07:30
Ten Hag verið í sambandi við leikmenn United Erik ten Hag virðist vera farinn að búa sig undir að taka við Manchester United en hann hefur sett sig í samband við leikmenn liðsins. 11. mars 2022 12:31