Saka Rússa um þjóðarmorð í Bucha Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2022 16:30 Fjöldagrafir við kirkju í miðbæ Bucha. AP Photo/Rodrigo Abd Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur sakað Rússa um þjóðarmorð eftir að Rússar yfirgáfu bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs fyrir helgi. Svo virðist sem tugir ef ekki fleiri almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í bænum af Rússum og grafa hefur þurft lík þeirra í fjöldagröfum. Við vörum við öllu myndefni sem finna má í fréttinni, líka því sem fylgir samfélagsmiðlafærslum. ússneskar hersveitir hörfuðu frá Bucha á fimmtudag en höfðu haft þar viðveru frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst 24. febrúar. Strax og úkraínski herinn komst aftur inn í bæinn fóru myndir af líkum, sem legið hafa á strætum bæjarins, að birtast í fjölmiðlum. Myndirnar sýna meðal annars lík fólks með hendur bundnar fyrir aftan bak og fréttamenn Reuters, AP og AFP hafa greint frá því að mörg fórnarlambanna hafi verið skotin í höfuðið. Búið er að grafa fjöldagrafir við kirkju í miðborginni svo hægt sé að jarðsetja líkin. Lík liggja á víð og dreif um Bucha eftir brotthvarf Rússa. Hér má sjá lík manns sem var með hendur bundnar fyrir aftan bak þegar hann var tekinn af lífi.AP Photo/Vadim Ghirda Selenskí skrifaði á Facebook fyrr í dag að Atlantshafsbandalagið hefði getað komið í veg fyrir þetta á fundi í Búkarest fyrir fjórtán árum síðan. Rússneskar mæður hafi þá alið upp morðingja, ræningja og slátrara. Vitali Klitschko borgarstjóri Kænugarðs er þá staddur í Bucha og birti hann þaðan myndband af sér með yfirlýsingu: Þetta er þjóðarmorð. This is Genocide.#Genocide #FreeUkraine #StandWithUkraine #StopTheWar #Ukraine pic.twitter.com/NfLePlWhIl— Klitschko (@Klitschko) April 3, 2022 Fjöldi vestrænna leiðtoga hefur sakað Rússa um stríðsglæpi í Bucha. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að sjá myndir af ódæðinu hafa verið eins og að vera kýldur í magann. Utanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Evrópusambandsins hafa þá gagnrýnt Rússa harðlega vegna frétta frá Bucha og utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands heitið því að lönd þeirra muni styðja við rannsókn Stríðsglæpadómstólins á meintum stríðsglæpum Rússa. One of the mass graves in Bucha. We saw civilians’ bodies littered in the streets and dumped behind buildings. Most with gunshot wounds to the head. Some with their hands tied behind their backs. Evidence of war crimes that took place during the Russian occupation of the town. pic.twitter.com/opXA7QtTg9— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) April 3, 2022 Bæjarstjóri Bucha hefur sagt að meira en 300 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi á þeim mánuði sem Rússar höfðu yfirráð í bænum. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir úkraínska herinn bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Bucha, bæ rétt fyrir utan Kænugarð. Rússar vilja meina að hermenn þeirra hafi ekki skaðað einn einasta almenna borgara. https://t.co/pSzLDArmPq— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) April 3, 2022 Rússar hafa haft yfirráð yfir bænum frá upphafi innrásarinnar 24. febrúar þar til á fimmtudag, 31. mars. Rússar segja að myndir af líkum almennra borgara, sem lágu á víð og dreif um bæinn, beri þess merki að þeir hafi verið myrtir eftir brotthvarf Rússa á fimmtudag. Þessi yfirlýsing er ekki sú fyrsta af þessum toga en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á mannfalli og árásum, sem allt bendir til að Rússar hafi framið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Við vörum við öllu myndefni sem finna má í fréttinni, líka því sem fylgir samfélagsmiðlafærslum. ússneskar hersveitir hörfuðu frá Bucha á fimmtudag en höfðu haft þar viðveru frá því að innrás þeirra í Úkraínu hófst 24. febrúar. Strax og úkraínski herinn komst aftur inn í bæinn fóru myndir af líkum, sem legið hafa á strætum bæjarins, að birtast í fjölmiðlum. Myndirnar sýna meðal annars lík fólks með hendur bundnar fyrir aftan bak og fréttamenn Reuters, AP og AFP hafa greint frá því að mörg fórnarlambanna hafi verið skotin í höfuðið. Búið er að grafa fjöldagrafir við kirkju í miðborginni svo hægt sé að jarðsetja líkin. Lík liggja á víð og dreif um Bucha eftir brotthvarf Rússa. Hér má sjá lík manns sem var með hendur bundnar fyrir aftan bak þegar hann var tekinn af lífi.AP Photo/Vadim Ghirda Selenskí skrifaði á Facebook fyrr í dag að Atlantshafsbandalagið hefði getað komið í veg fyrir þetta á fundi í Búkarest fyrir fjórtán árum síðan. Rússneskar mæður hafi þá alið upp morðingja, ræningja og slátrara. Vitali Klitschko borgarstjóri Kænugarðs er þá staddur í Bucha og birti hann þaðan myndband af sér með yfirlýsingu: Þetta er þjóðarmorð. This is Genocide.#Genocide #FreeUkraine #StandWithUkraine #StopTheWar #Ukraine pic.twitter.com/NfLePlWhIl— Klitschko (@Klitschko) April 3, 2022 Fjöldi vestrænna leiðtoga hefur sakað Rússa um stríðsglæpi í Bucha. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að sjá myndir af ódæðinu hafa verið eins og að vera kýldur í magann. Utanríkisráðherrar Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Evrópusambandsins hafa þá gagnrýnt Rússa harðlega vegna frétta frá Bucha og utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands heitið því að lönd þeirra muni styðja við rannsókn Stríðsglæpadómstólins á meintum stríðsglæpum Rússa. One of the mass graves in Bucha. We saw civilians’ bodies littered in the streets and dumped behind buildings. Most with gunshot wounds to the head. Some with their hands tied behind their backs. Evidence of war crimes that took place during the Russian occupation of the town. pic.twitter.com/opXA7QtTg9— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) April 3, 2022 Bæjarstjóri Bucha hefur sagt að meira en 300 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi á þeim mánuði sem Rússar höfðu yfirráð í bænum. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir úkraínska herinn bera ábyrgð á fjöldamorðunum í Bucha, bæ rétt fyrir utan Kænugarð. Rússar vilja meina að hermenn þeirra hafi ekki skaðað einn einasta almenna borgara. https://t.co/pSzLDArmPq— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) April 3, 2022 Rússar hafa haft yfirráð yfir bænum frá upphafi innrásarinnar 24. febrúar þar til á fimmtudag, 31. mars. Rússar segja að myndir af líkum almennra borgara, sem lágu á víð og dreif um bæinn, beri þess merki að þeir hafi verið myrtir eftir brotthvarf Rússa á fimmtudag. Þessi yfirlýsing er ekki sú fyrsta af þessum toga en Rússar hafa ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn beri ábyrgð á mannfalli og árásum, sem allt bendir til að Rússar hafi framið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“