Dagný var á sínum stað á miðju West Ham en líkt og stöllur hennar kom hún engum vörnum við þegar Georgia Stanway kom gestunum yfir strax á áttundu mínútu leiksins. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og staðan 0-1 er gengið var til búningsherbergja.
Khadija Shaw gerði svo gott sem út um leikinn eftir rúmlega klukkustundarleik þegar hún tvöfaldaði forystu gestanna. Staðan orðin 0-2 og reyndust það lokatölur.
West Ham er í 7. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 19 leiki.