Vaktin: Gæti tekið mörg ár að hreinsa upp jarðsprengjur Rússa Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 2. apríl 2022 07:38 Rússneskir hermenn skildu eftir sig gríðarlegan fjölda jarðsprengja þegar þeir hörfuðu frá svæðum í kringum Kænugarð. Þessi mynd var tekin í bænum Bucha í dag. AP Photo/Rodrigo Abd Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að rússneskar hersveitir hafi komið fyrir jarðsprengjum í íbúðum og líkum á sama tíma og þær hörfi rólega úr norðurhluta landsins. Þetta kom fram í nýjasta ávarpi forsetans til úkraínsku þjóðarinnar. Hann varaði sömuleiðis við því að staðan væri áfram gríðarlega erfið í austurhlutanum þar sem Rússar væru að undirbúa árásir í Kharkív og Donbas-héraði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Rússnesk flugskeyti hæfðu tvær borgir í miðhluta Úkraínu snemma í morgun og ollu skemmdum á innviðum og íbúðabyggingum, að sögn ráðamanns í Poltava-héraði. Bandarísk varnarmálayfirvöld hyggjast veita Úkraínumönnum aukna aðstoð í formi hergagnapakka sem inniheldur meðal annars eldflaugakerfi og dróna fyrir alls 300 milljónir bandaríkjadala. Alþjóða Rauði krossinn mun í dag reyna aftur að flytja fólk frá hinni stríðshrjáðu Maríupol eftir að hjálparstarfsmönnum var gert að yfirgefa svæðið í gær. Þrátt fyrir það tókst yfir þrjú þúsund íbúum að flýja borgina í gær. Rússar segja að úkraínskar þyrlur hafi gert árás á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi, nærri Kharkív, og eyðilagt olíutanka. Úkraínskir ráðamenn hafna því að hersveitir þeirra hafi átt þátt í árásinni. Úkraínumenn segja að minnst 158 börn hafi fallið í stríðsátökunum og 254 særst.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu tíðindi: Rússnesk flugskeyti hæfðu tvær borgir í miðhluta Úkraínu snemma í morgun og ollu skemmdum á innviðum og íbúðabyggingum, að sögn ráðamanns í Poltava-héraði. Bandarísk varnarmálayfirvöld hyggjast veita Úkraínumönnum aukna aðstoð í formi hergagnapakka sem inniheldur meðal annars eldflaugakerfi og dróna fyrir alls 300 milljónir bandaríkjadala. Alþjóða Rauði krossinn mun í dag reyna aftur að flytja fólk frá hinni stríðshrjáðu Maríupol eftir að hjálparstarfsmönnum var gert að yfirgefa svæðið í gær. Þrátt fyrir það tókst yfir þrjú þúsund íbúum að flýja borgina í gær. Rússar segja að úkraínskar þyrlur hafi gert árás á olíubirgðastöð í Belgorod í Rússlandi, nærri Kharkív, og eyðilagt olíutanka. Úkraínskir ráðamenn hafna því að hersveitir þeirra hafi átt þátt í árásinni. Úkraínumenn segja að minnst 158 börn hafi fallið í stríðsátökunum og 254 særst.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent