Dregið í riðla á HM í dag: Allt sem þarf að vita Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 11:00 Einn af leikvöngunum sem notaður verður á HM í Katar. Hvort hann verði tilbúinn er mótið hefst er óljóst. Getty Images Í dag kemur í ljós hvaða þjóðir verða saman í riðlum á HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar í nóvember og desember á þessu ári. Hér að neðan er farið yfir allt sem mögulega þarf að vita fyrir drátt dagsins. Eins og Vísir greindi frá nýverið þá eru enn þrjú laus sæti á mótið og verður ekki leikið um síðustu sætin fyrr en í júní. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Talið er að um 2.000 manns verði í salnum er dregið verður. Nú þegar er ljóst að Katar verður í A-riðli og er þjóðin í efsta styrkleikaflokki. Það má því ætla að allar þjóðir í styrkleikaflokkum 2 til 4 vilji enda í A-riðli. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi: Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. HM í Katar hefst þann 21. nóvember og lýkur 18. desember. Fyrirkomulag HM í Katar Fyrirkomulag HM verður með sama sniði og áður. Alls verða átta riðlar með fjórum liðum hver. Lið eru sett í styrkleikaflokka (sem sjá má hér að ofan) eftir stöðu þeirra á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Að venju er ein undantekning þar á, heimaþjóðin er alltaf í efsta styrkleika og fer sjálfkrafa inn í A-riðil. Enn eru þrír umspilsleikir eftir og sigurvegararnir úr þeim leikjum fara allir í styrkleikaflokk 4. Úkraína og Skotland mætast í leik þar sem sigurvegarinn mætir Wales um sæti á HM í Katar. Kosta Ríka mætir Nýja-Sjálandi og Ástralía mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir Perú um sæti á HM. Drátturinn byrjar þannig að allar þjóðir verða dregnar úr styrkleikaflokki 1 og svo koll af kolli. Eftir að þjóð er dregin þá verður dregið í hvaða riðli hún er. Þjóðir frá sömu heimsálfum geta ekki mæst í riðlakeppninni að Evrópu undanskilinni. Það geta í mesta lagi verið tvær Evrópuþjóðir saman í riðli. Af hverju er ekki ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt? Venjulega er ljóst hvaða þjóðir hafa tryggt sér sæti á HM þegar drátturinn fer fram. Tvær ástæður eru fyrir því að enn eru þrjú sæti óákveðin. Tveir úrslitaleikir milli heimsálfa fara fram í Katar þann 13. og 14. júní. Leikur Kosta Ríka og Nýja-Sjálands fer fram þann 13. á meðan Perú mætir sigurvegaranum úr viðureign Ástralíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna degi síðar. Þessir leikir voru færðir vegna Covid-19 og fara nú fram í Doha.Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Þá var leikur Úkraínu og Skotlands færðu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ekki hefur verið fundin dagsetning en miðað er við júní. Vonast er til að Úkraína geti spilað leikinn á. Stórar þjóðir fjarverandi Aftur mistókst Ítalíu að tryggja sér sæti á HM. Evrópumeistararnir máttu þola neyðarlegt tap gegn Norður-Makedóníu í umspilinu. N-Makedónía tapaði svo sannfærandi fyrir Portúgal og komst þar af leiðandi ekki á HM. Markamaskínan Erling Braut Håland verður ekki í Katar þar sem Noregur komst ekki áfram. Rússland er eðlilega ekki á mótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Egyptaland – nánar tiltekið Mohamed Salah – verður ekki með eftir að tapa fyrir Senegal í vítaspyrnukeppni. Nígería, Alsír og Fílabeinsströndin eru einnig fjarverandi. Þá mistókst Suður-Ameríkuþjóðunum Kólumbíu og Síle einnig að komast á HM. Dráttur dagsins hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. 1. apríl 2022 07:01 Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. 31. mars 2022 10:31 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nýverið þá eru enn þrjú laus sæti á mótið og verður ekki leikið um síðustu sætin fyrr en í júní. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Talið er að um 2.000 manns verði í salnum er dregið verður. Nú þegar er ljóst að Katar verður í A-riðli og er þjóðin í efsta styrkleikaflokki. Það má því ætla að allar þjóðir í styrkleikaflokkum 2 til 4 vilji enda í A-riðli. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi: Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. HM í Katar hefst þann 21. nóvember og lýkur 18. desember. Fyrirkomulag HM í Katar Fyrirkomulag HM verður með sama sniði og áður. Alls verða átta riðlar með fjórum liðum hver. Lið eru sett í styrkleikaflokka (sem sjá má hér að ofan) eftir stöðu þeirra á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Að venju er ein undantekning þar á, heimaþjóðin er alltaf í efsta styrkleika og fer sjálfkrafa inn í A-riðil. Enn eru þrír umspilsleikir eftir og sigurvegararnir úr þeim leikjum fara allir í styrkleikaflokk 4. Úkraína og Skotland mætast í leik þar sem sigurvegarinn mætir Wales um sæti á HM í Katar. Kosta Ríka mætir Nýja-Sjálandi og Ástralía mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir Perú um sæti á HM. Drátturinn byrjar þannig að allar þjóðir verða dregnar úr styrkleikaflokki 1 og svo koll af kolli. Eftir að þjóð er dregin þá verður dregið í hvaða riðli hún er. Þjóðir frá sömu heimsálfum geta ekki mæst í riðlakeppninni að Evrópu undanskilinni. Það geta í mesta lagi verið tvær Evrópuþjóðir saman í riðli. Af hverju er ekki ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt? Venjulega er ljóst hvaða þjóðir hafa tryggt sér sæti á HM þegar drátturinn fer fram. Tvær ástæður eru fyrir því að enn eru þrjú sæti óákveðin. Tveir úrslitaleikir milli heimsálfa fara fram í Katar þann 13. og 14. júní. Leikur Kosta Ríka og Nýja-Sjálands fer fram þann 13. á meðan Perú mætir sigurvegaranum úr viðureign Ástralíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna degi síðar. Þessir leikir voru færðir vegna Covid-19 og fara nú fram í Doha.Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Þá var leikur Úkraínu og Skotlands færðu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ekki hefur verið fundin dagsetning en miðað er við júní. Vonast er til að Úkraína geti spilað leikinn á. Stórar þjóðir fjarverandi Aftur mistókst Ítalíu að tryggja sér sæti á HM. Evrópumeistararnir máttu þola neyðarlegt tap gegn Norður-Makedóníu í umspilinu. N-Makedónía tapaði svo sannfærandi fyrir Portúgal og komst þar af leiðandi ekki á HM. Markamaskínan Erling Braut Håland verður ekki í Katar þar sem Noregur komst ekki áfram. Rússland er eðlilega ekki á mótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Egyptaland – nánar tiltekið Mohamed Salah – verður ekki með eftir að tapa fyrir Senegal í vítaspyrnukeppni. Nígería, Alsír og Fílabeinsströndin eru einnig fjarverandi. Þá mistókst Suður-Ameríkuþjóðunum Kólumbíu og Síle einnig að komast á HM. Dráttur dagsins hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. 1. apríl 2022 07:01 Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. 31. mars 2022 10:31 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Í beinni: FH - Breiðablik | Toppslagur í Krikanum Í beinni: Valur - Víkingur | Þurfa að bíta frá sér eftir þrjú töp í röð Í beinni: Fram - Tindastóll | Mikilvægur slagur í Úlfarsárdal Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sjá meira
Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. 1. apríl 2022 07:01
Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. 31. mars 2022 10:31