Dregið í riðla á HM í dag: Allt sem þarf að vita Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2022 11:00 Einn af leikvöngunum sem notaður verður á HM í Katar. Hvort hann verði tilbúinn er mótið hefst er óljóst. Getty Images Í dag kemur í ljós hvaða þjóðir verða saman í riðlum á HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar í nóvember og desember á þessu ári. Hér að neðan er farið yfir allt sem mögulega þarf að vita fyrir drátt dagsins. Eins og Vísir greindi frá nýverið þá eru enn þrjú laus sæti á mótið og verður ekki leikið um síðustu sætin fyrr en í júní. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Talið er að um 2.000 manns verði í salnum er dregið verður. Nú þegar er ljóst að Katar verður í A-riðli og er þjóðin í efsta styrkleikaflokki. Það má því ætla að allar þjóðir í styrkleikaflokkum 2 til 4 vilji enda í A-riðli. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi: Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. HM í Katar hefst þann 21. nóvember og lýkur 18. desember. Fyrirkomulag HM í Katar Fyrirkomulag HM verður með sama sniði og áður. Alls verða átta riðlar með fjórum liðum hver. Lið eru sett í styrkleikaflokka (sem sjá má hér að ofan) eftir stöðu þeirra á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Að venju er ein undantekning þar á, heimaþjóðin er alltaf í efsta styrkleika og fer sjálfkrafa inn í A-riðil. Enn eru þrír umspilsleikir eftir og sigurvegararnir úr þeim leikjum fara allir í styrkleikaflokk 4. Úkraína og Skotland mætast í leik þar sem sigurvegarinn mætir Wales um sæti á HM í Katar. Kosta Ríka mætir Nýja-Sjálandi og Ástralía mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir Perú um sæti á HM. Drátturinn byrjar þannig að allar þjóðir verða dregnar úr styrkleikaflokki 1 og svo koll af kolli. Eftir að þjóð er dregin þá verður dregið í hvaða riðli hún er. Þjóðir frá sömu heimsálfum geta ekki mæst í riðlakeppninni að Evrópu undanskilinni. Það geta í mesta lagi verið tvær Evrópuþjóðir saman í riðli. Af hverju er ekki ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt? Venjulega er ljóst hvaða þjóðir hafa tryggt sér sæti á HM þegar drátturinn fer fram. Tvær ástæður eru fyrir því að enn eru þrjú sæti óákveðin. Tveir úrslitaleikir milli heimsálfa fara fram í Katar þann 13. og 14. júní. Leikur Kosta Ríka og Nýja-Sjálands fer fram þann 13. á meðan Perú mætir sigurvegaranum úr viðureign Ástralíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna degi síðar. Þessir leikir voru færðir vegna Covid-19 og fara nú fram í Doha.Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Þá var leikur Úkraínu og Skotlands færðu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ekki hefur verið fundin dagsetning en miðað er við júní. Vonast er til að Úkraína geti spilað leikinn á. Stórar þjóðir fjarverandi Aftur mistókst Ítalíu að tryggja sér sæti á HM. Evrópumeistararnir máttu þola neyðarlegt tap gegn Norður-Makedóníu í umspilinu. N-Makedónía tapaði svo sannfærandi fyrir Portúgal og komst þar af leiðandi ekki á HM. Markamaskínan Erling Braut Håland verður ekki í Katar þar sem Noregur komst ekki áfram. Rússland er eðlilega ekki á mótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Egyptaland – nánar tiltekið Mohamed Salah – verður ekki með eftir að tapa fyrir Senegal í vítaspyrnukeppni. Nígería, Alsír og Fílabeinsströndin eru einnig fjarverandi. Þá mistókst Suður-Ameríkuþjóðunum Kólumbíu og Síle einnig að komast á HM. Dráttur dagsins hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. 1. apríl 2022 07:01 Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. 31. mars 2022 10:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nýverið þá eru enn þrjú laus sæti á mótið og verður ekki leikið um síðustu sætin fyrr en í júní. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Talið er að um 2.000 manns verði í salnum er dregið verður. Nú þegar er ljóst að Katar verður í A-riðli og er þjóðin í efsta styrkleikaflokki. Það má því ætla að allar þjóðir í styrkleikaflokkum 2 til 4 vilji enda í A-riðli. Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi: Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. HM í Katar hefst þann 21. nóvember og lýkur 18. desember. Fyrirkomulag HM í Katar Fyrirkomulag HM verður með sama sniði og áður. Alls verða átta riðlar með fjórum liðum hver. Lið eru sett í styrkleikaflokka (sem sjá má hér að ofan) eftir stöðu þeirra á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Að venju er ein undantekning þar á, heimaþjóðin er alltaf í efsta styrkleika og fer sjálfkrafa inn í A-riðil. Enn eru þrír umspilsleikir eftir og sigurvegararnir úr þeim leikjum fara allir í styrkleikaflokk 4. Úkraína og Skotland mætast í leik þar sem sigurvegarinn mætir Wales um sæti á HM í Katar. Kosta Ríka mætir Nýja-Sjálandi og Ástralía mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir Perú um sæti á HM. Drátturinn byrjar þannig að allar þjóðir verða dregnar úr styrkleikaflokki 1 og svo koll af kolli. Eftir að þjóð er dregin þá verður dregið í hvaða riðli hún er. Þjóðir frá sömu heimsálfum geta ekki mæst í riðlakeppninni að Evrópu undanskilinni. Það geta í mesta lagi verið tvær Evrópuþjóðir saman í riðli. Af hverju er ekki ljóst hvaða 32 þjóðir taka þátt? Venjulega er ljóst hvaða þjóðir hafa tryggt sér sæti á HM þegar drátturinn fer fram. Tvær ástæður eru fyrir því að enn eru þrjú sæti óákveðin. Tveir úrslitaleikir milli heimsálfa fara fram í Katar þann 13. og 14. júní. Leikur Kosta Ríka og Nýja-Sjálands fer fram þann 13. á meðan Perú mætir sigurvegaranum úr viðureign Ástralíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna degi síðar. Þessir leikir voru færðir vegna Covid-19 og fara nú fram í Doha.Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Þá var leikur Úkraínu og Skotlands færðu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ekki hefur verið fundin dagsetning en miðað er við júní. Vonast er til að Úkraína geti spilað leikinn á. Stórar þjóðir fjarverandi Aftur mistókst Ítalíu að tryggja sér sæti á HM. Evrópumeistararnir máttu þola neyðarlegt tap gegn Norður-Makedóníu í umspilinu. N-Makedónía tapaði svo sannfærandi fyrir Portúgal og komst þar af leiðandi ekki á HM. Markamaskínan Erling Braut Håland verður ekki í Katar þar sem Noregur komst ekki áfram. Rússland er eðlilega ekki á mótinu vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Egyptaland – nánar tiltekið Mohamed Salah – verður ekki með eftir að tapa fyrir Senegal í vítaspyrnukeppni. Nígería, Alsír og Fílabeinsströndin eru einnig fjarverandi. Þá mistókst Suður-Ameríkuþjóðunum Kólumbíu og Síle einnig að komast á HM. Dráttur dagsins hefst klukkan 16.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. 1. apríl 2022 07:01 Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. 31. mars 2022 10:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Segir að FIFA hafi aldrei lagt til að halda HM á tveggja ára fresti Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að sambandið hafi í raun aldrei lagt til að HM yrði haldið á tveggja ára fresti. Aðeins hafi verið kannað hvort hagkvæmt væri að gera slíka breytingu. 1. apríl 2022 07:01
Vill hitta Southgate til að ræða ummæli og áhyggjur hans Nasser Al-Khater, framkvæmdastjóri HM í Katar, vill hitta Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, og ræða ummæli þjálfarans varðandi ýmsa hluti sem betur mættu fara í landinu. 31. mars 2022 10:31