Dregið í riðlakeppni HM á föstudag: Síðasta séns hjá Messi og Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 09:31 Lionel Messi verður á HM í Katar. Þeir Rodrigo De Paul og Leandro Paredes vonast til að vera þar með honum. Marcelo Endelli/Getty Images Á föstudag kemur í ljós hvaða lið mætast í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar undir lok árs. Enn eiga þrjú lönd eftir að tryggja sér sæti á mótinu. HM í Katar mun brjóta blað í knattspyrnusögunni. Mótið hefst í nóvember og lýkur í desember ólíkt öllum heimsmeistarakeppnum fram til þessa sem hafa alltaf farið fram um sumar þegar frí er í stærstu deildum Evrópu. Goðsagnirnar tvær, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa báðar tryggt sér sæti á mótinu sem verður að öllum líkindum þeirra síðasta heimsmeistaramót. Ronaldo, 37 ára, og Messi, 34 ára, eru tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar en hvorugur hefur farið alla leið á HM. Cristiano Ronaldo og samherjar hans í Portúgal fóru í gegnum umspil til að tryggja sæti sitt á HM.EPA-EFE/JOSE COELHO Messi hefur komist nær en Argentína fór alla leið í úrslit árið 2014 til þess eins að tapa 1-0 gegn Þýskalandi. Ronaldo komst næst árið 2006 þegar Portúgal tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum. Á föstudag, 1. apríl, kemur í ljós hvaða þjóðum þeir Messi og Ronaldo mæta í riðlakeppni mótsins. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Argentína og Portúgal eru bæði í efsta styrkleikaflokki og geta því ekki mæst í riðlakeppninni. Hér að neðan má sjá hvaða þjóðir eru í hvaða styrkleikaflokki. Heimamenn í Katar verða í A-riðli. Drátturinn þannig gerður að ekki geta tvær þjóðir úr sömu undankeppni mæst í riðlakeppninni nema um sé að ræða Evrópuþjóðir, þá geta mest tvær verið saman í riðli. The pots for Friday s World Cup draw pic.twitter.com/EvIed1csuA— B/R Football (@brfootball) March 31, 2022 Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu á enn eftir að ákveða hver síðasta Evrópuþjóðin verður. Í sumar munu Skotland og Úkraína mætast, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo Wales í leik um sæti á HM. Svo eru áhugaverðar umspilsviðureignir milli Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Nýja-Sjáland mætir Kosta Ríka og þá mætir Ástralía sigurvegaranum úr viðureign Perú og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
HM í Katar mun brjóta blað í knattspyrnusögunni. Mótið hefst í nóvember og lýkur í desember ólíkt öllum heimsmeistarakeppnum fram til þessa sem hafa alltaf farið fram um sumar þegar frí er í stærstu deildum Evrópu. Goðsagnirnar tvær, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa báðar tryggt sér sæti á mótinu sem verður að öllum líkindum þeirra síðasta heimsmeistaramót. Ronaldo, 37 ára, og Messi, 34 ára, eru tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar en hvorugur hefur farið alla leið á HM. Cristiano Ronaldo og samherjar hans í Portúgal fóru í gegnum umspil til að tryggja sæti sitt á HM.EPA-EFE/JOSE COELHO Messi hefur komist nær en Argentína fór alla leið í úrslit árið 2014 til þess eins að tapa 1-0 gegn Þýskalandi. Ronaldo komst næst árið 2006 þegar Portúgal tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum. Á föstudag, 1. apríl, kemur í ljós hvaða þjóðum þeir Messi og Ronaldo mæta í riðlakeppni mótsins. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Argentína og Portúgal eru bæði í efsta styrkleikaflokki og geta því ekki mæst í riðlakeppninni. Hér að neðan má sjá hvaða þjóðir eru í hvaða styrkleikaflokki. Heimamenn í Katar verða í A-riðli. Drátturinn þannig gerður að ekki geta tvær þjóðir úr sömu undankeppni mæst í riðlakeppninni nema um sé að ræða Evrópuþjóðir, þá geta mest tvær verið saman í riðli. The pots for Friday s World Cup draw pic.twitter.com/EvIed1csuA— B/R Football (@brfootball) March 31, 2022 Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu á enn eftir að ákveða hver síðasta Evrópuþjóðin verður. Í sumar munu Skotland og Úkraína mætast, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo Wales í leik um sæti á HM. Svo eru áhugaverðar umspilsviðureignir milli Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Nýja-Sjáland mætir Kosta Ríka og þá mætir Ástralía sigurvegaranum úr viðureign Perú og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira