Dregið í riðlakeppni HM á föstudag: Síðasta séns hjá Messi og Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. mars 2022 09:31 Lionel Messi verður á HM í Katar. Þeir Rodrigo De Paul og Leandro Paredes vonast til að vera þar með honum. Marcelo Endelli/Getty Images Á föstudag kemur í ljós hvaða lið mætast í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar undir lok árs. Enn eiga þrjú lönd eftir að tryggja sér sæti á mótinu. HM í Katar mun brjóta blað í knattspyrnusögunni. Mótið hefst í nóvember og lýkur í desember ólíkt öllum heimsmeistarakeppnum fram til þessa sem hafa alltaf farið fram um sumar þegar frí er í stærstu deildum Evrópu. Goðsagnirnar tvær, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa báðar tryggt sér sæti á mótinu sem verður að öllum líkindum þeirra síðasta heimsmeistaramót. Ronaldo, 37 ára, og Messi, 34 ára, eru tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar en hvorugur hefur farið alla leið á HM. Cristiano Ronaldo og samherjar hans í Portúgal fóru í gegnum umspil til að tryggja sæti sitt á HM.EPA-EFE/JOSE COELHO Messi hefur komist nær en Argentína fór alla leið í úrslit árið 2014 til þess eins að tapa 1-0 gegn Þýskalandi. Ronaldo komst næst árið 2006 þegar Portúgal tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum. Á föstudag, 1. apríl, kemur í ljós hvaða þjóðum þeir Messi og Ronaldo mæta í riðlakeppni mótsins. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Argentína og Portúgal eru bæði í efsta styrkleikaflokki og geta því ekki mæst í riðlakeppninni. Hér að neðan má sjá hvaða þjóðir eru í hvaða styrkleikaflokki. Heimamenn í Katar verða í A-riðli. Drátturinn þannig gerður að ekki geta tvær þjóðir úr sömu undankeppni mæst í riðlakeppninni nema um sé að ræða Evrópuþjóðir, þá geta mest tvær verið saman í riðli. The pots for Friday s World Cup draw pic.twitter.com/EvIed1csuA— B/R Football (@brfootball) March 31, 2022 Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu á enn eftir að ákveða hver síðasta Evrópuþjóðin verður. Í sumar munu Skotland og Úkraína mætast, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo Wales í leik um sæti á HM. Svo eru áhugaverðar umspilsviðureignir milli Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Nýja-Sjáland mætir Kosta Ríka og þá mætir Ástralía sigurvegaranum úr viðureign Perú og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira
HM í Katar mun brjóta blað í knattspyrnusögunni. Mótið hefst í nóvember og lýkur í desember ólíkt öllum heimsmeistarakeppnum fram til þessa sem hafa alltaf farið fram um sumar þegar frí er í stærstu deildum Evrópu. Goðsagnirnar tvær, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, hafa báðar tryggt sér sæti á mótinu sem verður að öllum líkindum þeirra síðasta heimsmeistaramót. Ronaldo, 37 ára, og Messi, 34 ára, eru tveir af bestu íþróttamönnum sögunnar en hvorugur hefur farið alla leið á HM. Cristiano Ronaldo og samherjar hans í Portúgal fóru í gegnum umspil til að tryggja sæti sitt á HM.EPA-EFE/JOSE COELHO Messi hefur komist nær en Argentína fór alla leið í úrslit árið 2014 til þess eins að tapa 1-0 gegn Þýskalandi. Ronaldo komst næst árið 2006 þegar Portúgal tapaði fyrir Frakklandi í undanúrslitum. Á föstudag, 1. apríl, kemur í ljós hvaða þjóðum þeir Messi og Ronaldo mæta í riðlakeppni mótsins. Drátturinn fer fram í Doha, höfuðborg Katar. Argentína og Portúgal eru bæði í efsta styrkleikaflokki og geta því ekki mæst í riðlakeppninni. Hér að neðan má sjá hvaða þjóðir eru í hvaða styrkleikaflokki. Heimamenn í Katar verða í A-riðli. Drátturinn þannig gerður að ekki geta tvær þjóðir úr sömu undankeppni mæst í riðlakeppninni nema um sé að ræða Evrópuþjóðir, þá geta mest tvær verið saman í riðli. The pots for Friday s World Cup draw pic.twitter.com/EvIed1csuA— B/R Football (@brfootball) March 31, 2022 Styrkleikaflokkur 1: Katar, Brasilía, Belgía, Frakkland, Argentína, England, Spánn og Portúgal. Styrkleikaflokkur 2: Holland, Danmörk, Þýskaland, Sviss, Úrúgvæ, Króatía, Bandaríkin og Mexíkó. Styrkleikaflokkur 3: Íran, Japan, Marokkó, Serbía, Pólland, Suður-Kórea, Senegal og Túnis. Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu á enn eftir að ákveða hver síðasta Evrópuþjóðin verður. Í sumar munu Skotland og Úkraína mætast, sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo Wales í leik um sæti á HM. Svo eru áhugaverðar umspilsviðureignir milli Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Nýja-Sjáland mætir Kosta Ríka og þá mætir Ástralía sigurvegaranum úr viðureign Perú og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Styrkleikaflokkur 4: Ekvador, Sádi-Arabía, Gana, Kanada, Kamerún, Wales/Úkraína/Skotland, Nýja-Sjáland/Kosta Ríka og Perú/Ástralía/Sameinuðu arabísku furstadæmin.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjá meira