Reykjanesbraut í stokk og nýr miðbær við Smára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. mars 2022 15:18 Hér má sjá hvar Reykjanesbraut verður lögð í stokk og byggð sem byggja á upp í kring. ASK arkitektar Reykjanesbraut verður lögð í stokk, Fífuhvammsvegur og Skógarlind færast upp á yfirborðið og mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi myndast við Smárahverfi í Kópavogi. Þetta mun allt gerast á svæðinu samkvæmt vinningstillögu hugmyndasamkeppni um uppbyggingu Kópavogs sem kynnt var í dag. Niðurstöður hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar ásamt byggð yfir og við Reykjanesbraut, auk tenginga við vistvæna ferðamáta í svæðiskjarna í Smára voru kynntar í Kópavogi í dag. Bæjarstjórn Kópavogs átti frumkvæði að samkeppninni sem samþykkt var einróma á bæjarstórnarfundi 11. maí 2021. Samkeppnin var unnin í samvinnu Kópavogsbæjar og Arkitektafélags Íslands og var markmiðið með henni að styrkja svæðiskjarnann í Smára og efla tengsl á milli svæða innan kjarnans fyrir alla ferðamáta. Uppbygging í kring um Smáralind.ASK arkitektar Að baki verðlaunatillögunni standa ASK arkitektar, Þorsteinn Helgason arkitekt FAÍ, Jakob Jakobsson arkitekt FAÍ og aðstoð veittu Anna Margrét Sigmundsdóttir og Páll Gunnlaugsson arkitektar FAÍ. Fram kemur í umsögn dómnefndarinnar um verðlaunatillöguna að með henni sé lögð fram hugrökk leið til að skapa nýtt, mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Inngrip í Reykjanesbraut séu mikil og muni gerbreyta öllu yfirbragði svæðisins. Hér má sjá hvernig um verður að líta við Lindir.ASK arkitektar „Í tillögunni er Reykjanesbraut lögð í stokk á nær öllu samkeppnissvæðinu og þannig myndast fjöldi nýrra tenginga fyrir alla samgöngumáta og bætt hljóðvist. Fífuhvammsvegur og Skógarlind færast upp á yfirborðið og verða hluti nýs gatnanets sem fléttar svæðin saman á áreynslulausan og sannfærandi hátt. Gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu meðfram stokki Reykjanesbrautar,“ segir í umsögninni. Tengja á miðbæ Kópavogs við Keflavíkurflugvöll með beinum ferðum.ASK arkitektar Kópavogur Skipulag Samgöngur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Niðurstöður hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar ásamt byggð yfir og við Reykjanesbraut, auk tenginga við vistvæna ferðamáta í svæðiskjarna í Smára voru kynntar í Kópavogi í dag. Bæjarstjórn Kópavogs átti frumkvæði að samkeppninni sem samþykkt var einróma á bæjarstórnarfundi 11. maí 2021. Samkeppnin var unnin í samvinnu Kópavogsbæjar og Arkitektafélags Íslands og var markmiðið með henni að styrkja svæðiskjarnann í Smára og efla tengsl á milli svæða innan kjarnans fyrir alla ferðamáta. Uppbygging í kring um Smáralind.ASK arkitektar Að baki verðlaunatillögunni standa ASK arkitektar, Þorsteinn Helgason arkitekt FAÍ, Jakob Jakobsson arkitekt FAÍ og aðstoð veittu Anna Margrét Sigmundsdóttir og Páll Gunnlaugsson arkitektar FAÍ. Fram kemur í umsögn dómnefndarinnar um verðlaunatillöguna að með henni sé lögð fram hugrökk leið til að skapa nýtt, mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi fyrir Kópavog. Inngrip í Reykjanesbraut séu mikil og muni gerbreyta öllu yfirbragði svæðisins. Hér má sjá hvernig um verður að líta við Lindir.ASK arkitektar „Í tillögunni er Reykjanesbraut lögð í stokk á nær öllu samkeppnissvæðinu og þannig myndast fjöldi nýrra tenginga fyrir alla samgöngumáta og bætt hljóðvist. Fífuhvammsvegur og Skógarlind færast upp á yfirborðið og verða hluti nýs gatnanets sem fléttar svæðin saman á áreynslulausan og sannfærandi hátt. Gert er ráð fyrir mikilli uppbyggingu meðfram stokki Reykjanesbrautar,“ segir í umsögninni. Tengja á miðbæ Kópavogs við Keflavíkurflugvöll með beinum ferðum.ASK arkitektar
Kópavogur Skipulag Samgöngur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira