Erlent

Fimm skotnir til bana í út­hverfi Tel Avív

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mannfjöldi safnaðist saman til að fylgjast með aðgerðum lögreglu í kjölfar árásarinnar Bnei Brak í gær.
Mannfjöldi safnaðist saman til að fylgjast með aðgerðum lögreglu í kjölfar árásarinnar Bnei Brak í gær. AP

Fimm voru skotnir til bana af palestínskum byssumanni í úthverfi ísraelsku stórborgarinnar Tel Aviv í nótt. Þetta er þriðja slíka banvæna árásin á einni viku.

BBC segir frá því að árásin hafi verið gerð í hverfinu Bnei Brak þar sem heittrúaðir gyðingar séu fjölmennir. Byssumaðurinn var síðan skotinn til bana af lögreglu en mikil öryggisgæsla er í borginni í kjölfar árásanna á dögunum þar sem sex létu lífið.

Árásirnar hafa allar verið framkvæmdar af Palestínumönnum sem búsettir eru í Ísrael.

Byssumaðurinn í nótt var vopnaður riffli og skaut á fólk úti á götu, þar á meðal ökumann sem átti leið hjá. Einn lögreglumaður er á meðal hinna látnu.

Ísraelskir miðlar segja byssumanninn hafa verið 26 ára gamlan og hafði hann áður setið í fangelsi í Ísrael.

Forsætisráðherra Ísraela, Naftali Bennett hefur boðað til neyðarfundar hjá öryggisráði landsins vegna málsins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×