Telja að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og erindrekum Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2022 16:52 Auðjöfurinn Roman Abramovich hefur komið að friðarviðræðum milli Úkraínu og Rússlands. Getty/Mikhail Svetlov Þrír meðlimir sendinefndar Úkraínumanna í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, auk Romans Abramovich, rússnesks auðjöfurs og eiganda Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Abramovich er hefur komið að friðarviðræðunum fyrir hönd Úkraínumanna. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að allir mennirnir hafi sýnt einkenni sem séu í samræmi að eitrað hafi verið fyrir þeim en óvíst er hvort það hafi verið gert með efnavopni eða öðrum aðferðum. Þá hafa forsvarsmenn rannsóknarsamtakanna Bellingcat eftir sérfræðingum í eitrunum að hinni meintu eiturefnaárás á Abramovich og meðlimi sendinefndar Úkraínu hafi líklega ekki verið ætlað bana þeim. Líklega hafi markmiðið verið að hræða þá en mennirnir telja að harðlínumenn í Moskvu hafi eitrað fyrir þeim, án þess þó að vita hverjir. The experts said the dosage and type of toxin used was likely insufficient to cause life-threatening damage, and most likely was intended to scare the victims as opposed to cause permanent damage. The victims said they were not aware of who might have had an interest in an attack— Bellingcat (@bellingcat) March 28, 2022 Mennirnir eru sagðir hafa fundið verulega til í augum og húð þeirra á höndum og andliti flagnaði af. Abramovich missti sjón í nokkrar klukkustundir eftir eitrunina, samkvæmt Guardian, og var færður á sjúkrahús í Tyrklandi. Þeir eru þó allir sagðir hafa jafnað sig. Meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana degi eftir eitrunina Degi eftir að hin meinta eitrun gegn Roman Abramovich og þremur meðlimum sendinefndar Úkraínu í friðarviðræðum við Rússa var framin, var annar meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana af leyniþjónustu Úkraínu. Þetta var þann 5. mars og var sagt frá því í vakt Vísis þann daginn að fjölmiðlar í Rússlandi sögðu Denis Kireyev hafa verið handtekinn fyrir landráð og tekinn af lífi án dóms og laga. Úkraínumenn sögðu hins vegar að hann hefði verið skotinn til bana við handtöku. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) segir að allir mennirnir hafi sýnt einkenni sem séu í samræmi að eitrað hafi verið fyrir þeim en óvíst er hvort það hafi verið gert með efnavopni eða öðrum aðferðum. Þá hafa forsvarsmenn rannsóknarsamtakanna Bellingcat eftir sérfræðingum í eitrunum að hinni meintu eiturefnaárás á Abramovich og meðlimi sendinefndar Úkraínu hafi líklega ekki verið ætlað bana þeim. Líklega hafi markmiðið verið að hræða þá en mennirnir telja að harðlínumenn í Moskvu hafi eitrað fyrir þeim, án þess þó að vita hverjir. The experts said the dosage and type of toxin used was likely insufficient to cause life-threatening damage, and most likely was intended to scare the victims as opposed to cause permanent damage. The victims said they were not aware of who might have had an interest in an attack— Bellingcat (@bellingcat) March 28, 2022 Mennirnir eru sagðir hafa fundið verulega til í augum og húð þeirra á höndum og andliti flagnaði af. Abramovich missti sjón í nokkrar klukkustundir eftir eitrunina, samkvæmt Guardian, og var færður á sjúkrahús í Tyrklandi. Þeir eru þó allir sagðir hafa jafnað sig. Meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana degi eftir eitrunina Degi eftir að hin meinta eitrun gegn Roman Abramovich og þremur meðlimum sendinefndar Úkraínu í friðarviðræðum við Rússa var framin, var annar meðlimur sendinefndarinnar skotinn til bana af leyniþjónustu Úkraínu. Þetta var þann 5. mars og var sagt frá því í vakt Vísis þann daginn að fjölmiðlar í Rússlandi sögðu Denis Kireyev hafa verið handtekinn fyrir landráð og tekinn af lífi án dóms og laga. Úkraínumenn sögðu hins vegar að hann hefði verið skotinn til bana við handtöku.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira